Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
Sinna
Eg verð að segja alveg eins og
er að mér finnst lenging inn-
lendu dagskrárinnar hjá ríkissjón-
varpinu hafa orðið í skjóli málskrafs.
Tökum sem dæmi menningarþáttinn
Geisla. Ég fæ ekki betur séð en sá
þáttur sé hægt og bítandi að breyt-
ast í einskonar saumaklúbb þar sem
stjómendumir sitja á notalegum stól-
um og spyrja fulltrúa hinna ýmsu
listgreina um blessaða listina lon og
don. Á svofelldum orðum hófst
þriðjudagsgrein mín og vona ég að
menn hafí ekki skilið mál mitt þann-
ig að ég sé alfarið á móti rabbþáttum
í sjónvarpi. Þvert á móti hef ég mjög
gaman af rabbþáttum svo fremi sem
menn hafa um eitthvað að spjalla,
líkt og þegar Jón Óttar ræddi á
mánudaginn var um listpólitíkina hér
á landi, eða hann Páll Magnússon
þá hann kvaddi til vísa menn að
ræða um þá stóm spumingu hvort
fjölmiðlar og þó einkum ákveðnir
starfsmenn ljósvakamiðlanna hefðu
klúðrað Albertsmálinu, og ekki má
gleyma notalegu kvöldkaffí Eddu og
Helga Jónssonar aðstoðarfrétta-
stjóra ríkissjónvarpsins í fyrrakveld
þar sem rætt var í bróðemi við
nokkra þaulvana samningamenn. En
hitt fínnst mér öllu verra þegar þætt-
ir á borð við Geisla taka að rúlla
stjómlaust, þættir sem eiga með
réttu ekki bara að snúast uppí mál-
skraf í sjónvarpssal heldur ættu
forsvarsmenn innlendrar dagskrár-
gerðar að hafa þann mentnað til að
bera að senda sjónvarpsmenn á vett-
vang listsköpunarinnar vítt um
byggðir landsins. Tel ég að ríkissjón-
varpsmenn ættu heldur að stytta
innlendu dagskrána, en leggja þar á
móti aukna áherslu á raunverulega
þáttagerð en ekki bara endalaust
spjall í sjónvarpssal. Það er hins veg-
ar alveg sjálfsagt að taka menn tali
þegar við á og þá er bara eftir að
nefna tvo innlenda sjónvarpsþætti
úr smiðju ríkissjónvarpsins þar sem
lítt er byggt á spjalli í sjónvarpssal.
Stóra stundin
Það hefur heldur lítið farið fyrir
Stóm stundinni okkar, sem er í um-
sjón þeirra Elísabetar Brekkan og
Erlu Rafnsdóttur annan hvem laug-
ardag. Starfs míns vegna hef ég að
sjálfsögðu fylgst með Stóm stund-
inni, en henni er ætlað að koma til
móts við stálpaða krakka. Ég fæ
ekki betur séð en naumt sé skammt-
að til þessa dagskrárliðar er gæti
hæglega orðið vísir að kennslusjón-
varpi. Þannig vom raunar aðeins
þijú atriði á dagskrá á laugardaginn
var; hin ágæta myndasaga Kjartans
Amórssonar af Kaptein Islandi, sem
mætti gefa út á bók með íslenskum
og erlendum texta ef menn vildu
flytja kappann út á heimsmarkaðinn,
þá var að venju kíkt á íþróttastarfíð
og fannst mér fulllengi dvalið við
blessað badmintonið, en svo var
skroppið út á Granda að skoða físk-
vinnsluna. En þetta var jú allt og
sumt. Hefði ekki verið upplagt að
leggja svolítið meira f þennan þátt
og kynna nánar fiskvinnsluna, en sá
hluti Stóm stundarinnar lofaði góðu.
Og hér kvikna tvær hugmyndir. 1:
Væri ekki við hæfi að menntamála-
ráðuneytið styrkti Stóm stundina
svona á fímmtugsafmæli Náms-
gagnastofnunar. í öðm lagi fann ég
hér lausnina á Stullavandamálinu,
auðvitað á að færa gripinn frá minni
krökkunum til þeirra eldri, er máski
nenna að hlusta á kauða.
