Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
„Ertu hættur að heyra í
þögninni og náttúrunni?“
eftir Vigdísi
Grímsdóttur
Ég á heima við Njálsgötuna í
Reykjavík. Nú er það í sjálfu sér
ekkert merkilegra eða ómerkilegra
en að búa við einhverja aðra nafn-
greinda götu í borginni, samt langar
mig til, lesandi góður, að segja þér
frá því hvemig ég skynja þennan
fijálsa nútíma þegar ég sit við
gluggann minn sem snýr út að rólu-
vellinum sem hún Sigurveig hefur
gert þess virði að horft sé til hans
þótt hún hafí fyrir það þrekvirki
sitt aldrei haft nema minnstu laun
sem skenkt eru vinnandi fólki þessa
lands. Ef ég sasi í gegnum þennan
róluvöll sæi ég í rassinn á Lauga-
veginum þar sem öll tískuhúsin
standa og svo sæi ég inná Hlemm
þar sem heimilislaust fólk dvelur
þangað til það er rekið út í kjallara-
tröppur nágrannans og ef ég ræki
hausinn út um þennan glugga sæi
ég Skarphéðinsgötuna og Rauðar-
árstíginn þar sem ölið var framleitt
og svo sæi ég fyrir mér Kjarvals-
staði þar sem vinnulúnir listamenn
hengja upp verk sín fái þeir til þess
grænt ljós. Sem sagt, lesandi kær,
þetta er ósköp venjulegt útsýni,
ósköp venjulegur gluggi og við mér
blasir þetta ósköp venjulega frelsi
sem ekki lengur þarf að beijast
fyrir af því að það er svo sjálfsagt.
Hvað kemur mér
þetta við?
Ef þú spyrð sjálfan þig núna
spuminga einsog; „Hvert í veröld-
inni er þessi manneskja að fara?
Hvað meinar hún eiginlega? og
hvað kemur mér það við sem hún
sér?“ Þá verð ég að svara þér svona:
Þér kemur það við. Þér kemur það
við hvemig frelsið hefur verið af-
vegaleitt í þessari borg; hvemig hér
viðgengst stéttaskipting og órétt-
læti; hvemig þú ert látinn með
lævísum brögðum beina augunum
í aðrar áttir þegar þau eiga að sjá
það sem við blasir; hvernig þú ert
hættur að heyra í þögninni og
náttúmnni vegna hávaða rásanna
og öskra auglýsinganna og hvernig
yfirborðsmennskan smeygir sér inn
fyrir fötin þín og fær þig til að
gleyma kjama allra mála, mann-
eskjunni í sjálfum þér og samferða-
manni þínum. Og þú getur bókað
að þótt ég skrifí þessa grein þá er
ég eins og þú ábyrg fyrir öllu heila
havaríinu. Og þá er náttúrulega
komið að því að þú spyijir aftur:
„Hvemig skynjar þú þá þennan
nútíma við götuna þína? — og svo
bætirðu við órólegur — þú verður
að vera snögg að segja mér frá
því, ég er nefnilega að flýta mér.“
Gott og vel. Eg skal koma mér
að efninu strax. Mér finnst nútím-
inn hættulegur og oft og tíðum
skammast ég mín fyrir að hafa átt
þátt í að gera hann hættulegan
með sofandahætti og þögn. Mér
fínnst það hættulegur nútími sem
rís gólandi upp á afturlappimar af
því að „vinur litla mannsins" má
ekki svindla á „bölvaðri skattalög-
gjöfínni" í friði. Mér fínnst það
hættulegt að þessi vinur skuli njóta
slíkra vinsælda vegna „gæsku“
sinnar við auralítið fólk í vandræð-
um og heilmargar manneskjur skuli
slá skjaldborg um hann af því að
hann getur ekki lengur beitt áhrif-
um sínum og verið góður við fátæka
einsog segir í biblíunni og hefur svo
sorglega verið mistúlkað. Mér
fínnst það nefnilega ömurlegt að
fátæktin skuli vera viðurkennd
staðreynd í velferðarþjóðfélaginu.
Eða er málum svo háttað að upp-
hefð eins byggi á niðurlægingu
annars? Svaraðu því nú fyrir sjálfan
þig lesandi góður og dragðu ekkert
undan.
