Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 36

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 36
34 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI hin forna tunga Norðurlanda, óbreyttri, að kalla má, um svo margar aldir, þar sem frændþjóðir vorar hafa svo stórkostlega breytt sínum tungum. Menn hafa sagt, að orsök til þessa væri fjarlægð lands vors og viðskiptaleysi við önnur lönd. Þetta kann að vísu að vera mikilsvert atriði í málinu, en það getur ekki leyst úr því að fullu. Aðalatriðið er fólgið í bókmenntum vorum og bókmáli, sem þjóð vor hefur haldið við gegnum alla ævi sína í ritum og ræðum. Hefð- um vér ekki haft mál vort á bókum, sem lesnar hafa verið almennt um allt land af allri alþýðu manna, og það á þess konar bókum og þess konar ritum, bæði í bundinni og óbundinni ræðu, sem mega heita fyrirtak, eða svo merkileg fyrir- mynd, að menn geta jafnað þeim við beztu rit annarra þjóða í sömu grein; hefðum vér ekki, segi ég, átt mál vort á þess konar bókum, og átt þær bækur svo að segja í hvers manns hendi, þá hefði hvorki fjarlægð lands vors né við- skiptaleysi við önnur lönd megnað að varna málbreytingum hjá oss, heldur en hjá frændþjóðum vorum, þó miklu mannfleiri sé. Viðskipti vor við önnur lönd hafa verið svo löguð, sem skæðast gat orðið fyrir mál vort og þjóðerni, því vér höfum verið bundnir í samskiptum vorum um heilar aldir við náskyldar þjóð- ir, og einkum við eina einustu þjóð, sem ekki hafði neina Ijósa hugmynd um norræna menntun eða var búin að gleyma henni og hafði að öllu leyti lagt hug sinn að suðrænum skólalærdómi og suðrænum bókmenntum. Og þetta samband var því skæðara, sem hvort tveggja þjóðernið var runnið af sömu rót í fyrstu. Frændur vorir, Noregsmenn, sem þó voru miklu mannfleiri en vér, og höfðu þó nokkur rit á sínu máli, og hefði getað lengi frameftir haft þátt í bókmenntum með oss, fylgdu sama dæmi; og mér finnst auðsætt, ef að bók- mennt vor hefði ekki yfirgnæft hjá oss miklu framar en hjá hinum, þá hefðum vér lent á sama stað, eins og oft hefur mátt sjá dæmi til meðal hinna skóla- lærðu manna hjá oss.“ Þá víkur Jón að því, að ekki verði á íslandi talað um mállýzkur í líkingu við það, sem þekkist með ýmsum öðrum þjóðum, né getum vér heldur „talað um bókmál vort sem tungu hinna menntuðu manna, sem sé ólíkt alþýðumál- inu, heldur er hið hreinasta bókmál vort jafnframt hið hreinasta alþýðumál, sem vér heyrum lifa á vörum karla og kvenna, þar sem vér köllum bezt talað mál vort í sveitum. Þessi samhljóðan tungunnar er einmitt hinn ljósasti vottur um, að þjóðmál vort hjá öllum stéttum hefur sína föstu rót og reglu í bókmál- inu, svo að það eru bókmenntir vorar, sem hafa haldið tungu vorri við og geymt hana um margar aldir.“ Jón rís síðan gegn þeirri kenningu, að bókmenntum vorum eftir 1400 sé lítill gaumur gefandi, hinn sami fróðleiksandi hafi á síðari öldum sífellt verið vakandi, „stundum með meira, stundum með minna afli, og íslenzkir vísinda- menn hafa jafnan staðið á þjóðlegri rót, hvort sem þeir hafa ritað á vora tungu eður ekki. Vér getum sýnt frá sérhverri öld fleiri eða færri frumrit á vora tungu rituð, sem sum eru ágæt í sinni röð, eða að minnsta kosti sóma sér vel, hvort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.