íslenskt mál
Um langa hríð hafa þættir um
íslenskt mál ljómað á skjánum í
umsjón Helga J. Halldórssonar og
Guðbjarts Gunnarssonar. Ég efa
ekki að þessir stuttu þættir henta
vel til íslenskukennslu og tel að
þeir muni sóma sér vel á skólabóka-
safni framtíðarinnar
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP/SJÓNVARP
Rás 1:
„Ægifegurð er fædd“
■■■i „Ég á vissulega
91 10 fáar minningar
“ um bernskuna
nema sársaukann. Ég hef
orðið hamingjusamari með
hveiju árinu sem líður, því
þjáning mín var sannarlega
ekki öðmm að kenna held-
ur átti rætur í huga
mínum." Þetta segir írska
skáldið og rithöfundurinn
William Butler Yeats í
sjálfsævisögu sinni, en
hann er talinn eitt merk-
asta skáld tuttugustu
aldarinnar. í kvöld verður
á dagskrá rásar eitt þáttur
um líf hans og starf í um-
sjón Sigurlaugar Bjöms-
dóttur. Lesarar með henni
em Gunnar Eyjólfsson og
Herdís Þorvaldsdóttir.
Tónlistar-
krossgátan
■■■■ Tónlistarkross-
1 r 00 gátan er á
-■- d dagskrá Rásar 2
sunnudaginn 5. apríl kl.
15.00. Það er Jón Gröndal
sem leggur gátuna fyrir
hlustendur. Tónlistar-
krossgára númer 75
ÚTVARP
©
FIMMTUDAGUR
2. apríl
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir
7.03 Morgunvaktin. — Jón
Baldvin Halldórsson og Jón
Guðni Kristjánsson.
Fréttir eru sagðar kl. 7.30
og 8.00 og veðurfregnir kl.
8.15. Tilkynningar eru lesn-
ar kl. 7.25, 7.55 og 8.25.
Guðmundur Sæmundsson
talar um daglegt mál kl.
7.20.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Enn af Jóni Oddi og
Jóni Bjarna" eftir Guðrúnu
Helgadóttur
Steinunn Jóhannesdóttir les
(3).
9.20 Morguntrimm. Lesiö úr
forystugreinum dagblað-
anna. Tónleikar.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð. Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnírlögfrá liðnum árum.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón:
Anna Ingólfsdóttir.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 f dagsins önn — Hvað
vilja flokkarnir í fjölskyldu-
málum? Sjötti þáttur: Sjálf-
stæðisflokkur. Umsjón
Anna G. Magnúsdóttir og
Guðjón S. Brjánsson.
14.00 Miðdegissagan: „Áfram
veginn'', sagan um Stefán
Islandi
Indriði G. Þorsteinsson
skráði. Sigríður Schiöth les
(29).
14.30 Textasmiöjan. Lög við
texta eftir Skapta Sigþórs-
son og Jón Sigurðsson.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Landpósturinn. Um-
sjón: Sverrir Gauti Diego.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.05 Dagþókin — Jóhanna
Hafliðadóttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpiö.
17.00 Fréttir. Tilkynningar.
17.05 Síðdegistónleikar:
Píanótónlist eftir Franz Liszt
a. Ungversk rapsódía nr. 12.
Martin Berkofsky leikur.
b. Etýður nr. 2 og 10. Hall-
dór Haraldsson leikur.
c. Ballaða nr. 2. Jónas Ingi-
mundarson leikur.
17.40 Torgið — Menningar-
straumar. Umsjón: Þorgeir
Ólafsson.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
18.05 Torgið, framhald. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
Daglegt mál. Endurtekinn
þáttur frá morgni sem Guð-
mundur Sæmundsson
flytur.
19.35 Bein lína til stjórnmála-
flokkanna. Fyrsti þáttur:
Fulltrúar Borgaraflokksins
svara spurningum hlust-
enda.
20.15 Frá tónleikum Sinfóniu-
hljómsveitar fslands í
Háskólabíói 26. mars sl.
Stjórnandi: Petri Sakari. Ein-
leikari á píanó: Dimitris
Sgouros.
a. „La Mere L’oye" (Gæsa-
mamma) eftir Maurice
Ravel.
b. Sinfónía nr. 40 í g-moll
K.550 eftir W.A. Mozart.
Kynnir.'Jón Múli Árnason.
21.10 „Ægifegurð er fædd"
Flett sjálfsævisögu irska
Nóbelsskáldsins Williams
Butler Yeats. Sigurlaug
Björnpdóttir tók saman.
Lesarar: Gunnar Eyjólfsson
og Herdís Þorvaldsdóttir.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
SJÓNVARP
FÖSTUDAGUR
3. apríl
18.00 Nilli Hólmgeirsson. ‘
Tíundi þáttur í þýskum
teiknimyndaflokki. Sögu-
maöur Örn Árnason.
Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir.
18.25 Stundin okkar — Endur-
sýning. Endursýndur þáttur
frá 29. mars.
19.00Á döfinni. Umsjón: Anna
Hinriksdóttir.
19.10 í deiglunni — endursýn-
ing. Mynd um Helga Gísla-
son myndhöggvara og list
hans. Helgi hlaut í vetur
verölaun fyrir tillögu sína að
listaverki við nýja útvarps-
húsiö við Efstaleiti.