Fátækt á íslandi
er skömm
En hver sem svör þín verða get-
um við verið sammála um það að
fátækt á íslandi er skömm fyrir
íslendinga. Hér á ekki að vera fá-
tækt því nógir eru „andskotans
peningarnir" einsog menntamála-
ráðherra komst svo réttilega að
orði. En þessum peningum þarf að
skipta jafnt. Það er í raun svo aug-
ljóst mál að allir geta fallist á það
og það sem merkilegra er, um það
snýst öll pólitík að meira eða minna
leyti. Og ég held að enginn þræti
við mig um það.
En hvemig blasir þá nútíðin við
út um þennan glugga minn sem ég
talaði um? Hún er skrítin. Á yfir-
borðinu virðist allt slétt og fellt á
hádegi og fram eftir degi; bílar
þjóta framhjá; fólk flýtir sér upp
götuna með innkaupapoka; mæður
fara með bömin sín til Sigurveigar
á róló; bílastæðin fyllast þegar sýnd
er einhver spennu- og hraðamyndin
í Austurbæjarbíói; krakkar koma
heim úr skólanum og fólk hlær og
talar saman. En svo líður að kvöldi
og á róluvellinum hennar Sigurveig-
ar er komungri stúlku nauðgað um
nótt; lögreglan handtekur mann í
götunni sem barið hefur höfði konu
sinnar utan í húsvegg; gamall mað-
ur finnst í þvottahúsi við sömu götu
en hann hafði skreiðst þar inn um
kvöldið af því að hann átti hvergi
heima; kona rótar í ruslafötu ef ske
kynni að hún fyndi sér ætan bita
og aðspurð segist hún vera svöng;
tvö ung böm eru skilin ein eftir
heima þessa nótt af því að móðir
Vigdís Grímsdóttir
„Mér finnst nútíminn
hættulegiir og oft og
tíðum skammast ég mín
fyrir að hafa átt þátt í
að gera hann hættuleg-
an með sofandahætti og
þögn.“
þeirra vinnur líka á nóttunni til
þess að hún þurfí ekki að láta þau
frá sér. Lesandi góður þetta eru
allt dæmi úr götunni minni, venju-
legri götu út í bæ, hvað geturðu
sagt sjálfum þér og öðmm um þína
götu?
Þessu þjóðfélagi
þarf að breyta
Já, á yfirborðinu virðist allt slétt
of fellt við þessa tilteknu götu en
undir niðri kraumar í meinsemdum
þjóðfélagsins sem allar eru orsök
misréttis, kúgunar og valdafíknar
þeirra sem hæst lofa frelsi einstakl-
ingsins, sem hæst dást að hetjunni
sem í raun fótum treður hinn venju-
lega hvunndagsmann sem á þetta
Nú er mál
aðlinni!
Þingmenn
með tæplega
180% meira,
þó er ekki
allt talið!
eftir Sigurð Þ.
Jónsson
Fyrir um aldatfyórðungi þegar
þingmenn deildu um það hvort gera
ætti þingmennsku að fullu starfí —
eins og raunin varð á eða aðeins
að borga þeim þingfararkaup með-
an á þingi stæði, komu þingmenn
sér saman um það að þingfararkaup
yrði sama og menntaskólakennarar
bæru úr býtum. Af þessu má sjá
að laun menntaskólakennara hafa
verið talin þokkaleg nema þing-
menn á þeim árum hafí verið
hógværari en nú gerist. En nú er
öldin önnur! Skv. úrskurði Kjara-
dóms skal þingfararkaup nú vera
97.698 krónur og gildir það frá
áramótum; þetta er hvorki meira
né minna en tæp 180%, segi og
skrifa, eitt hundrað og áttatíu pró-
sent hærra en byijunarlaun fram-
halds- og menntaskólakennara og
komast þeir ekki hærra en í tæpar
55.000 krónur jafnvel þó doktors-
próf sé með í farteskinu.
Þetta er nú ekki allt! Ráðherrar
fá svo uppbót ofan á þessa tölu svo
þeir hafa um 161.000 og forsætis-
ráðherra 177.000, og við skulum
athuga eitt, ráðherrar eru 10, þeim
hefur fjölgað frá því sem áður var
og þeim á örugglega eftir að fjölga
enn. Þingmönnum fjölgar um 3 eft-
ir næstu kosningar. Hvað er
maðurinn að röfla, spyr sjálfsagt
einhver, ekki getur hann borið sam-
an kennara og þingmenn, auðvitað
verður að borga þingmönnum vel
því annars færi enginn viti borinn
maður í þetta vanþakkláta starf þar
sem menn mega búast við að missa
æruna vegna smá mistaka. Margir
sækjast samt eftir því að komast á
þing svo það er kannski eitthvað
annað en þingfararkaupið sem
dregur menn að. Einmitt, það eru
kannski völdin og vegtyllumar,
nefndimar, bankaráðin o.s.frv.
