Eir - 01.07.1900, Blaðsíða 68
180
4) Ilafa skal í herberginu matarílát handa sjúkling og
hjúkrunarkonu (eða hjúkrunarmanni), vatnsfötu og skolpfötu.
Allur matur er réttur inn um dyrnar; hjúkrunarkona tekur
við honum í sín ílát, úr ílátum þoss, er inatinn færir, án þess
að ílátin komi hvert við annað; liún varast að snerta á því,
sem úti ei', og matselja varast að snerta á því, sem inni er.
Vatn til drykkjar og þvotta er einnig rétt inn um dyr; vatns-
beri hellir úr sinni fötu i vatnsfötu hjúkrunarkonunnar. Hjúkr-
unarkonan þvær sjálf matarílát sín og sjúklingsins; hún hellir
öllu skolpi, saurindum og hrákum í skolpfötu sína og heflr
lok yfir henni. Tvisvar á dag eða oftar er þessi fata losuð á
þann hátt, að komið er að dyrunum með aðra skolpfötu, sem
til þess er höfð og einkis annars, og hellir hjúkrunarkonan úr
sinni fötu í úti-fötuna. Er skolpinu helt í forina, eða á annan
afvikinn stað fjarri húsvegg og vatnsbóli. |Kf unt er, skal
hjúkrunarkonan hafa inni lijá sér klórkalk í'cinhverju iláti
með vel feldu loki, og láta klórkalk í skolpfötuna, sem svarar
3—4 matskeiðum í hvern pott af skolpinu].
5) Hjúkrunarkona safnar öllum óhreinum fatnaði af sér og
sjúkliognum í poka, en lætur rétta sér hreinan fatnað inn um
dyrnar. Ef ekki er til skiftanna og verður að þvo hinn óhreina
fatnað, þá skal setja pott á hlóðir liálf-fullau af vatni, láta
koma upp suðu, snara niður í pottinn pokanum með öllum
óhreina fatnaðinum og sjóða hann 20 -30 mínútur; síðan eru
fötin þvegin á vanalegan hátt. Suðan drepur allar sóttkveikjur
og er því potturinn jafn-góður eftir sem áður og soðnu fötin
hættulaus. Sá er pokann ber fram úr sóttarherberginu og lætur
hann í pottinn, skal gæta þess vandlega, að láta pokann hvergi
koma við sig og þvo sér rækilega um hendurnar strax á eftir
úr heitu vatni og grænsápu. Þá getur hann verið óhræddur.
Þossi sóttkvíun í sérstöku herbergi, er svo mikils verð, að
með henni má nær því ávalt koma í veg fyrir, að næmur
sjúkdómur taki einn af öðrum á heimilinu, og það þó um
mjög næmar sóttir sé að fjalla (t. d. mislinga, skarlatssótt,
barnaveiki).
Það má vera, að mörgum virðist þetta vera mikil fyrir-