Menntamál


Menntamál - 01.04.1962, Page 57

Menntamál - 01.04.1962, Page 57
MENNTAMÁL 47 Þegar reyna skal nothæfni prófs af þessu tagi, er það augljós ávinningur að geta prófað með því hóp manna, sem áður hefur verið prófaður með öðru hæfileikaprófi, sem reynsla er fengin af. Með því fást mikilvægar upp- lýsingar um hið nýja próf og auk þess samanburður á hinum tveim aðferðum. Má af honum draga almennar ályktanir um öryggi slíkra prófana. Nú vill svo til, að fjöldi íslenzkra barna og unglinga hefur verið greindarprófaður fyrir nokkrum árum, þegar dr. Matthías Jónasson og samverkamenn hans stöðluðu próf fyrir íslenzk börn. Ákveðið var að fá til tílraunar unglinga, sem áður höfðu verið prófaðir með aðferð dr. Matthíasar, og voru valdir í þessu skyni þeir, sem þá höfðu verið athugaðir 6 og 7 ára, en nú voru þeir 16— 17 ára. Árið 1959—1960 voru prófaðir nær því 100 þess- ara unglinga. Meðaltími milli hinna tveggja prófana var 9 ár og 9 mánuðir. Við hina tölufræðilegu úrvinnslu og samanburð prófanna voru notaðar niðurstöður af prófun 80 einstaklinga, 40 pilta og 40 stúlkna, kalla ég þetta framvegis tilraunarhópinn. Hópur þessi var þannig valinn, að meðalgreindarvísi- tala hans við fyrri prófun væri sem næst 100 og dreif- ing sem næst normaldreifingu. Tókst að fá hóp, sem upp- fyllti þessi skilyrði það vel, að meðaltal greindarvísitölu var 100,09 og dreifitala 15,0. Hér skal eigi lýst þeim tölufræðilegu athugunum og samanburði, sem hafði að markmiði að kanna nothæfni einstakra atriða og þátta prófsins, heldur aðeins þeim samanburði, sem gerður var á heildarniðurstöðum hinna tveggja prófana, en hann gefur vissa hugmynd um stöð- ugleika greindarvísitölunnar og það, hversu treysta má prófum af þessu tagi. Þyngd prófs Weehslers reyndist nálega hin sama og prófs dr. Matthíasar. Eftirfarandi tafla sýnir þetta ljós- lega:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.