Völdin já, þama er líklega komin
ein helsta skýringin á því hve þing-
menn em komnir langt fram úr
menntaskólakennurum og flest öll-
um launþegum. Til skamms tíma
skömmtuðu þeir sjálfum sér laun,
það var náttúrulega það eina sem
þeir voru sammála um. En fyrir
fáum árum, þegar þeir voru komnir
hæfílega langt fram úr öðrum og
óvinsældir þessa fyrirkomulags ut-
an þings sem innan orðnar svo
miklar, létu þeir Kjaradómi eftir að
ákveða þingfararkaupið og hann
hefur haldið þeim í horfínu svo
vægt sé til orða tekið. Að framan-
sögðu má sjá að þingmenn mega
sæmilega vel við una en það er
Sigurður Þ. Jónsson
„Mér hefur orðið
tíðrætt um þingmenn
og lækna vegna þess að
nú fer ég vinsamlegast
fram á það að fjármála-
ráðuneytið gefi upp
allar tekjur þessara
tveggja launþegahópa
og verði ekkert undan
dregið.“
ekki gott að dæma um það hvort
þeir hafí tekið sér stærri bita af
kökunni en kennarar eða aðrir laun-
þegar því erfítt er um samanburð.
En eitt er víst að skömmu eftir
1910 höfðu menntaskólakennarar
u.þ.b. fímmföld verkamannalaun og
ef við tökum lágmarkslaun í landinu
nú sem viðmiðun, þá sjáum við hlut-
föllin, 5x27.000=135.000. Eftirþví
sem fróðir menn hafa sagt mér um
framfærslukostnað nú og áður fyrr
og samanburð á tekjum mennta-
skólakennara fyrr og nú, þá er það
öruggt mál að rauntekjur hafa
lækkað verulega.
Formaður samninganefndar
ríkisins hefur náttúrulega skýringu
á reiðum höndum. Eins og hann
sagði í viðtali í fjölmiðlum þá hefur
kennurum fjölgað svo gífurlega að
það er ekki hægt að borga þeim
hærra kaup; hann er skýr, formað-
urinn. Með sömu röksemdafærslu
ættu laun þingmanna og lækna t.d.
líka að lækka en ekki hækka. Það
voru engir þingmenn hér á landi
fyrr en með endurreistu Alþingi í
Reykjavík 1845 og þeir gerðu sér
að góðu að þinga í því húsi sem
nú hýsir Menntaskólann í Reykjavík
enda þinguðu þeir bara annað hvert
ár. Og hvað með læknana? Þá var
hægt að telja á fingrum sér skömmu
eftir aldamót en nú nálgast þeir
þúsund. Það hefur margt breyst frá
1945. Þau eru undarleg rökin sem
formaður samninganefndar ríkisins
notar, það er ekki bara það, heldur
er hann óheiðarlegur í málflutningi
sínum. Þegar hann birtir tölur um
meðallaun framhaldsskólakennara
tekur hann ýmislegt sem ekki á þar
heima svo sem töflugerð, sem
áfangastjórar sjá um, og fasta yfír-
vinnu skólastjóra. Fyrir utan það
að meðaltalið gefur mjög villandi
mynd. Nær væri að nota miðgildi.
Því eins og formaður samninga-
nefndar ríkisins veit þá er það mikið
til kennsla í öldungadeildum sem
hækkar meðaltalið en það er aldrei
að vita hve lengi sú dýrð stendur
að geta drýgt lága kaupið með
kennslu í kvöldskólum. Nú þegar
er samdráttur í MH og í MR og
fleiri skólum eru ekki öldungadeild-
ir. Ég er viss um ef skrifstofustjórar
í ráðuneytunum ættu í deilum um
kaup og kjör myndu þeir ekki vilja
að nefndarstörfum þeirra yrði bætt
við fastalaunin og þar með hækka
land. Nei. Nei. Nei. Þetta er ekki
velferðarþjóðfélag. Þetta er þjóð-
félag misréttis og kúgunar. Og
lesandi góður, þessu þjóðfélagi þarf
að breyta. Og við þurfum að gera
það.
