Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Turbo Vandað námskeið í hinu geysivinsæla forrit- unarmáli Turbo Pascal. Dagskrá: ★ KynnlngáforritunarmálinuPascal. ★ Rltþórinn í Turbo Pascal. ★ Helstu skipanir. ★ Gagnabreytur. ★ Uppbyggingforrita(strúktúr). ★ Undirforrit og föll. ★ Skráarvinnsla. ★ Forritasöfn (Toolbox). UUbebuadb Frosti Sigurjónsson, forritari. Nemendur vinna að verklegum mBugum i timum. Tími: 7.-9. apríl kl. 18-22. Innritun daglega frá kl. 8-22 í símum 687590,686790,687434 og 39566. Tölvufræðslan Borgartúni 28 BELDRA Ystrauborðin fást íbúsáhaldaverslunum og kaupfélögum um landallt. EINKAUMBOÐ I.GUÐMUNDSSON & CO HF. SÍMI 24020 Framsókn til framfara PÚSEMSTRÆJJAR GERÐU KRÖFUR! BELDRAY strauborðin eru fyrirþá sem strauja. Þau eru léttog meðfærilegog standastkröfurum góða aðstöðu fyrir þig, straujárnið og þvottinn. Þannig á gott strauborð að vera. eftir Unni Stefánsdóttur Í hinni hefðbundnu stjómmála- umræðu er mönnum og flokkum skipað til hægri og vinstri eftir stefn- um og lífsskoðunum. Afturhaldsöflunum og gróðaöflun- um er skipað til að hægri en hinum, sem segjast vera fijálslyndir og lýð- ræðissinnaðir, er skipað til vinstri. Við nánari athugun sést raunar hve þessi skilgreining getur verið hæpin. Þetta kemur glöggt í ljós þegar íslenska flokkakerfið er skoðað. Innan Alþýðubandalagsins, sem al- mennt er talið til vinstri, má flnna mesta afturhald sem til er í íslenskum stjómmálum. Fijálshyggja sumra for- kólfa Alþýðubandalagsins er mun svæsnari en þeirra sem lengst vilja ganga í Sjálfstæðisflokknum. í Sjálf- stæðisflokknum er fjöldinn allur af fólki sem alls ekki á þar heima sam- kvæmt hinni venjulegu pólitísku skilgreiningu. Þannig ala öfgar af sér aðrar öfgar í stjómmálum eins og víða annars Flísar flísaefni verkfæri Komið í sýningarsal okkar og skoðið möguleikana á notkun Höganás flísa í húsið. Veljiðsíðan Hoganas fyrirmynd annarraflísa == HÉÐINN = SEUAVEGI2, REYKJAVIK RYKSUGAN Húnervönduð og vinnur vel • 1000 watta kraftmikill mótor • Afkastar 54 sekúndulitrum • Lyftir 2400 mm vatnssúlu • 7 lítra poki • 4 fylgihlutir i innbyggðri geymslu: • Stillanleg lengd á röri • Mjög hljoðlat (66 db. A) • Fislétt, aðeins 8,8 kg • Þreföld ryksía • Hægt að láta blása • 9,7 m vinnuradíus • Sjálfvirkur snúruinndráttur • Teppabankari fáanlegur • Taupoki fáanlegur • Rómuð ending • Hagstætt verð Reyndu hana á næsta útsölustað Einkaumboð: SJ JÓHANN ÓLAFSSON & CO Sundaborg 13, sími 688588 Mikligarður v/Sund JL-húsið, rafdeild Rafha, Hafnarf. Gellir, Skipholti Teppabúðin. Suðurlandsbraut Raforka, Akureyri KB, Borgarnesi KHB. Egilsstöðum Verzl. Sig. Pálma, Hvammstanga KH. Blönduósi Straumur, ísafirði KASK, Höfn Rafbuð RÓ. Keflavik Árvirkinn. Selfossi Kjarm. Vestmannaeyjum Rafþj. Sigurd . Akranesi Grimur og Arni, Husavik Rafborg, Patreksfirði Unnur Stefánsdóttir „Lífsskoðun miðju- mannsins grundvallast á virðingu fyrir mann- inum sem einstaklingi, einstaklingi sem er til- búinn til samstarfs og samvinnu við aðra. Til- litssemi og virðing fyrir öðrum er undirstaða þess að hver maður fái notið sín.“ staðar. í miðju hinna pólitísku átaka er hins vegar afl sem hefur á stefnuskrá sinni félagslegt réttlæti og heilbrigða athafnaþrá einstaklingsins. Lífsskoðun miðjumannsins Lífsskoðun miðjumannsins grundvallast á virðingu fyrir mann- inum sem einstaklingi, einstaklingi sem er tilbúinn til samstarfs og samvinnu við aðra. Tillitssemi og virðing fyrir öðrum er undirstaða þess að hver maður fái notið sín. Áhersla er lögð á rétt hvers manns til frumkvæðis og athafna, en um leið á skyldur hans og ábyrgð. Athafnasemin má ekki vera á kostnað annarra, hvorki samtíma- manna né komandi kynslóða. Miðjumaðurinn hafnar hugmynd- um markaðsaflanna um frelsi til skjóttekins gróða á kostnað kom- andi kynslóða, gróða sem orsakar mengun, hrun fískistofna og eyð- ingu gróðurs. Miðjumaðurinn hafnar einnig ábyrgðarlausum tilhneigingum til þess tímabundið að skapa falska velmegun með erlendum lántökum á kostnað næstu kynslóðar. Samnefnari miðjumanna Þótt grundvallarstefnumið Al- þýðuflokksins séu af svipaðri rót sýnir sagan að dekur flokksins við erlendar kennisetningar, nú síðast frjálshyggjuna, útilokar hann frá allri forustu á miðju stjórnmálanna. