Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 83

Morgunblaðið - 14.12.1986, Page 83
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 Úr skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. Morgunblaðið/JG Akranes: Raðsmíðaskip senn afhent NÚEER senn að líða að því að hið nýja skip sem hefur verið i smíðum hjá Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi verði fullbúið. Skipið er eitt hinna svokölluðu raðsmíðaskipa sem hafa verið að veltast í kerfinu á undanförnum árum. Það er fyrirtækið Ljósavík hf. í Þorlákshöfn sem keypt hefur skipið og mun það verða gert út á rækju- veiðar enda hefur það búnað að fullkomnustu gerð til slíkra veiða. IV i Skipið var tekið úr húsi nú fyrir skömmu og er unnið að lokafrá- gangi. Það mun verða sjósett um miðjan janúar og áætlað er að skip- ið verði afhent eigendum í febrúar. Þetta er raðsmíðaverkefni nr. 2 hjá Þorgeir & Ellert hf. Fyrra skip- ið, Hafnarey SU, var afhent í byijun árs 1983. Þetta skip er að því leyti breytt frá fyrra skipinu að það hef- ur verið lengt um 6,4 metra og er eins og fyrr sagði sérstaklega út- búið til rækjuveiða. JG MEÐ EINU SÍMTAU er hægt að breyta innheimtuað- ferdinni. Eftir argjötdin sku viðkomandi greiðslukortareikn- ing manaöarlega. mwa EBil SIMINNER 691140 691141 Síðasta bók Agöthu Christie á íslensku BÓKAÚTGÁFAN Breiðablik hefur sent frá sér bókina Þriðja stúlkan eftir Agöthu Christie. Þriðja stúlkan er síðasta verk Agöthu Christie og kemur nú út í fyrsta sinn á íslensku i þýðingu Elísar Mar rithöfundar. Um innihald bókarinnar segir í frétt frá forlaginu: „Ung stúlka, grunuð um morð, leitar til leynilögreglumannsins Hercule Poirot. Hún missir kjarkinn í miðju sam- tali og rýkur út. Poirot ákveður að komast til botns í máli hennar, heimsækir Rest- aricks 'fólkið og kemst að raun um að þar er ekki allt með felldu. Hvert er leyndar- mál blóðuga Qaðurhnífsins? Eitraði Norma fyrir stjúpu sína, eða var hún aðeins leik- soppur annarra? Eitt er víst — það var morð í uppsiglingu — eða var það kannski þegar að baki?“ Himvr Bergið kiifið. Minn- ingar veiðimannsins Hlöðvers Johnsens. Úteyjalíf náttúrubams og náttúruskoðara, sjó- mennska með Binna í Gröf, Vestmannaeyja- gos. Einnig fróðleiks- brunnur um horfna þjóðhætti Eyjamanna. SÓLARGEISLI í SKAMMDEGIIMU Kúbanska hljómsveitin SIERRA MAESTRA heldur tvenna tónleika á Borginni á mánudag og miðvikudag. Ljúf og seiöandi salsa-sveifla beint úr Karíbahafinu. Viðburður í tónlistarlífinu: Fyrsta heimsókn kúbanskra tónlistarmanna til íslands. Rúmbutakturinn hristir úr ykkur vetrardrungann og liðkar mjaðmaliðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.