Menntamál


Menntamál - 01.04.1962, Side 76

Menntamál - 01.04.1962, Side 76
66 MENNTAMÁL þriðji ógjarna tekinn. En fari svo, verður hann venju- lega aðeins „þriðja hjólið undir vagninum“. Börn, einkum telpur, eru mjög óánægð með það, ef aðrir leita vináttu við þann, sem þau standa í nánum vináttutengslum við, og reyna að stjaka við þeim, sem sækja á. Undir slík- um kringumstæðum mun hin innri spenna tæpast bæta vinnuafköstin. Algengast mun vera, að þriggja félaga flokkar starfi saman, án þess að um sterk huglæg tengsl sé að ræða. (Þótt vinátta sé ekki náin, er samvinna góð.) Af þessum ástæðum myndast engin samkeppni. Vegna þess að hin hugrænu tengsl félaganna eru ekki mjög sterk, sjá þeir störf hver annars á hlutlægari hátt, og það hefur ekki litla kosti fyrir störf og afköst flokksins. Þegar unnið hefur verið í flokkum um skeið og tengsl- in milli hinna ólíku hópa verða nánari, ber minna á þeirri gagnrýni, sem gætir í tveggja félaga vináttuhópi í afstöðu þeirra til hinna. Hvort sem um er að ræða tveggja eða þriggja félaga starfshópa, eru þeir yfirleitt ágætir, enda langalgengastir. (E. Köhler: Aktivitetspe- dagogik, bls. 210—212.) Rannsóknir uppeldisfræðinga í ýmsum löndum styðja þessa skoðun. Af því, sem hér hefur verið sagt, má ekki draga þá ályktun, að ætlazt sé til, að nemendurnir myndi slíka flokka. Það er ástæðulaust, þar sem mestur hluti starfs- hópanna verður alltaf með þeim félagafjölda, sem æski- legast er.1 Og auk þess er reyndin sú, að stóru flokkarnir leysast upp í smáhópa með tveimur til þremur félögum, þegar tekið er til starfa. Það, sem kennarinn þarf að gera, er aðeins það, að gefa nemendunum frelsi til að flokka sig, og fylgjast siðan með framförunum. Auk þess getur hann þurft, eins og vikið er að hér að framan, að hjálpa vissum nemendum til þess að ná æskilegum samböndum. 1) Köhler, Koskenniemi: 78—85% starfshópa ineð 1—3 félaga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.