Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 93

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 93
ANDVARI PRESTSDÓTTIRIN FRÁ REYKHOLTI 91 Hér á höfundurinn að sjálfsögðu við tímaskeið það, er hann bjó á Fitjum. Næstu vísu á Sigurður að hafa ort á þriðju jólum sínum á Fitjum: Áður hafði’ eg yndi’ og skjól ævi minnar lengst um ról. Nú er gleði-sortnuð-sól sextugustu og fimmtu jól. Hafi gleðisólin nokkru sinni skinið vermandi um Sigurð Helgason, eftir að hann tók sér bólfestu á Fitjum, þá hefur hún sortnað ískyggilega fljótt. Hug- renningar sínar orðar hann í eftirfarandi vísum: Hér hef ég fargað hugarkröftum, hrelling marga sinnið ber. Burt úr varga klóm og kjöftum kýs ég bjarga sjálfum mér. Illt er að vera 'i þeim hrepp eða veita búi stoð, þar ýtar hafa’ að iljalepp áttunda og fjórða boð. Þótt Fitjahlíð sé unaðsfögur og ilmur þar úr jörð heillandi í gróanda vors- ins, Skorradalsvatn sindri ljúflega þar í nánd í sumarsól og snegli töframyndir umhverfisins í fleti sínum, þá var Sigurði Fitjabónda slík náttúrufegurð einskis- virði, fyrst hamingjusólin var sortnuð. - Þessi aldni sægarpur og búhöldur er kominn þarna í algjörlega framandi umhverfi uppi í afdal, rétt eins og hann sé búinn að tapa áttunum. Og ef við athugum umhverfið nánar, komumst við brátt að raun um, að það er ekki aðeins hjónarígurinn og sundurþykkja á heim- ilinu, sem slekkur flest eða öll gleði- og vonarljós Sigurðar Fitjabónda, heldur var á þessu tímaskeiði drvkkjusvoli í grenndinni, sem hafði það sér til fagn- aðarauka í ölæðinu, að setjast að vissum mönnum, bera á þá alls konar vammir og skammir til þess að þjóna áfengispúkanum. Einkum urðu þeir fyrir barðinu á þessari kempu, sem mesta höfðu yfirburði andlega og efnalega. Sigurður Helgason fór ekki dult með það, að hann hataði áfengispúkann og taldi hann erkifjanda mannkynsins. Fyrir drykkjusvola og ruddamenni var því ef til vill freistandi að hafa tnenn með slíkum hugsunarhætti að skotspæni. Eftirfarandi visu varpaði Sig- urður Helgason eitt sinn fram til þess að láta sluma í fyllirafti. Vísan nefnist: Við drykkjumann ofurölvi. Hún birtist í Snót og er þannig:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.