Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 5

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 5
BJARNI VILHJÁLMSSON: KRISTJÁN ELDJÁRN Þegar dr. Kristján Eldjárn lét af starfi forseta Islands 31. júlí 1980, átti hann að baki langan og óvenjulega glæsilegan embættisferil. Hann hafði þá verið forseti Islands í 12 ár og áður þjóðminjavörður í 21 ár og minjavörður í Þjóðminjasafni hálft þriðja ár. Allan sinn starfsferil hafði hann varið hverri frjálsri stund til ritstarfa. Hann var því kunnur sem fom- leifafræðingur og sérfræðingur í menningarsögu víða um lönd, ágætur rit- höfundur, sem gerði sér far urn að kynna þjóð sinni fræði sín í ljósu máli og með listrænu orðfæri. Það rnætti því ætla, að hann hefði átt góðri heilsu og miklu starfsþreki að fagna. Hin síðari ár gekk hann þó ekki heill til skógar, þó að á fárra vitorði væri, enda féll honum aldrei verk úr hendi. I ágústlok 1982 var svo komið, að hann átti e'kki annars kost en ganga undir hættulega hjartaaðgerð. Aðgerðin fór fram í sjúkrahúsi í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum og virtist í fyrstu ætla að takast vel. En skyndilega brá til hins verra, þannig að öll hjargráð urðu árangurslaus. Hann andaðist í sjúkrahúsinu 14. september 1982 hátt á 66. aldursári. Það var mikil raun vandamönnum hans og vinum að sjá honum á hak með svo snöggum hætti. I landinu varð þjóðarsorg við fráfall hans. Það er nú liðið talsvert á 53. ár, síðan fundum okkar Kristjáns bar fyrst saman. Vorið 1931 komum við hvor úr sinni heimabyggð og þreyttum próf upp í 2. bekk Menntaskólans á Akureyri, sem þá skiptist í gagnfræða- deild með þriggja vetra nárni og í menntadeild, sem tók önnur þrjú ár. Urðum við síðan samferða til stúdentsprófs, sem við lukurn vorið 1936. A háskólaárum okkar skildust leiðir i bili, en lágu þó aftur saman haustið 1941, og eftir það rofnaði ekki samband okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.