Ég trúi því að sósíalisminn sé sú
hugsjón sem grímulaus getur breytt
íslensku þjóðfélagi í hamingjusamt
og réttlátt þjóðfélag. Og ég vil ekki
láta segja við mig að ég sé draum-
óramanneskja og svartagallsrausari
og að til þurfí að koma heims-
kreppa til að venjulegt fólk þessa
lands skilji hvar það stendur. Ég
hvorki vil né get trúað því.
Lesandi góður. Bæði ég og þú
eigum heimtingu á því að búa á
velferðar-íslandi án fátæktar og
valdbeitingar. Bæði ég og þú eigum
fullan rétt á því að ganga upprétt
og stolt í landi jafnréttis og bræðra-
lags. Og það er hægt.
Eitt af 1 getur
breytt þessu
Aðeins eitt afl í þessu landi og
heiminum öllum hefur andstyggð á
þeirri kúgun og valdbeitingu sem
ég hér af vanmætti hef reynt að
lýsa og sést vel út um einn glugga
í húsi við eina götu þessarar borg-
ar; aðeins eitt afl getur sameinað
fólkið í þessu landi til að lifa mann-
sæmandi lífi og það afl er SÓSÍAL-
ISMINN. Aðeins hann er afl sem
breytir en líka því aðeins að hann
fái til þess styrk. Sósíalismi mála-
miðlana er nefnilega enginn sósíal-
ismi sem sést hvað best á síðustu
kjarasamningum.
Nú skora ég á þig, lesandi góð-
ur, að kjósa Alþýðubandalagið í
komandi kosningum og hafir þú
ekki gert það áður er kominn tími
til að þú látir á það reyna fyrir al-
vöru. Veittu sósíalismanum braut-
argengi í komandi kosningum svo
við getum verið stolt af því velferð-
arþjóðfélagi sem við eigum skefja-
lausan rétt á.
Höfundur er rithöfundur og skip-
ar 26. sætiá lista Alþýðubanda-
lagsins í Reykja vík.
meðaltalið. En eins og flestir hafa
eflaust tekið eftir þá var formaður
samninganefndar ríkisins með um
340.000 krónur fyrir nefndarstörf
árið 1985.
Mér hefur orðið tíðrætt um þing-
menn og lækna vegna þess að nú
fer ég vinsamlegast fram á það að
fjármálaráðuneytið gefi upp allar
tekjur þessara tveggja launþega-
hópa og verði ekkert undan dregið,
ekki einu sinni nefndarstörf. Ég lít
svo á að nefndarstörf fylgi þing-
mennsku, þó það sé ekki einhlítt,
einnig matarpeningar þingmanna
utan af landi og húsaleigustyrkur
og viðbót ráðherra ofan á þingfarar-
kaupið á vitaskuld að fylgja með.
Þegar ég tala um lækna hér að
framan þá á ég við sjúkrahússlækna
því ríkið samdi við þá fyrir nokkrum
vikum en fátt hefur verið rætt um
þá samninga.
Þess má geta að aðstoðarlæknar
eru með svipuð byijunarlaun og
doktorar fá eftir 15 ár í kennslu
og hækka um tæp 20.000 eftir 6
ára starf (ef þessi doktor væri lækn-
ir þá giltu sömu reglur, honum yrði
borgað sem kennara en ekki sem
lækni.) Sem sagt; hver voru meðal-
mánaðarlaun sjúkrahússlækna
1986? Laun ársins 1986 umreiknuð
til desembergildis eins og gert var
þegar meðallaun kennara voru
reiknuð.
Mál er að linni. Tími er kominn
til að ríkisvaldið fari að borga
mannsæmandi laun, ekki bara fáum
útvöldum. Ríkisvaldið skrifa ég, já,
það er vegna þess að framkvæmda-
valdið, þ.e. ráðherramir eru þeir
sem ákveða stefnuna, formaður
samninganefndar ríkisins ræður
þama engu um, hann fer bara eftir
þeim línum sem ríkisstjómin setur
honum.
En hveijir stjóma ríkisstjóminni?
Höfundur er féiagsfræðingur,
kcnnari við Fjölbrautaskólann i
Breiðholti.