19.26 Fréttaágrip á táknmáli.
19.30 Poppkorn. Umsjónar-
menn: Guðmundur Bjarni
Harðarson og Ragnar Hall-
dórsson.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.40 Göngum í reyklausa liö-
ið.
20.50 Unglingarnir í frum-
skóginum. Frá fslands-
meistarakeppninni í dansi
með frjálsri aðferö sem háð
var í Tónabæ á dögunum:
Einstaklingskeppni. Stjórn
upptöku: Gunnlaugur Jón-
asson.
21.35 Mike Hammer. Tíundi
þáttur í bandarískum saka-
málamyndaflokki. Þýðandi
Stefán Jökulsson.
22.25 Kastljós. Þáttur um inn-
lend málefni. Umsjón: Helgi
E. Helgason.
23.00 Seinni fréttir.
23.10 Einskis manns land. (No
Man's Land). Svissnesk-
frönsk bíómynd frá árinu
1984. Leikstjóri Alain Tann-
er. Aöalhlutverk Hugues
Quester, Myriam Méziéres,
Jean-Philippe Ecoffey og
Betty Berr. Beggja vegna
landamæra Frakklands og
Sviss búa einstaklingar sem
ekki una hag sínum af ýms-
um ástæðum. f von um
betri tíð leiöist þetta fólk út
f að smygla varningi, fólki
og peningum milli land-
anna. Milli tollstöðva land-
anna liggur skógi vaxið
eiskis manns land og er þar
vettvangur smyglaranna að
næturiagi. Þýðandi Ólöf
Pétursdóttir.
1.00 Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
2. apríl
§17.00 Myndrokk
§18.00 Knattspyrna. Umsjón-
armaður er Heimir Karlsson.
19.06 Spæjarinn. Teikni-
mynd.
19.30 Fréttir
20.00 Opin llna. Áhorfend-
um Stöðvar 2 gefst kostur
á að vera I beinu símasam-
bandi milli kl. 20.00 og
20.15 í síma 673888.
20.26 Ljósbrot. Valgeröur
Matthlasdóttir kynnir helstu
dagskrárliði Stöðvar 2
næstu vikuna og stiklar á
helstu viðburðum menning-
arlífsins.
21.00 Morögáta. Jessica
Fletcher (Angela Lansbury)
er viðstödd jaröarför gamals
fjölskylduvinar. öllum að
óvörum mætir óvelkominn
gestur.
§ 21.66 Af bæ i borg (Perfect
Strangers). Bandarlskur
gamanþáttur.
§ 22.26 Haldiö suður á bóg-
inn. (Going South.)
Bandarísk gamanmynd frá
árinu 1978 með Jack Nic-
holson, John Belushi og
Mary Steenburgen I aðal-
hlutverkum. Leikstjóri er
Jack Nicholson. Myndin
gerist um 1860 og leikur
Jack Nicholson seinheppinn
útlaga sem dæmdur hefur
verið til hengingar. Ung
kona bjargar honum frá
snöainni og vill giftast hon-
um og annast hann, en hún
er ekki öll þar sem hún er
séð.
§ 00.10 Af óllkum meiöi (Trib-
es). Bandarísk ádeilumynd
I léttari kantinum með Darr-
en McGavin og Earl Holli-
man I aöalhlutverkum. •
Leikstjóri er Joseph Sarg-
ent. Ungur sandalahippi
með sítt hár er kvaddur I
herinn. Liðþjálfa einum
hlotnast sú vafasama
ánægja að breyta honum I
sannan bandarískan her-
mann, föðurlandi sínu til
sóma. Mynd þessi hlaut
Emmy-verðlaun fyrir besta
handrit og varð geysivinsæl
meöal áhorfenda.
01.36 Dagskrárlok
undagsins.
22.15 Veöurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma
Andrés Björnsson les 38.
sálm.
22.30 Veisluhald I Hollywood
Þáttur I umsjá llluga Jökuls-
sonar.
23.10 islensk tónlist
a. Kvintett eftir Jón Ásgeirs-
son. BlásarakvintettTóniist-
arskólans i Reykjavik leikur.
b. „Greniskógurinn" eftir
Sigursvein D. Kristinsson.
Halldór Vilhelmsson og
Söngsveitin Fílharmónía
syngja með Sinfóníuhljóm-
sveit (slands; Marteinn H.
Friðriksson stjórnar.
c. „Rómeó og Júlía", hljóm-
sveitarsvíta eftir Hjálmar H.
