Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 23 Nýja flugstöðvarbyggingin á Keflavíkurflugvelli. flugfélaganna, gisti- og veitingastaði, sérleyfis- og hópferðaakstur, leigubif- reiðaakstur, framleiðslu og sölu matvæla, minjagripa og fatnaðar. Erlendir ferðamenn eru því eins konar viðbót við neytendur landsins. 120.000 ferðamenn Hingað komu um 120 þúsund er- lendir ferðamenn árið 1986. Á því leikur ekki nokkur vafi að sé hér rétt á málum haldið og mótuð ákveðin og markviss ferðamálastefna getur ferðamönnum farið mjög fjölgandi á næstu árum. Island er land hins hreina vatns, tæra lofts og ómengaðrar náttúru. Hingað hafa þvi ferðamenn margt að sækja og ómældir eru þeir möguleikar sem felast í þeim kostum sem ísland hefur yfir að ráða í hverum sínum og heitum laugum. Á því sviði getur mikil uppbygging átt sér stað ekki síður en á sviði hótel- og gistiþjón- ustu, en þar er nú mjög vel að verki staðið þessi misserin fyrir frumkvæði dugmikilla einstaklinga. Ekki háskólanám Þetta sýnir að fyllilega er orðið tímabært að koma á fót almennum ferðamálaskóla þar sem auk gisti- og veitingareksturs yrðu kenndar aðrar greinar sem að móttöku og þjónustu við ferðamenn lúta. Má þar nefna rekstur ferðaskrif- stofa og störf á þvi sviði, svo sem skipulag ferða, ráðstefnuhald, útgáfu farseðla og markaðs- og kynningar- mál. Annar þáttur er leiðsögn ferða- manna en á því sviði er þegar um árlegt námskeiðahald að ræða. Þá má nefna gestamóttöku, tungumála- nám o.fl. auk þeirra greina sem tengjast rekstri hótela og gistihúsa í þéttbýli og dreifbýli. í þessari tillögu er ekki um það fjallað hve langt slíkt nám ætti að vera eða hvar í skólakerfinu ætti að finna því stað. Ekki sýnist þó nein ástæða til að um háskólanám verði hér að ræða. Skólinn verði í Kópavogi Nokkur undirbúningur að þessu máli hefur þegar átt sér stað. Árið 1983 var gerður samningur milli menntamálaráðuneytisins og bæjar- stjómar Kópavogs um skólahald á framhaldsskóla- og grunnskólastigi í Kópavogi. Er m.a. gert ráð fyrir að komið verði þar upp skóla í matvæla- greinum og að hagkvæmt yrði að tengja saman hótel- og veitingaskóla og matvælaskóla. Hefur nefnd, sem um þessi mál hefur fjallað, gert ráð fyrir að við Menntaskólann í Kópa- vogi verði komið upp bóknámssviðum, gestamóttökubraut og leiðsögubraut, sem tengdist verknámi á matvæla- og hótelsviði. Með þessu hefur ákveðið undirbún- ingsstarf þegar verið unnið og greini- lega er það bæði hagkvæmt og skynsamlegt að tengja nám í ferða- málum við Hótel- og veitingaskólann sem verða mun í Kópavogi þegar húsnæði þar hefur fengist. Með stofnun fyrsta ferðamálaskóla landsins mun mikilvægt skref verða stigið til þess að efla þessa ört vax- andi atvinnugrein og það tryggt að ungt fólk, sem starfa vill að ferðamál- um, þurfi ekki lengur að sækja menntun sína út fyrir landsteinana. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Rcykjanes- kjördæmi. Brást Albert Guðmundsson stuðningsmönnum sínum? eftirJón Magnúson Hlutir gerast stundum hratt í stjórnmálum og iðulega óvænt. Þegar ég fór utan, mánudaginn 23. mars sl., óraði mig ekki fyrir því, að ákveðinn hluti þess fólks, sem sat með mér á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins, yrði komið í framboð fyrir aðra stjórnmálahreyfingu þeg- ar ég kæmi heim næsta laugardag á eftir. Ég hef lengi talið það gæfu borg- aralega sinnaðs fólks á íslandi að skipa sér í sama stjómmálaflokkinn í stað þess að beijast í sundurleitum fylkingum eins og vinstri mennim- ir. Vegna