Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 VORHRET í ENSKA GARÐINUM Samkvæmt reglum og fornum fræðum er vo- rið komið til Bæjaralands, en greinilega hefur gleymst að láta móður náttúru vita. Þessi mynd var tekin I gær af Miinchenarbúa, sem veður krapið í Enska garðinum. Snjólag er á borðum og bekkjum við kínverska turninn, sem rétt sést í vinstra homi, og var því ekki hægt að reiða fram mat og drykk þann vordaginn. Bandaríkin: Ofærð og metkuldi í Miðvesturríkjunum Chicago. AP. ALLT að 40 sm jafnfallinn snjór olli miklu öngþveiti í borgum í Miðvesturríkjunum á þriðjudag, en mikil kulda- bylgja hefur gengið yfir Bandaríkin allt til Mexíkóflóa. Stjómvöld segja, að 18 manns hafi látið lífið af völdum þessa óvenjulega vorhrets. Þá hefur orðið tjón á uppskeru og búpen- ingi. Allt að 5,5 metra háir skaflar lokuðu enn sumum hraðbrautum í Nebraska og Kansas í gær, og talið er, að þúsundir nautgripa hafi drepist þar á undanfömum dögum. I Kanada hefur ástandið verið verst í Ontaríó. Þar hefur orðið að aflýsa skólahaldi vegna ófærð- ar. Kuldamet hafa verið slegin í yfir 20 bandarískum borgum, að sögn veðurfræðinga. í Birming- ham í Alabama var allt snæviþak- ið og í gær voru frostaðvaranir gefnar út í fjallahéruðum Norð- ur-Karólínu, Suður-Karólínu, Georgíu og Kentucky. Gengi gjaldmiðla London, AP. B AND ARÍKJ ADOLL AR hækk- aði í gær gagnvart flestum helztu gjaldmiðlum heims nema sterl- ingspundinu og kanadíska doll- araum. Verð á gulli lækkaði. Síðdegis í gær kostaði pundið 1,6035 dollara (1,6025), en annars var gengi dollarans þannig, að fyr- ir hann fengust 1,8190 vestur-þýzk mörk (1,8095), 1,5200 svissneskir frankar (1,5115), 6,0485 franskir frankar (6,0195), 2,0525 hollenzk gyllini (2,0415), 1.295,75 ítalskar lírur (1.287,50), 1,3085 kanadískir dollarar (1,3099) og 146,70 jen (146,60). Gullverð lækkaði og kostaði hver únsa 419,20 dollara (420,50). 1. apríl hugleiðing TheEconomist Kominn tími til að breyta tímanum NÚ hefur nógu lengi verið farið eftir hinum forau Babylóniu- mönnum. Fyrir þær sakir einar að þeir voru heiUaðir af tölunum tólf og sextíu hefur maðurinn setið uppi með tólf klukkustundir á klukkum sínum, sextíu mínútna klukkustund og sextíu sek- úndna mínútu. Brátt verður aðferð Babýlóníumanna við að skipta upp deginum bæði óhagkvæm og kostnaðarsöm. Tugakerfið, sem haldið hefur innreið sína í gjaldmiðlum jafnt sem þyngdar- og lengdarmæUngum, hæfir nútímaheimi betur. Hvernig væri að skipta sólarhringnum í tíu klukkustundir, klukkustund í hundrað mínútur og mínútu í hundrað sekúndur? Baraaböra okkar yrðu þakklát. 24 klukkustunda dag- ur dugar ekki En það þarf pólitískt hugrekki til að hrinda breytingunni í fram- kvæmd. Árið 1751 þegar Eng- lendingar tóku loksins upp dagatalið, sem Gregoríus páfi XIII innleiddi í stað dagatals Jú- líusar Sesar, brutust óeirðir út meðal lýðsins. Þetta latti Japana og þeir sigldu ekki kjölfarið fyrr en árið 1873 og Grikkir biðu til ársins 1923. Reynt hefur verið að taka upp tugakerfí í mælingu tíma áður, en sú tilraun var klaufaleg og vafasamar ástæður lágu að baki. Árið 1792 breytti þjóðþing frönsku byltingarinnar dagatalinu og innleiddi tíu daga viku og tíu klukkustunda sólar- hring með eitt þúsund mínútum og hundrað þúsund sekúndum. Helsti tilgangur þessa var að skaprauna kirkjunni, því að erfítt yrði að henda reiður á helgum dögum í hinu nýja dagatali. Al- menningur var öldungis áhuga- laus. Frakkar færðust of mikið f fang og það of snemma. Nú fyrst, um fjögur hundruð árum eftir að Símon Stefm, gleymdur belgískur kaupsýslumaður, fann upp tuga- kerfið, er að kalla má efnahagsleg nauðsyn að tími verði talinn sam- kvæmt tugakerfi. Verðbréfa- og peningamarkaðir eru að rafvæð- ast og upplýsingar fljúga um heiminn þveran og endilangan með þeim afleiðingum að hver bókhaldsfærsla mun að lokum aðeins gilda brot úr degi. Það verður hræðilega flókið að reikna út vexti á innlagt fé fyrir hluta úr degi samkvæmt því kerfi, sem viðgengst á vorum dögum, þ.e.a. s. tólf klukkustundir sinnum sextíu mínútur sinnum sextíu sek- úndur. Fyrst tími er peningar og peningar eru taldir í tugum, kæmi ekki að sök ef tugakerfi yrði tek- ið upp í mælingu tíma. Útreikn- ingar vísindamanna, sem sýknt og heilagt þurfa að gera ráð fyrir tíma, en eru oft og tíðum lélegir í hugarreikningi, yrðu