Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 23

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 23
ANDVARI KRISTJÁN ELDJÁRN 21 að því marki, að licr maetti blómgast nútímaþjóðfélag með efnalegri og and- legri vólmegun. Velviljaður umheimur og rás heimsviðburða eiga hér sinn lilut að máli, en þó er það fyrst og fremst nýting landkostanna, sem vér eigum það að þakka, sem vér nii höfum. Landið er að vísu norðlægt og nokkuð harðskiptið á stundum, en það hefur ekki brugðizt þjóðinni. Það heyrist raunar ekki sjaldan, að vér séum vanþróuð þjóð og ísland sé í raun- inni eins konar verstöð, eins og forðum var sagt með lítilli virðingu. Slrk ummæli krefjast þó nánari s'kilgreiningar til þess að mark sé á þeim takandi. Þótt eitthvað megi út á setja og rnargt kunni að vera hér hálfkarað, er full ástæða til að gleðjast yfir yfir því, að vér búurn nú við nútíma þjóðfélag á Islandi, þrátt 'fyrir efunarorð ókunnugra um möguleika landsins og getu smárrar þjóðar. Hítt er þó enn sem fyrri sjálfsagt, að vér verðum að halda vöku vorri og stefna vitandi vits að heillaríkri sambúð lands og þjóðar. Trúin á hvort tveggja má engan hnekki bíða. Við þessi áramót eru efst í huga margra þeir miklu efnahagserfiðleikar, sem þjóðin á nú við að stríða. Vegna þeirra horfa nú margir fram á komandi ár með kvíða. Allir vona þó, að úr rætist sem fyrst, og hvað sem öllu líður, er nú um ekkert að gera nema snúast við vandanum af alefli og treysta giftu og manndómi þjóðarinnar til að sigrast á honum. Og þrengingarnar hvetja til lærdóma, að þessu sinni meðal annars þeirra, að leita þurfi ráða til að treysta betur undirstöður ís- lenzkra atvinnuvega. Vér höfum notað tæknina til að hagnýta hinar gömlu lífsuppsprettur þjóðarinnar, frjómoldina og ekki sízt fiákimiðin. Það mun- um vér enn gera á ókomnum tímum og með vaxandi gát og gjörhygli og frá nýjum sjónarmiðum. Víst er, að landið og sjórinn kringum það búa yfir möguleikum, sem enn eru lítt notaðir og alls ekki að fullu kannaðir. Jónas Hallgrímsson kallaði landið farsælda frón, og var það mjög mælt, ekki sízt á hans tíð, en hann sagði einnig í öðru kvæði, að vísindin vefja lýð og láð farsældum, notar sarna orðíð aftur. Þetta var skáldsýn, þegar kveðið var, en nú raunveruleiki. Með þekkingu, vísindum, mun verða efld fjöl- hreytni í atvinnuháttum á landi hér. Margt hefur verið gert í þessa átt eða er í uppsiglingu. Hn víst er, að betur má, ef duga skal. Rannsóknarstarf- semi verður að auka til muna, bæði grundvallarrannsóknir á náttúru lands og 'hafs og hagnýtar rannsóknir í kjölfar þeirra og samhliða þeirn. Því má staðfastlega trúa, að með skynsamlegri hagnýtingu þeirrar þekkingar, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.