samstöðu sinnar hafa sjálfstæðismenn verið forustuafl í íslenskum stjórnmálum og náð að sýna enn á ný í tíð þessarar ríkis- stjórnar hveijum þjóðin getur best treyst til að bæta Iífskjörin, draga úr verðbólgunni og auka frelsi fólksins til að móta nútímalegt, fjöl- breytt þjóðfélag. Þessi sjónarmið voru rækilega undirstrikuð á lands- fundi flokksins í byrjun mars, jafnframt því sem ný markmið voru sett til að þoka málum einn frekar áfram hina réttu leið, að mati okk- ar sjálfstæðisfólks. Við vomm sannfærð um, að sá árangur sem náðst hefur fyrir atbeina forustu- manna flokksins í ríkisstjórn, mundi tryggja Sjálfstæðisflokknum góða kosningu, jafnvel enn betri en nokkru sinni fyrr. Við kepptumst við að sætta ólík sjónarmið og ná fram þeim lausnum sem sjálfstæðis- fólk gæti staðið saman um sem einn maður — og það tókst. Samstaðan og einingin var síðan staðfest með glæsilegu kjöri formanns flokksins og varaformanns, en þeir fengu hvor um sig meira atkvæðafylgi nú en nokkru sinni fyrr. Ætla mætti að hefðu þau mál verið uppi, sem skiptu þá svo miklu sem nú hafa hlaupist undan merkj- um, hefðu þeir komið fram með þau á landsfundinum, en svo var ekki. Enginn þeirra, sem sat á lands- fundinum og býður sig fram fyrir Borgaraflokkinn, markaði sér mál- efnalega sérstöðu. Það er því ljóst að þetta fólk býður sig ekki fram vegna málefnaágreinings hefur af allt öðrum ástæðum. En hvað skeði? Iðnaðarráðherra viðurkenndi að hafa brotið trúnað við kjósendur sína með því að gleyma að gera skattayfirvöldum grein fyrir greiðslum meðan hann var æðsti yfírmaður þeirra aðila og sagði af sér ráðherradómi. Engin Jón Magnússon „En þar sem enginn málef naágr einingnr var f yrir hendi á milli Alberts og annarra í Sjálf stæðisflokknum hefði verið eðlilegra að hann byði fram sérlista í Reykjavík og' færi fram á að fá listabók- staf ina DD.“ krafa var gerð af hálfu okkar sjálf- stæðisfólks í Reykjavík um að hann viki sæti af lista flokksins. Með því var iðnaðarráðherra í raun vottað traust okkar, þrátt fyrir það að við- urkenning lægi fyrir af hans hálfu um mistök, sem eru óneitanlega alvarleg, með tilliti til þeirrar stöðu sem hann gegndi þegar mistökin áttu sér stað, hveiju sem kenna má um. Þessi traustsyfírlýsing var e.t.v. ekki óeðlileg í Ijósi þeirra stað- reynda að Albert Guðmundsson hefur um langt skeið verið mjög ötull flokksmaður og virtur af mjög mörgum okkar og unnið þrekvirki í flokksstarfi, m.a. við byggingu Sjálfstæðishússins í Reykjavík. Það var hins vegar hans eigin ákvörðun að fara af listanum, en með því bregst hann þeim sem tryggðu hon- um góða kosningu í síðasta próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins. Mjög veigamiklar ástæður verða að Iiggja að baki svo afdrifaríkri ákvörðun og ég fæ ekki séð hveijar þær eru. Fyrir síðustu kosningar var mjög lagt að dr. Gunnari Thor- oddsen að gefa kost á sér til sérstaks framboðs. Dr. Gunnar var þá forsætisráðherra og mikið mál- efnalegt djúp var á milli hans og þeirra, sem þá leiddu flokkinn, jafn- framt var að honum vegið með ýmsum hætti og í mörgu mjög ósæmilega að mínu mati. Dr. tíunn- ar tók hins vegar þá ákvörðun að fara ekki fram, en barðist þó ótrauður fyrir sínum málum til dán- ardægurs. Dr. Gunnar gerði þar rétt. Ég hygg að stærsti hópur þeirra, sem nú hafa ýtt Albert Guð- mundssyni út í sérframboð, sé sá sami og hvatti dr. Gunnar eindreg- ið til hins sama á sínum tíma. Á þeim tíma vorum við Albert báðir andvígir því að dr. Gunnar færi fram og ræddum það mál við