Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
13
Ævisaga Thorbjarnar
læknis Thorlaksonar
Bækur
Finnbogi Guðmundsson
Höfundur: T.A.J. Cunnings:
The Saga of Doctor Thor
Útgefandi: University of Man-
itoba 1986
Á sl. ári kom út á vegum Man-
itoba-háskóla í Winnipeg ævisaga
Thorbjamar læknis Thorlaksonar
eftir T.A.J. Cunnings.
Hér er um mikið rit að ræða,
alls 635 blaðsíður, og fjallar svo sem
vænta má mest um fjölþætt störf
hans að heilbrigðismálum. Amold
Naimark, rektor Manitoba-háskóla,
segir í formála fyrir ritinu svo m.a.:
„Líklega hefur enginn maður í
sögu læknisfræðinnar í Manitoba
haft önnur eins áhrif og dr. Paul
H.T. Thorlakson — „Doctor Thor“,
eins og mönnum er ljúft að kalla
hann. Margir hafa þar skarað fram
úr í einstökum greinum, en enginn
haft víðari yfírsýn en hann, traust-
ari skilning á mikilvægi félagslegr-
ar þróunar læknaþjónustunnar né
verið betur lagið að hrinda stór-
brotnum áætlunum í framkvæmd."
Ljóst dæmi um þetta er þáttur
Thorbjarnar í Winnipeg Clinic,
kunnri læknamiðstöð í Winnipeg.
Hún var stofnuð 1938 og kom sér
upp fyrstu byggingu sinni 1942.
Fimm árum síðar, þegar reist var
fímm hæða viðbygging, réð Thor-
bjöm því, að undirstöður hennar
væru hafðar svo sterkar, að bæta
mætti síðar sjö hæðum ofan á hana,
en því verki var lokið 1962.
Þó að ævisaga Thorbjarnar sé
að vonum, sem fyrr segir, mest
helguð störfum hans að heilbrigðis-
málum, er til fróðleiks og tilbreyt-
ingar fléttað saman við hana
persónusögu, sem rakin er eftir
bréfum, ræðum, greinum og öðmm
gögnum, sem ævisöguritarinn hefur
haft aðgang að og unnið mjög vel
úr.
í 1. kapítula, t.a.m., er birt ræða,
er Thorbjöm flutti á móti, er niðjar
foreldra hans, sr. Níelsar Stein-
gríms Thorlákssonar og Eriku
Rynning, efndu til í september 1977
vestur í Seattle á Kyrrahafsströnd.
Mót þetta sóttu 85 manns af 104,
sem til greina komu, og em þá tal-
in með makar og börn, alls 61 niðji
þeirra hjóna. Fólk þetta kom víðs
vegar að, bæði frá Kanada og
Bandaríkjunum.
Thorbjörn rifjar í ræðu sinni upp
feril foreldra sinna, lýsir hvernig
fundum þeirra bar fyrst saman í
Noregi sumarið 1885, þar sem Níels
var þá við nám í guðfræði, en hann
hafði 1881 lokið BA-prófi í Luther
College í Decorah í Iowa-ríki. Hann
hafði 1873 flutzt vestur uum haf
með foreldmm sínum, Þorláki Jóns-
syni á Stóm-Tjörnum í Ljósavatns-
skarði og Henríettu Lovísu Nielsen,
en Erika Rynning var frá Eiðsvelli
(Eidsvold) og átti heima í Ósló,
þegar hér var komið sögu. Að loknu
guðfræðinámi í Ósló 1887 hélt Níels
aftur vestur um haf og vígðist
prestur í íslendingabyggðinni í og
umhverfis bæinn Minneota í Minne-
sota-ríki. Erika Rynning fór vestur
ári síðar, og vom þau Níels gefín
saman í hjónaband 18. maí 1888.
Þau eignuðust sex börn, fjóra syni,
Octavíus, Thorbjörn, Friðrik og
Hálfdan, og tvær dætur, Margréti
og Eriku.
Löngu síðar í ævisögunni er rifj-
aður upp kafli úr bréfí, er Margrét,
kona sr. Haralds Sigmars, ritaði
Thorbirni bróður sínum fyrir fáein-
um ámm, þar sem hún segir m.a.:
„Manstu, að mamma var vön
að láta okkur setjast kringum stóra
borðstofuborðið á laugardags-
morgnum, hvert með sitt spjald og
blýant, og skrifa norsku eftir því
sem hvert okkar hafði aldur til, og
kenndi okkur síðan að lesa norsku
og fara með utanbókar eftirlætis-
vísur og söngva? Ég held, að þú
40WM
Thorbjörn Thorlakson flytur kveðju Kanadamanna og kanadísku
stjómarinnar á 11 alda afmæli íslandsbyggðar á Þingvöllum 28.
júlí 1974.
hafír geymt þitt spjald í skríninu
þínu. Vegna þessara kennslustunda
skrifaði ég bréf mín jafnan á
norsku, eftir að ég fór að heiman,
og hún gat skrifað okkur á móður-
máli sínu.
Og svo urðum við að læra kverið
á íslenzku, og pabbi fermdi okkur
á því máli. Það varð því engin þraut
að læra þrjú tungumál, og það hef-
ur komið okkur að góðu haldi. Þá
höfum við numið margt af foreldr-
um okkar um Noreg og ísland,
menningu þeirra og erfðir."
Vegna þess að Islendingar voru
miklu fjölmennari í Manitoba en
Norðmenn, var eðlilegt að Thor-
bjöm beitti sér einkum fyrir
málefnum þeirra. Er þar kunnust
forganga hans um stofnun kenn-
arastóls í íslenzkum fræðum við
Manitoba-háskóla, en hann var
formaður nefndar þeirrar, er safn-
aði fé til þess fyrirtækis, og lagði
þar sjálfur ríflega af mörkum.
Thorbjöm hefur þó engan veginn
látið staðar numið við íslenzkuna,
heldur jafnframt gerzt einn af tals-
mönnum eflingar hinnar ijölþjóð-
legu kanadísku menningar,
hreyfingar, sem eignazt hefur
marga formæ'.endur í Kanada á
síðari ámm.
Hér er ekki rúm til að skýra
nánar frá sögunni af Thorbirni
lækni, en þess skal getið að lokum,
að sagan er tileinkuð eiginkonu
Thorbjarnar, Gladys Maree Thor-
lakson, sem verið hefur honum stoð
og stytta á langri og athafnasamri
ævi, en þau gengu í hjónaband í
nóvember 1920.
Höfundur er landsbóka vörður.
KVARTETTIW
ásamt stórhljómsveitinni
PAPERLACE
skemmta á stórdansleik ungra sjáifstæðismanna
í Reykjaneskjördæmi í Glaumbergi
föstudaginn 3. apríl kl. 21:00 - 03:00
Hljómsveitin PÓNIK leikur fyrir dansi.
Skemmtistjóri:
ELLERT EIRÍKSSON
Gestir kvöldsins:
VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON
ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN
Miðaverð kr. 600.-
Fríar rútuferðir kl. 20:30 frá sjálfstæðishúsunum
í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.
TOSHIBA
Ný og betri
MSX tölva
Kr. 10.700.-
• Tölvunni fylgir
leiðbeiningabók
á íslensku
• Innbyggð ritvinnsla
10 - 50 % afsláttur af
MSX tölvuleikjum
Góð tölva
- á góðu verði
HANS PETERSEN HF
GLÆSIBÆ SÍMI 82590