Menntamál


Menntamál - 01.04.1962, Síða 81

Menntamál - 01.04.1962, Síða 81
MENNTAMÁL 71 eina kennslustund við viss verkefni, og að þeir fái að gera það með frjálsum hætti. Sé það kennarinn, sem tendrar neistann, velur hann auðvitað létt verkefni, sem nemendurnir geta unnið að sjálfir og ekki valda þeim neinum sérstökum erfiðleik- um. Þeir geta t. d. haldið áfram með eitthvert verk, sem þeir hafa áður unnið að. í þriðja bekk, þar sem kennt er um steinöldina, geta þeir fengið að móta vopn og verkfæri, bústaði, báta (eintrjáninga) o. fl. í efri bekkj- um er hægt að bjóða þeim lesbækur og hentugt auka- lesefni, sem hefur að geyma nánari upplýsingar um það, sem kennarinn hefur nýlega talað um og vakið hefur hjá þeim áhuga. Það geta verið æviágrip þekktra, sögulegra persóna, nánari skilgreining á merkum viðburðum, frá- sagnir af dýrum, ferðasögur, lýsingar af löndum og þjóð- um, eða þá eitthvað annað, sem vekur áhuga nemend- anna, svo að þeir verði ákafir í að fá að byrja að starfa. Það, sem kennarinn stefnir að, er að æfa nemendurna í sjálfstjórn. Allt, sem þarf til þess að starfið geti hafizt, er að finna í skólastofunni í byrjun kennslustundarinn- ar: Leir, pappír og pappi (ýmsar tegundir), bækur, kort, myndir, ýmis tæki o. fl. Kennarinn tilkynnir, að hann sé önnum kafinn við annað starf, og að nemedurnir verði að sjá um sig sjálf- ir. Það er kannske rétt að benda á, að þannig fer ekki fram hið skipulagða, verklega flokkastarf, en það getur verið hentugt að byrja þannig af ástæðum, sem við skul- um strax gera grein fyrir. Við snúum þá aftur að kennslustofunni. Kennarinn sezt niður afsíðis, þar sem hann getur fylgzt vel með öllu og skrifað hjá sér það, sem gerist. Sennilega þjóta allir af stað samtímis, til þess að ná í eins mikið og unnt er af því, sem hugurinn helzt girn- ist. Það verður þröng á þingi, já, kannske hrindingar, hróp og köll. Ástandið er óþægilegt. Ef nemendurnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.