Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 11

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 11
ANDVARl KRISTJÁN ELDJÁRN 9 starfs síns sem skemmtilegrar reynslu, ekki sízt vegna þess, að hann hafði áður haft takmörkuð kynni af sjómönnum og högum þeirra. Fyrstu ritgerð sína um fornleifafræði birti Kristján í Árbók hins ís- lenzka fornleifafélags1 1941. Nefndist hún Skáldarústin í Klaufanesi og nokkrar a'ðrar svarfdælskar fornleifar. Þar gerir hann grein fyrir fyrstu sjálfstæðu fornleifarannsókn sinni, gerðri sumarið 1940 á heimaslóðum hans í Svarfaðardal. Þór Magnússon þjóðminjavörður telur, að Kristján hafi þama gert fyrstu umtalsvcrðu fornleifarannsókn íslendings, sem staðizt fær nú- tímakröfur (Árbók 1982). Vitanlega bar Svarfdæla sögu á góma í greinar- gerð Kristjáns. Mér fannst þó, að hann gerði síðat ekki mikið úr saman- burði rannsóknar sinnar við Svarfdæla sögu, sem er á margan hátt sagna tortryggilegust sem sagnfræðileg heimild, en virðist þó hafa verið til í eldri gerð en þeirri, sem við þekkjum nú. Þrátt fyrir allt er sagan þó ekki öll þar sem hún er séð og kann að geyma fornar arfsagnir innan urn og saman við. Ein helzta fornleifarannsókn, sem Kristján sá um, áður en hann varð þjóðminjavörður, var uppgröftur rústa á Þórarinsstöðum á Hrunamanna- afrétti, sem fram fór sumarið 1945. Eg minnist þess með mikilli ánægju, að ég vann sem sjálfboðaliði við þann uppgröft ásamt nokkrum ágætum mönnum undir stjórn Kristjáns. Rústirnar voru huldar áfoki og fullar af Ijósum vikri, sem nú er ótvírætt talinn kominn upp í Heklugosi 1104, þó að þá (1945) ríkti enn nokkur vafi um aldur þessa öskulags. Það var skemmti- legt að afhjúpa þessar rústir, sem lágu heillegar undir vikursallanum. Gólfskánin kom skörp og 'hrein í ljós, þegar öskunni hafði verið sópað burt. Skýr för voru eftir sái í búri. í Ijós komu einnig fjárhús, þar sem geymdur var mýrarauði í jötum, enda lágu samanfallnar hellur, sem myndað höfðu járnbræðsluofn, skammt frá og mikið gjall í kring. Við Kristján urðum síðast tveir eftir við þcssar merkilegu fornaldarrústir, sem mokað var yfir aftur, þegar Kristján hafði gert nauðsynlegar mælingar, uppdrætti og drög að lýs- ingu. Við gengum svo hvor með allþunga hyrði á baki til byggða, um það bil 30 krn leið, niður að Jaðri í Hrunamannahreppi, þar sem við fengum hinar höfðinglegustu viðtökur. Þessari rannsókn og hinni fornu eyðibyggð á Hrunamannaafrétti gerði Kristján grein fyrir í Árhók 1943-1948. I sömu Arbók skrifaði Sigurður Þórarinssoii grein um eyðibyggðina í ljósi ösku- 1 Hér eftir að jafnaði aðeins nefnd Artók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.