Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 88

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 88
86 JON SIGURÐSSON ANDVARI Hagstjórn og atvinnustefna Vandinn, sem nú er glímt við hér á landi, er að ýmsu leyti hliðstæður þeim, sem flest auðug iðnríki eiga nú við að stríða. Samhliða öðrum efnahagslegum framförum frá lokum seinna stríðs efld- ist margvísleg félagsleg þjónusta, skipt- ing lífsgæða og tækifæra í þjóðfélaginu varð jafnari, og afkomuöryggi þegnanna tók mikium framförum. Meðan hagvöxt- ur hélzt og ytri skilyrði voru sæmilega stöðug, var unnt að sækja fram í senn til aukinnar framleiðni og afkasta, vax- andi einkaneyzlu og aukinnar félagslegr- ar þjónustu og aðstöðujöfnunar í þjóð- félaginu. Á tæpum fjórum áratugum hefur náðst stórkostlegur árangur á öll- um þessum sviðum. En óstöðug ytri skilyrði á síðustu ár- um og þverrandi uppsprettur hagvaxtar hafa víða um lönd raskað þessu lukku- lega jafnvægi. Togstreita milli ólíkra hagsmuna og ósættanlegra markmiða hafa á síðustu árum valdið jafnvægis- leysi og að minnsta kosti hér á landi mikilli verðbólgu. Þegar leitað er leiða til að leysa verðbólguvandann, er mik- ilvægt að missa ekki sjónar á því, að hagvöxtur og framleiðniaukning eru ein helzta forsenda þess, að unnt sé að kom- ast út úr sjálfheldu verðbólgunnar og vernda og efla þann mikla ávinning, sem efnahagslegar og félagslegar fram- farir síðustu áratuga hafa fært þjóðinni. Forsendur íslendinga til þess að ná ár- angri í þessu efni ættu að vera betri en margra annarra þjóða vegna þeirra auð- linda, sem þeir eiga enn ónotaðar. Það er því meginverkefni í hagstjórn hér á landi að skapa atvinnuvegunum eðlileg vaxtarskilyrði. Hér má greina fimm brýn verkefni: l.Að koma á betra jafnvægi í almenn- um efnahagsmálum, draga úr verð- bólgu og viðskiptahalla með altækum, samstilltum ráðstöfunum, er fyrsta og mikilvægasta verkefnið. Jafnframt þarf að jafna og bæta fjárhagsleg skilyrði atvinnulífsins. 2. Að stuðla að hagkvæmri nýtingu fiski- stofna við landið og efla fiskiðnaðinn. Meiri gaum þarf að gefa að fjárhags- legum leiðum að þessu marki, sem örva til sparnaðar í rekstri og draga úr óhagkvæmri sókn, en minna verði reist á boðum og bönnum og skömmt- unarráðstöfunum. 3. Að samræma framleiðslu á búvörum betur eftirspurn og þörfum innan- lands miðað við eðlilega verðmyndun, örva nýjar búgreinar og stuðla að hæfilegri landnýtingu. Endurskoðun á kerfi útflutningsbóta og niður- greiðslna er hér ef til vill mikilvæg- ust. 4. Að auka framleiðslu og nýtingu inn- lendrar orku til þess að efla útflutn- ing og draga úr innflutningi á olíu. Á orkulindirnar á að líta sem mikil- vægan framleiðsluþátt, sem tryggt getur framhald hagvaxtar í landinu, þótt nýtingu annarra auðlinda séu íak- mörk sett. Virkjunarröð og fram- kvæmdahraði ráðist af því sjónarmiði fyrst og fremst að stuðla að jöfnum hóflegum hagvexti á næstu áratugum. I þessu sambandi er mikilvægt, að viðskipta- og fjárhagshlið orkubú- skaparins sé gert jafn hátt undir höfði og verkfræðilegum undirbúningi og umhverfissjónarmiðum. 5. Að greiða fyrir vexti innlends iðnaðar og þjónustustarfsemi bæði til útflutn- ings og fyrir innanlandsmarkað. Þessu marki verður bezt náð með að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.