Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 50

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 50
48 HERMANN PÁLSSON ANDVARI mann til að skreyta söguna með þessum vísum og raunar ýmsum öðrum, þ. e. a. s. ef hann orti þær ekki sjálfur. En skemmtilegt væri til þess að vita, ef sögumaður og kvæðamaður hafa skipt þannig með sér verkum; á svipaða lund var stundum verkaskipting með þeim, sem gerðu handrit: annar skrifaði meg- inmálið, og hinn lýsti bókina með myndum og öðru skrauti. Skáldið sem orti vísuna1 í orðastað Kára mun hafa þekkt ljóðlínur annars manns, sem varð að þola enn þyngri harma. Eftir Flugumýrarbrennu (22. október 1253) kveður Gizur Þorvaldsson vísu, þar sem hann tínir harmsakir sínar: „Enn man ég böl það, er kona mín og þrír synir brunnu inni. Skaði minn kennir mér minni. Maður (þ. e. Gizur) verður aldrei með hýrri há, nema hefndir verði, enda lifir hann við sútir.2 Vikið er að harmi Gizurar í tveim öðrum vísum frá 13. öld. Þegar þeir Gizur og menn hans höfðu fellt sjö brennumanna (á Pálsmessu 1254, þrem mánuðum eftir brennuna), kveður einn af fylgdarmönnum hans á þá lund, að nú hafi Gizur goldið vígreifum hermönnum minning skaða sinna. Og í draumvísum Jóreiðar í Miðjumdal bregður fyrir þessum ljóðlínum, í vísu sem Guðrún Gjúkadóttir kveður um Gizur Þorvaldsson: Minnir milding morgun sáran, þar sem verið er að rifja upp þann helkalda haustmorgun, sem brenndi sig inn í vitund hans. Eins og Gizur í tregrófi sínu þá beitir Njáluskáldið sögninni að muna í 1 Þar sem vísan er Jítt að smekk nútímamanna og auk þess torskilin, fer Iiún hér á eftir með skýringum: Kemr-at, Ullr, um alla, álmsíma, mér grímu, beðhlíðar man ek beiði bauga, svefn á augu, síz brandviðir brenndu böðvar nausts á hausti, ek em at mínu meini minnigr, Níal inni. 2 Vísan hljóðar svo: Enn man’k böl þat’s brunnu bauga Hlín ok mínir, skaði kennir mér minni minn, þrír synir inni. Glaðr mun-at Göndlar röðla gnýskerðandi verða, brjótr lifir sjá við sútir sverðs, nema hefndir verði. kemr-at: kemur ekki; gríma: nótt álmsíma Ullr: mannkenning (ávarp) bauga beðhlíSar beiSir: mannkenning böSvar nausts brandviSir: hermenn bauga Hlín: kvenkenning Göndlar röSla gný-skerSandi: hermaður mun-at: mun ekki sjá: þessi sverSs brjótr: bardagamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.