einnig sýnu auðveldari ef þeir gætu notað tugakerfi í stað þess að margfalda og deila. Langferðir yrðu einfaldari með notkun tugakerfis. Fyrir utan flugmenn eru fáir á heimavelli í tuttugu og fjögurra klukkustunda sólarhringnum. Tíu nýjar klukku- stundir, sem hver næmi 2,4 gömlum, hefðu sömu kosti og tuttugu og fjögurra klukkstunda kerfið. Aftur á móti þyrftu far- þegar ekki að stunda heilaleikfími með tvær klukkur, annars vegar tuttugu og fjórar klukkustundir flugfélaganna og hins vegar þessa með tólf klukkustundum, sem þeir hugsa eftir. Tugakerfíð myndi fækka þeim vandamálum, sem fylgja því að ferðast langar vegalengdir og þurfa að aðlaga sig að breyttum tíma, því tíma- beltum myndi fækka. Heiminum er skipt upp í þijú hundruð og sextíu gráður. Þeim er skipt í tuttugu og fjóra hluta og er þá hvert tímabelti aðeins fímmtán gráður. Samkvæmt þessu eru fjögur tímabelti í Bandaríkjum Norður-Ameríku (án þess að telja Alaska með) og í Sovétríkjunum eru ellefu tímabelti, sem er fárán- legt. Ef tíu klukkustundir yrðu í sólarhring væri hvert tímabelti 36 gráður og aðeins tvö belti í Bandaríkjunum og fímm í Sov- étríkjunum. Ef vinnudeginum yrði skipt nið- ur á nýjan leik og framleiðni héldi áfram að aukast í iðnríkjum vorra daga myndi það auðvelda verka- fólki að knýja fram aukinn frítíma. Það væri nokkrum auðug- um ríkjum í hag að ýta undir styttri vinnudag í framtíðinni. Lengri klukkustund væri tilvalin til að þyrla ryki í augu hinna vinnusjúku, sem andvígir eru breytingunni. Það hljómar hræði- lega að hefja vinnu klukkan fjögur (nýi tíminn) og virðist áliðið að fara heim klukkan sjö. Þriggja stundarfjórðunga matartími er nánast sjálfsafneitun. í raun væri slíkur vinnudagur, frá Qögur til sjö, tuttugu og þremur prósentum styttri en gamli níu til fímm vinnu- dagurinn með klukkustundar matartíma. Tilvalið væri að gera þessa breytingu 1. apríl, sem er mánuð- urinn með hundraðasta degi ársins. Þýtt úr The Economist Brugðið á leik 1. apríl: Thatcher o g Gorbachev kyssast í Gorkí-garði - sagði í frétt The Daily Mirror London, Reuter, AP. BLAÐAMENN og Ijósmyndarar breska dagblaðsins The Daily Telegraph stóðu þau Mikhail Gorbachev og Margaret Thatcher þar sem þau kysstust innilega á bekk í Gorkí-garði í Moskvu. Dagblaðið The Independant sagði grískan smábónda hafa fundið handlegginn sem vantar á styttuna frægu Venus frá Míló á áður óþekktri eyju sem nefndist Melos. Fjölmiðlar og fyrirtæki i Evr- ópu brugðu á leik eingöngu í þvi skyni að láta almenning hlaupa aprfl. Mörgum BMW-eigandanum hefur vafalaust brugðið í brún þegar fyrirtækið tilkynnti að í ljós hefði komið að nokkrir bílar sem bæru merki fyrirtækisins væru í raun eftirlíkingar. Var eigendum bifreiðanna bent á að hvolfa bílstjórasætinu, leggjast ofan á það og spyma fótum í framrúð- una. Þannig mætti sjá hvort teppið á gólfí bflsins hallaði meira til hægri heldur en vinstri. í Frakklandi var frá því skýrt að Charles Pasqua innanríkisráð- herra hygðist fylgja eftir herferð sinni gegn klámi með því að banna kvenfólki að spóka sig án bijósta- haldara á frönskum baðströndum. Ennfremur var sagt Albin Chalan- don, dómsmálaráðherra, hefði ákveðið að láta endurreisa Bastill- una, sem byltingarmenn réðust gegn árið 1789. Breska tímaritið The Econom- ist hvatti til þess að tugakerfíð yrði tekið upp í tímamælingum þannig að 10 klukkustundir yrðu í sólarhring, 100 mínútur í klukkustundinni og 100 sekúndur í mínútunni. Sagði blaðið að áhrifa hinna fomu Babýlóníumanna, sem komu núverandi skipan á tímamælingar, hefði gætt nógu lengi. Breska dagblaðið Guardian kvaðst hafa fengið elstu ljósmynd í heimi í hendur. Hefði japanskur vísindamaður tekið hana árið 1782, 50 ámm áður en Evrópubú- ar hófu tilraunir með ljósmyndun. The Daily Mail sagði að stór- hættulegir gullfískar hefðu að undanfömu verið seldir fjölskyld- um víða um landið. Sagði í frétt blaðsins að um væri að ræða teg- und sem hefði orðið til við blöndun gullfísks og piranafisks. Voru gullfískaeigendur hvattir til að ganga úr skugga um hvort fískur- inn þeirra væri í raun stórhættu- legur með því að halda brauðhleif yfír fískabúrinu. Ef fískurinn tæki undir sig stökk og hremmdi hleif- inn væri ekki um meinlausan og eðlilegan gullfísk að ræða og því ráðlegast að fara varlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.