hann. Dr. Gunnar var þá ekki í framboði fyrir flokkinn en fór hvergi. Albert Guðmundsson var í framboði fyrir flokkinn en fór. Ég hygg að á síðustu 10 árum hafi stundum verið full ástæða til að láta skerast í odda innan Sjálf- stæðisflokksins, t.d. í upphafi frjáls- hyggjutímabilsins og í framhaldi af því, þegar mjög var þrengt að stuðningsmönnum Alberts Guð- mundssonar og dr. Gunnars. í því efni hafði Albert Guðmundsson aldrei neina forustu, hvorki til að andmæla fijálshyggjunni né þeim aðilum sem harðast vógu að stuðn- ingsmönnum hans. Nú hafa veður skipast í lofti á annan veg innan flokksins. Meiri eindrægni er ríkjandi, samstaða um stefnu og þau persónulegu hjaðningavíg sem voru fyrir hendi í svo ríkum mæli eru ekki til staðar í dag umfram það sem er eðlilegur fylgisfískur stjómmálabaráttu. Hvaða ástæða er þá til að efna til þess óvinafagn- aðar sem þetta sérframboð hefúr í för með sér? Hvaða knýjandi ástæð- ur valda því að menn segja sig úr lögum við þá sem votta þeim traust og stefna kosningasigri Sjálfstæðis- flokksins í hættu? Ég ætla að Albert skuldi okkur, sem höfum stutt hann í gegnum tíðina, skynsamlega skýr- ingu á því og ég vænti hennar. Það er e.t.v. kaldhæðni örlag- anna, að sama dag og þau mál fóru af stað, sem leiddu til afsagnar Alberts Guðmundssonar, birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu um sérframboð og réttindi minnihluta í stjómmálaflokkum. Albert Guð- mundsson hafði fullan rétt til að skjóta máli sínu til kjósenda, við því er ekkert að segja, það em sjálf- sögð lýðréttindi hvers einasta manns. En þar sem enginn mál- efnaágreiningur var fyrir hendi á milli Alberts og annarra í Sjálfstæð- isflokknum hefði verið eðlilegra að hann byði fram sérlista í Reykjavík og færi fram á að fá listabókstafína DD. í raun hefði verið hægt fyrir stuðningsfólk Alberts að bjóða fram í öllum kjördæmum undir þessum listabókstöfum. Þetta varð hins vegar ekki raunin. í þess stað var stofnaður nýr stjómmálaflokkur og boðið fram undir gunnfána hans og þar með rofín þau flokkslegu tengsl, sem ella kynnu að hafa ver- ið fyrir hendi. Framboð Alberts nú er því allt annars eðlis en t.d. fram- boð þeirra Jóns G. Sólnes, Eggerts Haukdal og Sigurlaugar Bjama- dóttur á sínum tíma, sem öll sóttust eftir sérframboði á vegum Sjálf- stæðisflokksins. Á því er regin- munur að stofna til einstaks sérframboðs og stofna stjómmála- flokk. Sjálfstæðismenn hljóta því eðli málsins samkvæmt að mæta nýja flokknum með sama hætti og öðrum stjómmálaandstæðingum. Höfundur er lögmaður og skipar 8. sætiá framboðslista Sjálfstæð- isflokks i Reykjavíkurkjördæmi. Mest notaða gagnasafnskerfið á markaði í dag erdBASE 111+ sem fæst á flestar einkatölvur. Nú er dBASE 111+ komið á markað, enn fullkomnara en fyrri kerfi og mun auðveldara í notkun. Markmið: Á þessu námskeiði fá þátttakendur þjálfun í notkun dBASE III í því skyni að setja upp gagnasöfn, skipuleggja gagnameðhöndlun og gagnaúrvinnslu og útbúa hvers konar prentlista. Efni: Um gagnasafnskerfi • Skipulag gagna til tölvuvinnslu • Uppsetning gagnasafns • Fyrirspurnir • Samfléttun gagna- safna • Útreikningar og úrvinnsla • Útprentun. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja tileinka sér hagkvæmni sem fylgir notkun gagnasafnskerfa við alls kyns gagnavinnslu. Tími og staður 13.—15. apríl kl. 13.30—17.30 Ánanaustum 15 ▲ Stjómunarfélag íslands Ánanaustum 15-Sími: 621066 Leiðbeinandi: Valgeir Hallvarðsson, véltæknifræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.