Menntamál


Menntamál - 01.04.1962, Síða 66

Menntamál - 01.04.1962, Síða 66
56 MENNTAMÁL Uppeldi er ekki fólgið í velmeintu masi um bróðurhug og kærleika til náungans. Ekki skulu bornar brigður á það, að rétt orð í tíma talað getur miklu til vegar komið. En tilfinning fyrir drengilegum leik, samstarfshæfni, kærleikur, allt þetta þroskast við örvandi, persónuleg kynni og samstarf, látlausa þjálfun, sjálfsgagnrýni og sjálfstjórn. Með vel skipulögðu skólastarfi getum við veitt það uppeldi, sem á vissan hátt bætir mjög uppeldi heimil- anna. Til þessa hefur verið unnið á móti samstarfi og kynn- um nemenda í skólanum. Eins manns skólaborð hafa ver- ið í tízku, ekki til þess, að auðvelt væri að raða þeim saman við flokkavinnu nemenda, heldur til þess að geta staðsett þau þannig, að auðvelt væri að koma í veg fyrir samstarf og kynni nemenda. Hvers vegna er skólinn eins og hann er? Ástæðurnar til þess eru margar. Við höfum erft skólafyrirkomulagið frá forfeðrum okkar. Það hæfði annarri öld en þeirri, sem við lifum á. Nemendahóparnir voru stórir, — og víð- ast hvar eru þeir enn allt of stórir. Og þegar nemenda- fjöldi í hverjum bekk er mikill, verður hernaðarlegt fyrir- komulag nauðsynlegt. Nemendurnir verða allir að vinna sama verkefnið hverju sinni, til þess að kennarinn geti ráðið við hlutverk sitt. Hann getur verið neyddur til að beita ,,bekkjarkennslu“ í ríkara mæli en hann hefði vilj- að. Við erum íhaldssöm, þegar um er að ræða uppeldi og kennslu, og við höfum því sem uppalendur tilhneig- ingu til að beita sömu aðferðum og fyrirrennarar okkar notuðu. Það er einnig fleira, sem hér grípur inn í. Á kennara- móti nokkru bar öllum saman um, að auðveldast væri að kynnast nemendunum í útilegum, skólaferðum og á skóla- hátíðum. Þessir fágætu viðburðir veita meiri kynni, gefa gleggri upplýsingar um sérkenni og persónuleika nemend- anna heldur en hinar daglegu samvistir í skólastofunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.