Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 61

Andvari - 01.01.1983, Blaðsíða 61
ANDVARI ,AÐUR MANSTU UNNI HG MEY' 59 erindi. Hann er að yrkja þann hluta kvæðisins 13. apríl 1848 og er að fram á nótt.32 Kvæði þau, sem Gísli orti á þessum árum, eru mörg í anda Byrons, eins og Richard Beck benti á í Skírnisgrein 1939,33 þar sem hann ber saman kvæði Byrons Childe Harold’s Pilgrimage og Farald og dregur fram hliðstæðurnar. I formála fyrir kvæðinu, sem prentaður er í Ljóðmælum Gísla Brynjúlfssonar, segir Gísli samt, að Faraldur sé ekki eftirstæling ,,af nokkuru sérstöku kvæði eftir Byron“. Hins vegar telur hann sér til gildis fremur en ógildis ,,að láta menn á íslandi fá nokkuð veður af þessum skáldskap“ .34 Gísli hitti svo sannar- lega í mark, því að þessi tvö kvæði hans voru lærð og sungin á Islandi næstu áratugina og allt fram á þessa öld. Á vordögum 1847 bjóst Gísli Brynjúlfsson til íslandsferðar með skipinu Hercules og var ekki nema 12 daga á siglingu til hafnar í Reykjavík. Hinn 27. júní skrifar Gísli Brynjólfi Snorrasyni og er þá í Laugarnesi og greinir honum frá hvað til hafi borið þar á bæ með þessum orðum: „Þegar eg kom inn að Laugarnesi, stóð ei á löngu, áður en allt var um garð gengið, og skal eg þegar við finnumst segja þér greinilega frá öllu, nú má þér vera nóg að vita, að eg er laus allra mála og að margt illt er um mig talað í Reykjavík, og hef eg af því gaman mikið. Við móðir mín erum enn í Laugarnesi í góðu yfirlæti og erum nú að búa okkur til norðurferðar; eg býst við, að séra Halldór í Glaumbæ komi í kvöld, og atla eg að reyna að fá hesta hjá honum norður í Skagafjörð. Móðir mín siglir með mér í haust af Akureyri, og sendir hún því ýmislegt góz með Hercules, sem fer á stað eftir 8 daga og bið eg þig nú hér með að veita því móttöku og geyma það af því, sem þú getur þar til við komum. . ,“33 Helgi biskup Thordersen skrifaði einnig Brynjólfi Snorrasyni 20. ágúst og víkur þar að meyjarmálum Gísla og segir: „Um G[íslaj Brynjfúlfsson] er það fram komið, sem mig grunaði - eg gat ei annað en hugsað sona; fyrst G[ísla] gekk sona illa, jafnvel gáfuðum, þá hefir hann ei hirt um að þóknast vissu fólki; og það skeytingarleysi gat ei komið nema af kærleiksleysi. - Svo hefur reynzt, með léttlyndi, gleði og hjartans fögnuði kvaddi hann hér alveg. - Móðir hans ætlar sér að sigla með hönum, þau fóru héðan bæði undireins, ekki af því hún þyrfti að fara, heldur af því hún vildi.3G Bréf Gísla ber það með sér, að hann fagnar frelsinu. Hann lýsir för sinni austur yfir Hellisheiði ásamt séra Guðmundi Bjarnasyni: „Þá vorum við dá- lítið við skál, og fagurt var þá að lita úr Kömbum yfir Olfusið með hverareykj- unum og grænum hlíðum, Flóann og sléttlendið með rennandi ám, Rangár- vellina og loksins andspænis: Hekla, Tindafjöll, Eyjafjallajökull og Vest- mann[a]eyjar til að hvíla augað á, og það get eg sagt þér, að „sælla vart er eitt að öllu“ en drukkinn í góðu veðri með öðrum manni að ríða ofan af fjalli og horfa yfir Iandið fyrir neðan sig með öðrum manni, þá finnst manni maður vera konungur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.