Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 35

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 35
FINNBOGI GUÐMUNDSSON: Um varðveizlu hins forna menningararfs Orfáar athuganir1 í ritdómi, sem Jón Sigurðsson birti í tímariti sínu, Nýjum félagsritum 1860, um útgáfu þá á íslenzkum þjóðsögum, er Konrad Maurer hafði snúið á þýzku og út kom í Leipzig það ár, ræðir hann í upphafi um það einkenni íslendinga að líta öðrum þjóðum ,,meira aftur fyrir sig en fram, eins og maður, sem gengur öfugur áfram, eða sem menn segja „gengur móður sína lifandi ofan í jörðina“.“ En þó að lofsvert sé og fagurt að halda á loft minningu hinna dauðu, megi þjóðin ekki láta þar við sitja, hún megi ekki gleyma því, að for- feður vorir voru frískir og fjörugir og starfsamir og vér eigum að taka þá einnig í því efni oss til fyrirmyndar. Jóni þykir kenna hins sama í viðhorfi Islendinga annars vegar til forn- sagnanna og hins vegar yngri sagna. „Vér horfum með undrun á hinar fornu sögur, sem standa eins og fjallháar eikur, óhræranlegar og fastar, en vér virð- um lítils hinar, sem eru í kringum oss eins og smáblóm alls staðar á vegi vorum, spretta upp og vaxa með oss í æskunni, lifa undir tungurótum mæðra og fóst- urmæðra og gæti orðið að fögrum eikum og blómguðum, en hverfa fyrr, af því vér köstum þeim frá oss eins og visnuðum skarifíflum. Þær hafa aldrei komizt á skinn, þess vegna metum vér þær að engu.“ Þarna brýnir hinn raunsæi stjórnmálamaður þjóð sína, er hann hvetur hana til að hefjast handa í verklegum efnum, jafnframt því sem hann deilir á ein- sýna fornaldardýrkun hennar og bendir henni á ýmsan merkilegan andans gróð- ur, er vaxi, þegar að sé gáð, allt í kringum oss. Enginn vissi þó betur en Jón Sigurðsson, hvers virði hið órofa samband við fortíðina var, eða eins og hann lýsir því í upphafi ræðu þeirrar, er hann flutti á 50 ára afmæli Hins íslenzka bókmenntafélags 1866, þar sem hann segir: „Menn hafa oft hreift þeirri spurningu, hvað til þess komi, að vér íslend- ingar höfum einir getað haldið hinni fornu tungu vorri, sem er í öllu verulegu 1 Erindi flutt á vegum Odense-háskóla í nóvember 1981 á ráðstefnu um miðaldaarfinn og varð- veizlu hans. Erindi flutt á ráðstefnu þessari voru hirt í sérstöku riti, The Medieval Legacy, er bókaforlag háskólans gaf út nú á þessu ári (1983). 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.