Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 76
.fólksí öllum
starfsgreinum!
STERKTKDRT
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Einum var
bjargað
annarfórst
Akureyri
SKIPVERJA af Reyni, sex tonna
trillu frá Litla-Arskógssandi,
Kristjáni Rafni Sigurðssyni, var
bjargað eftir að Reynir sökk í
fyrradag i aftakaveðri skammt
fyrir utan höfnina á Litla-
Arskógssandi. Hinn skipveijinn,
tengdafaðir Kristjáns, Svavar
Guðmundsson, 46 ára, fórst.
Hann lætur eftir sig eiginkonu
og sex börn.
Þeir Kristján og Svavar ætluðu,
eins og eigendur tveggja annarra
báta, að færa bátinn vegna veðurs
frá Litla-Arskógssandi ' inn á
Hauganes. Þegar Reynir var kom-
inn 100—200 metra út lagðist hann
á hliðina, hvolfdi og sökk. Næstir
m eftir komu feðgarnir Sigurður
Konráðsson og Konráð Sigurðsson
á Særúnu og tókst þeim að bjarga
Kristjáni.
Sjá frásögn á bls. 41.
Dramaten
kemur til
Islands
GENGIÐ hefur verið frá samn-
ingum milli Þjóðleikhússins og
Kungliga Dramatiska Teatern í
Stokkhólmi um að hingað komi
leikhópur með sýninguna „En lit-
en ö i havet“ sem sýnd er í
Stokkhólmi um þessar mundir.
Eins og kunnugt er, er hér um
að ræða söngleik eftir Hans Alf-
redson, sem byggður er á
Atómstöðinni eftir Halldór Kilj-
an Laxness.
Samningar munu nú hafa náðst
við Flugleiðir um að feija hópinn
(jtengað til lands og kemur hann
þann 22. apríl næstkomandi. Að
sögn Signýjar Pálsdóttur, markaðs-
stjóra Þjóðleikhússins eru aðeins
áætlaðar fjórar sýningar á söng-
leiknum. Þann 23. apríl verður
sérstök hátíðarsýning í tilefni af
85 ára afmæli Laxness. Önnur sýn-
ing verður 24. aprfl og þann 25.
apríl verða tvær sýningar, önnur
klukkan 16 en sú seinni kiukkan
20. Sala aðgöngumiða hefst næst-
komandi mánudag.
Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson
SEXTÍU OG ÁTTA STAURAR KUBBUÐUST
SEXTÍU og átta staurar í háspennulínunni frá Lagarfoss-
virkjun til Vopnafjarðar kubbuðust í óveðrinu í fyirakvöld.
Viðgerð tekur tíu til tólf daga og er áætlaður kostnaður tíu
til fímmtán milljónir króna. Fréttaritari Morgunblaðsins á
Egilsstöðum, Björn Sveinsson, fór í gær út í Jökulsárhlíð,
þar sem skemmdirnar urðu og á myndinni stendur sonur
hans, Sveinn Birkir hjá bútunum af einni staurasamstæðunni.
Sjá frásagnir af óveðrinu og afleiðingum þess á blaðsíðum 42
og 43.
Hlutabréf í Flugleiðum
hafa hækkað um 413%
- en lánskjaravísitalan um 18% síðustu 15 mánuði SXSS?unni og Almenn
UNDANFARNA 15 mánuði hef-
ur gengi hlutabréfa í Flugleiðum
margfaldast hjá Hlutabréfa-
markaðinum hf. Á sama tima og
lánskjaravísitalan hefur hækkað
um 18,3% hefur gengi Flugleiða-
bréfanna hækkað um 413%.
Aðalfundur Hlutabréfamarkað-
arins hf. var haldinn í gær og þar
komu fram þessar upplýsingar.
Gengi hlutabréfa í Eimskip hefur
einnig hækkað verulega, eða um
126% frá janúar 1986.
