Skagfirðingabók - 01.01.1975, Síða 72

Skagfirðingabók - 01.01.1975, Síða 72
SKAGFIRÐINGABÓK tókst það. Farangri mínum var komið fyrir og svo bílstjóranum og mér sömuleiðis, og þar eð tíminn var svo naumur fyrir mig, byrjaði ég strax næsta dag að safna skordýrum í nágrenninu á meðan ég beið þess, að prestur kæmi heím aftur og ég gæti feng- ið flutning fram að Bjarnastaðahlíð. En allt fór þetta á annan veg. Séra Tryggvi kom heim og talaði dönsku við mig — frúrnar höfðu vantreyst sér til þess — og gerði mér skiljanlegt, að fólkið í Bjarnastaðahlíð gæti ekki við mér tekið, en velkomið var mér að dvelja á Mælifelli. Feginn tók ég boðinu, og aldrei hef ég séð eftir því, að örlögin höguðu þessu svo. Brátt komst ég að raun um, að ekki var eintómt kvenfólk á Mælifelli. Strákur var þar, fóstursonur þeirra séra Tryggva, Krist- mundur Bjarnason, bónda á Grímsstöðum í Svartárdal. Þegar tími gafst til, fór hann að hjálpa mér við söfnunarstarfið og fylgdi mér, þegar þurfti, á hestum og byrjaði einnig að kenna mér orð og orð í íslenzku. — „Eg skil ekki, hvernig þið talið saman“, sagði séra Tryggvi, og víst hefur verið skrýtið að hlusta á okkur tala eins konar pidgin-íslenzku. „Orðavalið er frumlegur óskapnaður“, skrifaði ég í dagbók mína. En hvað um það, við gátum ræðzt við, og ári síðar var ég svo vel á veg kominn, að ég gat spjallað við alla í sveitinni. Eg var orðinn sveitamaður; það var mergurinn málsins. „Mig langar óskaplega heim“, skrifaði ég eftir viku; „mér líður afskap- lega vel, og mig langar að koma hingað aftur“, skrifaði ég eftir þrjár vikur. Og það átti fyrir mér að liggja: árið 1933 var ég þar í þrjá mánuði og árið 1937 í fimm mánuði. Eg starfaði þar sem vísindamaður, en ég varð einnig skagfirzkur sveitamaður, og mig langar til að segja svolítið frá því, hvernig mér féll þessi tvíleikur og hvernig hann tókst mér. Vísindalega byrjaði ég á því að kynna mér landslagið um- hverfis Mælifell. Þar var allt, sem ég óskaði mér: stórt tún, sem hefur nú verið skipt í tvennt. Hinn jarðarhlutinn heitir Reiðholt, og þar var mér fagnað í sumar sem glötuðum syni af Vilhjálmi Öskarssyni bónda, sem fyrir 40 árum var vinnumaður á Nautabúi og meira að segja eini maðurinn, sem ég hitti og kannaðist við 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.