Ragnarsson. Hljóðfæraleik-
arar I Sinfóniuhljómsveit
íslands leika; Höfundurinn
stjórnar.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp á rás 2 til
00.10 Næturútvarp
6.00 f bítið. Erla B. Skúladótt-
ir kynnir notalega tónlist I
morgunsárið.
9.05 Morgunþáttur I umsjá
Kristjáns Sigurjónssonar og
Siguröar Þórs Salvarssonar.
Meðal efnis: Tvennir tímar
á vinsældalistum, tónleikar
um helgina, verðlaunaget-
raun og Feröastundin með
Sigmari B. Haukssyni.
12.20 Hádegisfréttir.
12.46 Á milli mála. Leifur
Hauksson kynnir létt lög við
vinnuna og spjallar við
hlustendur.
16.06 Hringiðan. Umsjón:
Broddi Broddason og Mar-
grét Blöndal.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Vinsældaiisti rásar 2.
Gunnar Svanbergsson og
Georg Magnússon kynna
og leika tíu vinsælustu lög-
in.
20.30 l gestastofu. Erna Ind-
riöadóttir tekur á móti
gestum. (Frá Akureyri.)
22.05 Nótur að noröan frá
Ingimar Eydal.
23.00 Við rúmstokkinn. Guð-
rún Gunnarsdóttir býr
hlustendur undir svefninn
með tali og tónum.
00.10 Næturútvarp.
02.00 Á frívaktinni. Þóra Mar-
teinsdóttir kynnir óskalög
sjómanna. (Endurtekinn
þáttur frá mánudags-
morgni, þá á rás 1.)
Fréttir sagðar kl. 7.00, 8.00,
9.00, 10.00, 11.00, 15.00,
16.00, 17.00, 18.00, 22.00
og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
18.00-19.00 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5
Finnur Magnús Gunnlaugs-
son. M.a. er leitað svara við
spurningum hlustenda og
efnt til markaöar á Markaðs-
torgi svæðisútvarpsins.
989
'BYL GJANi
07.00—09.00 Á fætur með
Sigurði G. Tómassyni. Létt
tónlist með morgunkaffinu.
Sigurður lítur yfir blöðin og
spjallar við hlustendur og
gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00
og 9.00.
09.00—12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Palli
leikur uppáhaldslögin ykkar,
gömul og ný. Tapað fundið,
opin lína, mataruppskrift og
sitthvað fleira. Fréttir kl.
10.00, 11.00.
12.00-12.10 Fréttir.
12.10—14.00 Á hádegismark-
aði með Þorsteini J. Vil-
hjálmssyni. Fréttapakkinn,
Jóhanna og fréttamenn
Bylgjunnar fylgjast með þvi
sem helst er I fréttum, segja
frá og spjalla við fólk. Frétt-
ir kl. 13.00 og 14.00.
14.00-17.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd. Péturspil-
ar síödegispoppið og spjall-
ar við hlustendur og
tónlistarmenn. Tónlistar-
gagnrýendur segja álit sitt á
nýútkomnum plötum. Fréttir
kl. 16.00, 16.00 og 17.00.
17.00-19.00 Ásta R. Jóhann-
esdóttir í Reykjavík siödeg-
is. Þægileg tónlist hjá Ástu,
hún litur yfir fréttirnar og
spjallar viö fólkið sem kemur
við sögu. Fréttir kf. 18.00.
19.00—20.00 Tónlfst með
léttum takti.
Fréttir kl. 19.00.
20.00-21.30 Jónína Leós-
dóttlr á fimmtudegi. Jónína
tekur á móti kaffigestum og
spilar tónlist að þeirra
smekk.
21.30—23.00 Spurningaleikur
Bylgjunnar. Jón Gústafsson
stýrir verðlaunagetraun um
popptónlist.
23.00-24.00 Vökulok. Frétta-
tengt efni og þægileg tónlist
í umsjá Elínar Hirst frétta-
manns. Fréttir kl. 23.00.
24.00—07.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Tónlist og upp-
lýsingar um veður og flugs-
amgöngur.
Fréttir kl. 03.00.
ALFA
Kriatileg átrarpastAA.
FM 102,9
8.00 Morgunstund: Guðs
orð og bæn.
8.16 Tónlist.
12.00 Hlé.
13.00 Tónlistarþáttur með
lestri úr Ritningunni.
16.00 Barnagaman. Endur-
fluttur þáttur frá fyrra
laugardegi. Stjórnendur:
Eygló Haraldsdóttir og Hel-
ena Leifsdóttir.
17.00 Hlé.
22.00 Fagnaöarerindiö flutt I
tali og tónum. Flytjandi:
Jimmy Swaggart. Þáttur
sérstaklega ætlaður ensku-
mælandi fólki. Stjórnandi:
Eirfkur Sigurbjörnsson.
24.00 Dagskrárlok.