Hlutabréfamarkaðurinn hf. tók
upp skráningu á kaup- og sölu-
gengi hlutabréfa í fjórum fyrirtækj-
um í október 1985. Auk Eimskips
og Flugleiða voru hlutabréf í Iðnað-
arbankanum og Verzlunarbankan-
um skráð. Gengi hlutabréfanna í
bönkunum hafa hækkað um 13-15%
frá ársbyijun 1986. Síðastliðið
haust var hafin skráning á hluta-
Sjá nánar viðskiptablað:
„Gengi hlutabréfa í Flugleið-
um og Eimskips margfald-
ast...“ á B1
Austur-Húnavatnssýsla:
Gamapest í kúm
veldur miklu tjóni
Blönduósi.
VEIKI er komin upp í kúm á nokkrum bæjum í Austur-Húnavatns-
sýslu og hafa allmargar kýr drepist skyndilega úr henni. Er talið
að hér sé um að ræða garnapest, sem er vel þekkt í sauðfé, en
hefur ekki fyrr verið staðfest í mjólkurkúm hér á landi. Þessi
veiki er þekkt í nautgripum ei iendis, en fá dæmi munu um hana
í mjólkurkúm.
Veikinnar hefur orðið vart á sjö
bæjum í Austur-Húnavatnssýslu.
Tveir nágrannabæir hafa þó mest
orðið fyrir barðinu á henni og
hafa 8 kýr drepist þar það sem
af er þessu ári. Páll Þórðarson í
Sauðanesi hefur misst 16 kýr á
tveimur árum og segir hann að
erfitt sé að fara til kúnna á
morgnanna og eiga alltaf von á
að finna einhveija dauða. Stefán
Á. Jónsson bóndi á Kagaðarhóli
hefur misst 6 kýr það sem af er
þessu ári, þar af 3 sama sólar-
hringinn.
Sýkillinn sem veldur garnapest-
inni er í náttúrunni en fjölgar sér
skyndilega af ókunnum ástæðum
og veldur eitrun sem er bráðdrep-
andi. Veikin er ekki smitandi. Á
tilraunastöð Haskólans í meina-
fræði á Keldum er verið að rækta
sýkilinn í þeim tilgangi að fram-
leiða bóluefni gegn veikinni.
Jón Sig.
Sjá fréttir og viðtöl á bls. 4.
Von um sairniing við
Kennarasambandið
SAMNINGAMENN ríkisins
sátu á fundi með samninga-
nefndum Starfsmannafélags
rikisstofnana og náttúrufræð-
inga í Karphúsinu í gærkveldi.
Nýr fundur var boðaður með
SFR í morgun en náttúru-
fræðingar sátu enn á fundi
um miðnættið. Þá var einnig
fundað um kjarasamning
Kennarasambands íslands, en
þeirri deilu hefur ekki verið
vísað til ríkissáttasemjara.
Samkvæmt heimildum blaðsins
er von til að skrifað verði undir
samning KÍ og ríkisins í dag. Má
búast við að hann verði mjög
áþekkur þeim sem Hið íslenska
kennarafélaggerði fyrr í vikunni.
Þeir fundir sem boðaðir höfðu
verið hjá ríkissáttasemjara í dag
eru með Starfsmannafélagi ríkis-
stofnana, telagi háskólakennara,
símamönnum, félagsfræðingum
og hjúkrunarfræðmgum.
Sjá á bls. 5: „Á von á að við
stöndum upp með samning
eftir tvo daga.“
Þrjú skip
með loðnu
ÞRJÚ loðnuskip fengu afla i
gær, samtals 1.800 lestir. Önn-
ur skip eru hætt loðnuveiðum,
en framhald veiða skipanna
þríggja er óljóst.
Dagfari ÞH var með 530 lestir,
Keflvíkingur KE 500 og Hilmir
SU 770. Aflinn fékkst sunnan við
Reykjanes.