Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1960, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.01.1960, Blaðsíða 42
BO EIMREIÐIN degi til dags, ekki einungis frá morgni til kvölds, á svipstundu get' ur hann ummyndazt eins og — eins og furðuvera, sem gædd sé und- ursamlegum töframætti. Á góunni í vetur liðu svo dagar og vikur, að ásýnd hans birtist ekki. Mér fannst allt tómlegra og fátæklegra en ella, finnst það ávallt, þegar langt líður, án þess að ég sjái hann, — hef þá enga freistni til að setjast við vesturgluggann í stofunni og beina augun- um að skarði því í húsaröðinni, sem ég hef skírt Goðaskarð. Lengi vel hugaði ég daglega að honum, oft á dag — stundum, en loks var ég hættur því, var orðinn hálfmóðgaður við náttúruna, þrátt fyrir mikla veðurblíðu. Eitt kvöldið var sólsetrið óvenjulega fagurt og einkennilegt, en það gat varla heitið, að ég fengi notið farfagald- urs sólarinnar, því að hvergi varð Jökullinn séður. En svo var það sunnudagsmorgun, að ég stóð upp frá skrifborð- inu, þegar birti, og gekk inn í stofu, fór út að austurglugganum og sá, að boghvelfing austurloftsins var svarblá. Ég færði mig að glugga, sem veit mót norðri, og loftið yfir Esju og Akrafjalli var fagurblátt. Og sko, það var tekið að grænka undir hlið hússins, sem við mér vissi. Það heiddi í hug mínum, ég fann ólga í mér þá gróðrargleði, sem stundum tryllti mig til ærsla, meðan ég var ungur. Og svo fór ég að raula þessa vísu Steingríms: „/ sumardýrð á himni háum með hatt og skó ur sólargljá hver dagur nú á buxum bláum og blárri treyju gengur hjá." Og nú var ég kominn í það skap, að ég kunni mér geð til að flytja mig að glugganum á vesturhliðinni. Og loksins, — þama bar hann við hafsbrún, drifhvítan, og það var sem frá honum geislaði tærum friði. Og tær var hann og hreinn, sá fögnuður, sem um mig streymdi. Ég sat lengi hljóður. En allt í einu sá ég fyrir mér ásýnd Steingríms og minntist kvöldsins á Stapa. Ég stóð á fætur og gekk fram í skrifstofuna, þar beið mín starf, sem á lá, sem ég hafði vakn- að til að vinna þennan sunnudagsmorgun. En það var gleymt- Ég gekk að bókaskápnum og tók mér í hönd nýjustu útgáfuna af ljóðum skáldsins frá Amarstapa, virti fyrir mér mynd hans, blað- aði, las hér og þar í ljóðunum — og loks meirihlutann af hinni fögru lýsingu sonar skáldsins á föður sínum og móður. Ég staldraði við þessi ummæli, las þau síðan á ný:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.