Skagfirðingabók - 01.01.1975, Page 80

Skagfirðingabók - 01.01.1975, Page 80
SKAGFIRÐINGABÓK pallur með lítilli skonsu. Þar sváfum við Kristmundur, en Guð- mundur í hesthúsinu og hestarnir í réttinni. I „herberginu“ var jafnvel hilla og á henni prímus og pottur. Seinna svaf ég oft í mörgum sæluhúsum (gangnakofum), sem voru betri eða verri en þessi, en alltaf hefur mér fundizt vissara að gægjast inn í þessa kofa, hvort sem veðrið hefur nú verið sólskinsbjart eða hríð og kuldi. Yið riðum að Orravatni um kvöldið og að Reyðarvatni næsta dag. Varla er hægt að finna jafnólík vötn svo nálægt hvort öðru. Orravatn er grunnt og óhreint með gróður fram á bakka, Reyðar- vatn tært og djúpt, gróðurlaus stórgrýtisbakki í kring. Dýralíf þarna er líka mjög ólíkt, sem er önnur saga, en í þessari ferð sá ég fyrst, hvað dýralífið getur verið margvíslegt, einnig á öræfunum. A veggjum Rústakofa var jafnvel hunangsflugnabú. Vistin í Rústakofa var svo skemmtileg og svæðið þar í kring, að mig langaði til að vera þar nokkra daga í viðbót. En þó ég þyrfti ekki að borga nema þrettán krónur á dag í ferðakostnað, hafði ég ekki efni á lengri dvöl þar. Við héldum því heim á leið. Hjá Þor- ljótsstöðum urðum við að teyma hestana niður brekkuna. Eftir nótt í Litluhlíð héldum við svo út að Mælifelli. Árið 1937 voru fyrirætlanir mínar allt aðrar en árið á undan, þegar ég var við söfnun hér og þar um allt héraðið. Nú ætlaði ég að athuga dýralíf í hverum og laugum, komast að raun um, hvaða dýr væri þar að finna og kynnast lífsháttum þeirra. Eg var því kominn í aprílbyrjun að Mælifelli og fór ekki heim til Danmerk- ur fyrr en í byrjun ágúst. Rannsóknir og tilraunir bundu mig nokkuð heima við, svo að lítið varð um löng ferðalög. Þó langar mig til að segja dálítið frá lengstu ferð minni þetta sumar. Þegar hér er komið sögunni, hafði ég ferðazt nokkuð mikið um hálendi landsins, verið á Kili, í Kerlingarfjöllum og Þjórsárverum (1934), en þá hafði ég alltaf farið fjallaleiðir sunnanlands. Nú langaði mig til að fara Kjöl alla leið frá Mælifelli suður að Geysi og sömu leið heim. Og úr þessu varð um miðjan júlí þetta ár. 78
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.