Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 12

Nýtt og gamalt - 01.01.1914, Page 12
10 frumgróðinn. Því næst þeir, sem hinum Smurða tilheyra við komu hans“. (I. Kor. 15 22. 23).—Trúað gæti jeg því, að unglingar hjeldu, að hjer væri um 2 að ræða, eða að Kristur og hinn Smurði væru ekki sama persónan. — Þannig mætti nefna fjölda margar málsgreinar, þar sem jeg býst við, að þorri manna kunni miklu betur við, að nefna nafn Krists, eins og áður hefur verið gert, heldur en segja t. d. „blóð hins Smurða“ (Efes. 2, 13), „hinn órannsakanlega ríkdóm hins Smurða" (Efes. 3,8), „kærleika hins Smurða" (Efes. 3, 18) o. s. frv. Satt er það, að þetta er engin efnisbreyting, nafnið Messias eða Kristur er hjer rjett þýtt, en biblían færi að verða nokkuð einkennileg, ef t. d. hvert mannsnafn i biblíunni væri þýtt á íslensku. Jeg býst við, að þýðendurnir muni svara,, að hjer sje alt öðru máli að gegna en um mannanöfn alment, því að í frum- málinu eða grískunni sje ákveðni greinirinn stundum með orðinu Kristos en stundum ekki og því hafi t. d. Westcott og Hort í endurskoðaðri útgáfu sinni af nýjatestamentinu á grísku skrifað kristos með litlum staf alstaðar þar sem ákveðni grein- irinn fari á undan. En þessi siðasta íslenska þýðing, segja þýðendurnir, — Haraldur Ní-

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.