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei ánetjast klassískum kreddum og kennisetningum stjórnmálanna. Vegna sveigjanlegrar og öfgalausr- ar stefnu sinnar hefur flokknum tekist að laða aðra flokka til sam- starfs um helstu framfaramál samtímans hveiju sinni. Enginn flokkur hefur oftar og lengur setið í ríkisstjóm á íslandi en Framsókn- arflokkurinn og enginn flokkur á þar af leiðandi meiri þátt í mótun þess velferðarþjóðfélags sem við búum í. Hvað vill Fram- sóknarflokkurinn? En það sem máli skiptir nú er auðvitað framtíðin. Hvemig viljum við að þjóðfélag okkar þróist á næstu árum? Hvers konar þjóð- félagi ætlum við, sem nú ráðum ferðinni, að skila börnunum okkar? Framsóknarflokkurinn svarar þessum spurningum í stefnuskrá sinni sem samþykkt var á mið- stjómarfundi á Selfossi 20. og 21. mars sl. Þetta viljum við f ramsóknarmenn Efnahagsmál: Við viljum áfram- haldandi sókn til jafnvægis í efnahagsmálum. Við viljum varðveita þann árang- ur sem náðst hefur á síðasta kjörtímabili; minnstu verðbólgu í 15 ár, hæstu ráðstöfunartekjur heimilanna í sögu lýðveldisins, kjarabætur til hinna lægstlaunuðu, lækkandi erlendar skuldir og at- vinnu fyrir alla. Atvinnumál: Við viljum öflugt atvinnulíf sem staðið getur undir þeirri félagslegu þjónustu og al- mennu hagsæld sem við kjósum. Við leggjum áherslu á að at- vinnurekstur sé í höndum einstakl- inga og samtaka þeirra. Við viljum sem minnst afskipti ríkisvaldsins af atvinnuvegunum til þess að frumkvæði einstaklinga njóti sín sem best. Þó ber ríkisvaldinu að stuðla að heilbrigðum rekstrar- grundvelli atvinnuveganna og leggja rækt við nýsköpun í atvinnu- lífinu. Við viljum með öðrum orðum fóðra mjólkurkúna skynsamlega og hafa af henni sem mestar nytjar, en við viljum hvorki sleppa henni lausri í kálgarðinn eins og gróðaöfl- in vilja né viljum við slátra henni og éta eins og sumir vilja í Al- þýðubandalaginu. Byggðamál: Við boðum nýja öfluga byggðastefnu, sem miðar að því að íbúar dreifbýlisins njóti hlið- stæðra lífskjara og þjónustu, jafnt í félagslegum og menningarlegum efnum og aðrir íbúar landsins njóta. Við viljum nýtt stjómsýslustig, sem færir ákvörðunarvaldið í hend- ur heimamanna, og við viljum færa þjónustustofnanir heim í héruðin. Fjölskyldu- og félagsmál: Við viljum standa vörð um nýja hús- næðislánakerfið sem gerir fólki kleift að eignast húsnæði án þess að þurfa að fóma bestu árum ævi sinnar í þrotlaust strit og fjár- hagsáhyggjur. Við viljum réttlátari telquskipt- ingu sem miðist við að fjölskyldum sé gert kleift að lifa eðlilegu heimil- islífi. Við viljum að bama- og fjöl- skyldubætur með 3 bömum eða fleirum nægi til að launa foreldri fyrir heimavinnu kjósi það að gæta barna sinna heima. Við viljum auka framkvæmdir í þágu fatlaðra og bætta þjónustu og nægilegt framboð húsnæðis fyr- ir aldraða. Við viljum samræmt lífeyris- sjóðakerfi þannig að sjóðirnir myndi eina lífeyrisheild og við viljum að varðveisla og ávöxtun fjármuna lífeyrissjóðanna verði á heimaslóð. Heilbrigðismál: Við viljum standa vörð um heilbrigðiskerfið sem er ein meginundirstaða vel- ferðar. Við leggjum áherslu á fyrir- byggjandi aðgerðir, sem koma í veg fyrir sjúkdóma, og stuðla að sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Við viljum efla varnir gegn fíkniefnum, við viljum opinbera manneldis- og neyslustefnu, sem stuðlar að neyslu hollrar og nær- ingarríkrar fæðu, og við viljum hvetja til almennrar iþróttaiðk- unar. Mennta- og menningarmál: Við viljum endurskoðun menntakerfís- ins þannig að það fullnægi kröfum nýrra og breyttra tíma. Við viljum efla menntun kennara og fóstra. Við viljum fullt jafnrétti til náms og höfnum hugmyndum sjálfstæð- ismanna um vexti af námslánum. Við viljum efla listastarfsemi jafnt áhugamanna, fijálsra listhópa og helstu listastofnana þjóðarinnar. Við viljum gera Þjóðleikhúsinu og Listasafni Islands kleift að senda sýningar um landið. Höfundur er formaður Landssam- bands framsóknarkvenna og skipar 3. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins á Suður- landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.