Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
fclk í
fréttum
Dave Brubeck í
_ Sovétríkjunum
Jazzkvartett Dave Brabeck er um
þessar mundir á tónleikaferða-
lagi í Sovétríkjunum og hefur hlotið
feikigóðar viðtökur. Er Ronald Re-
agan, Bandaríkjaforseti og Mikhail
Gorbachev, aðalritari Sovétríkj-
anna, hittust í Genf haustið 1985,
gerðu þeir með sér samning um
gagnkvæm menningarleg samskipti
og er þessi ferð Brabeck-kvartetts-
ins tilkomin vegna þess. Tónleikam-
ir hafa verið vel sóttir og
áheyrendur látið ánægju sína ós-
part í ljósi. Einnig hefur komið vel
fram á tónleikunum að þeir kann-
ast við lögin sem leikin era, ekki
síður bandarísk þjóðlög en önnur.
Frá Moskvu hélt kvartettinn til
Leningrad og Tallin í Eistlandi.
Þessir dönsuðu í 25 klukkutíma (frá vinstri): Arni Jónsson, Ólafur Ólafssson, Árni Ólafur Ásgeirsson,
Þuriður Halldórsdóttir og Halldór Jónsson.
Maraþondans í Bústöðum
Fyrirsætan 1987
Fyrirsætan er ungt fyrirtæki,
sett á stofn síðastliðið haust,
er útvegað hefur auglýsingastofum
o.fl. fyrirsætur af öllum stærðum
og gerðum ef svo má að orði kom-
ast. í kvöld kl. 19.00 gengst fyrir-
tækið fyrir kjöri „Fyrirsætunnar
,_1987“, fer keppnin fram í veitinga-
húsinu Kvosinni og er þetta í fyrsta
skipti sem íslenskt fyrirsætuumboð
heidur slíka keppni. Markmið
keppninnar er að aðstoða stúlkum-
ar er þátt taka í keppninni við að
komast til starfa hjá erlendum
umboðsskrifstofum, sem sendar
verða myndir af þátttakendum. Sig-
urvegarinn hlýtur að launum ferð
til Parísar og snyrtivörar.
Fordrykkur verður fram borinn
kl. 19.00 og síðan ljúfengur máls-
verður. Ymis skemmtiatriði verða,
svo og tískusýning.
Heimsfræg - um stund
Blaðamaðurinn, Margarita
Mathiopoulos, sem er af
grískum upprana, hlaut heims-
frægð nú fyrir skömmu er Willy
Brandt gerði hana að talsmanni
vestur-þýska Jafnaðarmanna-
flokksins. Ekki sat hún þó lengi
í því starfí því Brandt varð að
segja af sér vegna þessa og sagð-
ist hún þá ekki hafa hug á starfinu
lengur. Á þessari mynd sjáum við
Mathiopoulos ásamt leikaranum
góðkunna Peter Ustinov, en þau
komu fram í sjónvarpsþætti í vest-
ur-þýska sjónvarpinu fyrir
skömmu.
Opið hús var í Bústöðum á með-
an á keppninni stóð, var öllum
velkomið að líta inn, miðaverð var
100 krónur, gilti miðinn sem happa-
drættismiði og var dregið í happa-
drættinu þegar að keppninni
lokinni. Kl. 21 á laugardagskvöldið
vora 5 keppendur uppistandandi.
Veita hafði átt 3 verðlaun, 5.000
kr., 3.000 kr. og 2.000 kr. þeim sem
dansað gætu klukkutímana 25.
Átti dómnefnd að skera úr um
hveijir ynnu ef þeir væra fleiri en
þrír og taka mið af hressileika,
hreyfigetu, dansstíl og úthaldi. Þeg-
ar til kastanna kom var ákveðið að
skipta vinningsupphæðinni kr.
10.000 á milli þeirra fimm er uppi.
stóðu að keppninni lokinni.
Lj6smynd:Morgunblaðið/Ámi Sæberg.
Stúlkurnar 10 er þátt taka í keppninni eru á aldrinum 15-20 ára og heita þær (frá hægri talið):
Guðrún Valdemarsdóttir, Svanhildur Ólafsdóttir, Anna Björg Jónsdóttir, Bertha María Waagfjörð,
Halla Svavarsdóttir, Marta Svavarsdóttir, Sigrún Eyfjörð, Anna Herdís Eiríksdóttir, Agla Egilsdóttirr
og Vilborg Víðisdóttir.
Reuter
Maraþondanskeppni var haldin I
um sl. helgi í félagsmiðstöð-
inni, Bústöðum í Reykjavík. Hafði
| hópur unglinga, með aðstoð starfs- |
manna félagsmiðstöðvarinnar,
undirbúið keppnina í 3 vikur, tryggt
sér aðstöðu og læknishjálp, safnað
áheitum og styrkjum frá fyrirtækj-
um og einstaklingum til þess að
hægt væri að vera með mat á staðn-
um og veita verðlaun. 30 unglingar
hófu keppnina kl. 20 á föstudags-
kvöld og var fyrirfram ákveðið að
henni skyldi ljúka kl. 21 laugardag-
inn 28. mars. Á klukkustundarfresti
var gefín 5 mínútna hvíld, læknir
og hjúkranarfræðingur vora á bak-
vakt og skiptust á um að koma á
nokkurra klukkustunda fresti og
var fram tekið í reglunum að þau
gætu vísað keppendum úr keppn-
inni ef heilsufar viðkomandi virtist
í hættu.