Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 37

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 37
ANDVARI UM VARÐVEIZLU IIINS FORNA MENNINGARARFS 35 sem þau eru borin saman við íslenzk rit forn eða ný, eða þau eru borin saman við samtíða rit samkynja tegundar annars staðar.“ Eg mun nú í Ijósi þessara grundvallaratriða, sem ekki varð hjá komizt að rekja hér, reyna að lýsa í örfáum höfuðdráttum, hversu hinn forni menningar- arfur miðalda, sem Islendingar áttu svo drjúgan þátt í að skapa og varðveita, lifði áfram með þjóðinni, ýmist leynt eða ljóst. Þegar frændur vorir á Norðurlöndum tóku á 16. öld að hyggja að fortíð sinni og gerðu sér grein fyrir, hvern auð heimilda var að sækja í hinar fornu bókmenntir, hlutu íslendingar að vekjast upp til að miðla þeim úr þessum sjóði, þar sem þeir einir að kalla höfðu fullt vald á hinni fornu tungu. Um andlegt atgervi íslendinga á 16. öld nægir að nefna í fyrsta lagi biskup- inn og skáldið Jón Arason og það framtak hans að fá til íslands prentsmiðju um 1530, þótt þungur skriður kæmist ekki á prentverkið fyrr en með tilkomu Guðbrands biskups Þorlákssonar, er hóf 1575 hina miklu bókaútgáfu sína. Nýja testamentið hafði komið út í Hróarskeldu 1540 í íslenzkri þýðingu Odds Gottskálkssonar, en Guðbrandur prentaði biblíuna alla á íslenzku á Hólum, og kom hún út 1584. Hér fór sem í upphafi ritaldar á íslandi um 1100, að íslenzkan varð öðrum tungum efri, og málið á biblíunni og ýmsum öðrum guðsorðaritum þess tíma sýnir, á hve gömlum merg ritmálið stóð. Vegna einokunar kirkjunnar á prentverkinu leið á löngu, unz tekið var að prenta íslenzk fornrit á íslandi. Svíar og Danir urðu þar fyrri að bragði, Svíar með útgáfu Vereliusar á Gautrekssögu og Hrólfs sögu Gautrekssonar í Upp- sölum 1664, er var fyrsti sögutexti, prentaður á frummálinu, og Danir með út- gáfu Resens á Snorra-Eddu 1665. Sr. Magnús Ólafsson í Laufási hafði búið texta hennar til prentunar, og hefur þessi útgáfa síðan gengið undir nafninu Laufás-Edda. Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti hugðist beita sér fyrir prentun forn- sagna á íslandi. Rök hans voru þau, að fornsagnahandrit væru fá, sum þeirra illa farin og þeim því hætt, auk þess sem þessar bókmenntir væru svo merki- legar, að maklegt væri, að þær yrðu sem víðast kunnar og ykju þannig hróður þeirrar þjóðar, er þær hefði ritað. Tillögur Brynjólfs fengu ekki hljómgrunn, og ýtti það undir, að hann sendi úr landi fyrir áeggjan konungs slík höfuðhandrit sem Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók. Brottflutningur handrita af íslandi til Svíþjóðar og Danmerkur jókst nú hröðum skrefum, og því merkilegra var það framtak Þórðar biskups Þorláks- sonar í Skálholti að fela Einari Eyjólfssyni að leita eftir pappírshandritum nokkurra fornrita og búa þau til prentunar. Þannig voru prentuð á einu ári, 1688, í Skálholti slík rit sem íslendingabók (Schedae) Ara fróða, Kristni saga og Landnámabók, ennfremur Grænlands saga Arngríms lærða, er Einar Eyjólfs- son hafði þýtt úr latínu. Þá var loks Ólafs saga Tryggvasonar prentuð í Skál-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.