Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1960, Blaðsíða 108

Eimreiðin - 01.01.1960, Blaðsíða 108
96 EIMREIÐIN I bókarlok eru nokkrar prósa þýð- ingar á bundnum ljóðum, sem höf- undurinn leggur í munn söguhetju sinni, Sivago lækni. Sigurður A. Magnússon hefur þýtt þau á íslenzku, en um þá þýðingu er ég ekki fær um að dæma. Þ- J- GYLDENDALS OPSLAGSBOK, 5 bindi. Kaupmannahöfn 1958—1960. Um alllangt skeið hafa alfræðiorða- bækur, sem svo eru nefndar, verið út gefnar meðal flestra menningarþjóða, og þykja ómissandi hjálpargögn við hvers konar fróðleikssöfnun, og enda hlotið hylli margra þeirra cr notið geta fróðleiks og skemmtunar undir- -eins í lestri sínum. Ekki höfum við íslendingar eignast slikar útgáfur á okkar tungu, sem er raunar eðlilegt, því þessháttar útgáfur verða óhjákvæmilega mjög kostnaðar- samar og kaupendafjöldi þvi næsta takmarkaður í jafnmiklu fámenni. Þó var fyrir nokkrum árum ráðin útgáfa þessháttar ritverks hér á landi og lagt í mikinn kostnað við undirbúning þess, en því mun liafa verið hætt á byrjunarstigi. Frændþjóðir okkar á Norðurlönd- um hafa gefið út margar slíkar út- gáfur, en rnjög er misjafnlega til þeirra vandað að efni og heimildum. Eru þær útgáfur meira og minna kunnar íslenzkum lesendunt. Eitt hið nýjasta verk þessarar teg- -undar, er Gyldendals opslagsbog, sem hafin var útgáfa á árið 1958 og mun henni ljúka á þessu ári. Útgefandi er hið merka og gamalkunna Gyldendals bókaforlag í Kaupmannahöfn. Útgáfa þessi verður 5. bindi. Fyrsta bindið kom út 1958, annað og þriðja bindi komu út 1959, fjórða bindið er nú nýlega út komið og síðasta bindið er væntanlegt í haust. Hvert þeirra fjög' urra binda, sem út eru kontin, er uffl sexhundruð blaðsíður að lesmáli, auk fjölda mynda. Efnið er fjölbreytt, svo sem venja er til, eða um „allt mill* himins og jarðar“, eins og stundum er sagt, — allt upp í Sputnika og Könn- uði á sporbaugum sínum, niður í hin- ar jarðbundnu sporbrautir skíða-sput- nikanna í Squaw-Walley. Ýmis konar fróðleikur er þar um íslenzk efni °g virðist yfirleitt unnið af samvizku- semi. í bæklingi, sem út liefur verið gef' inn til kynningar verkinu, er skýrt frá, að í því séu 500 lieilsíðumyndir af merkum stöðum og atburðum, 1000 litmyndir í sex litum, af dýrurn, plönt- um o. fl., 250 heilsíðumyndir í litum af listaverkum o. þ. h. og 250 litprent- uð landabréf, en alls séu tíu þúsund myndir í verkinu. — Pappír er einn sa bezti er sézt hefur í hliðstæðum bók- um, band mjög útlitsgott og sýnist vandað, en það er af tveimur gerðum- — Verð verksins virðist rnjög lióflegt og að sjálfsögðu langt fyrir neðan ís' lenzkt bókaverð. Samkvæmt upplýsing" um lrá Bókabúð Norðra, sem hefur söluumboð fyrir þetta verk, er verð alls verksins í dýrara bandinu og gylltu sniði 1700 krónur gegn staðgreiðslUi en 2140 krónur gegn afborgunum, en um það bil 300 krónum lægra í ódýf' ara bandinu. Þó munu nýjustu við- reisnaraðgerðir liafa valdið nokkurri breytingu til hækkunar. Með þessum fáu línum vildi eg benda á þetta fróðlega, útlitsgóða °S ódýra ritverk er hefur inni að hald;l margskonar fróðleik fornan og nýjaI1’ sem handhægt er að grípa til, auðvelt að skilja og er jöfnum höndum til skemmtunar og nytsemdar, þeim sem hann er handbær og tiltækur. 7. /•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.