Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
57
Afmælishóf björgunarsveitarinnar Oks:
Fjölmargar gjafir bárust
Kleppjárnsreykjum.
't ......,r~
Morgunblaðið/Bemhard
Stofnfélagar samankomnir í afmælishófi björgunarsveitarinnar.
20 ARA afmælis björgunarsveit-
arinnar Oks var minnst með
veglegu hófi.
Þorvaldur Jónsson setti samkom-
una og bauð félaga og gesti vel-
komna. Rakti hann í stórum
dráttum sögu og störf björgunar-
sveitarinnar. Hannes Hafstein og
Haraldur Henrysson fluttu kveðjur
og árnaðaróskir frá Slysavamafé-
lagi íslands. Færðu þeir björgunar-
sveitinni þurrbúninga, hjálma og
vesti á þriggja manna áhöfn. Jón
Þórisson í Reykholti flutti kveðju
fyrir hönd stofnfélaga og færði
björgunarsveitinni „Avon“ slöngu-
bát sérstyrktan til siglingar á
grunnsævi og fiúðum. Jón Þórisson
var fyrsti formaður sveitarinnar og
fór nokkmm orðum um úpphaf og
tildrög að stofnun björgunarsveitar-
innar Oks. í fyrstu vom það
„góðhjartaðir bændur á gúmmí-
skóm“ sem lögðu fram aðstoð þegar
þess með þurfti og þróaðist starf-
semin í það horf sem björgunar-
sveitin er nú í dag.
Hálsahreppur, Reykholtsdals-
hreppur, Lundarreykjahreppur og
Skorradalshreppur færðu sveitinni
utnaborðsmótor á bátinn. Kiwanis-
klúbburinn Jöklar færðu björgunar-
sveitinni „Mobyra“-farsíma að gjöf
en Kiwanis-menn i Jöklum hafa
löngum staðið dyggilega við bakið
á sveitinni.
Einnig bámst björgunarsveitinni
peningagjafir frá eftirtöldum aðil-
um: Kvenfélagi Hálsahrepps,
Reykdæla og kvenfélaginu 19. júní,
Andakflshreppi, Lionsklúbbi Borg-
amess og slysavamadeildinni
Hringnum.
Vill stjóm björgunarsveitarinnar
Oks koma á framfæri bestu þökkum
til allra sem hlut eiga að máli.
— Bemhard
I
ÚRSMIÐAFÉLAG ÍSLANDS
AUGLÝSIR
Scrmerkjum
fyrir þi^!
VERÐLÆKKUN
AF ÚRUIAOG KLUKKUNl
Vegna breytinga á tollum er verð á
úrum og klukkum af viðurkenndum
gerðum nú lægra á íslandi en
í öðrum Evrópulöndum.
Það er orðið kjánalegt að kaupa sér
úr í útlöndum þegar það fæst
hér heima, ódýrara, með
fullri ábyrgð og öruggri
viðgerðaþjónustu.
Úrsmiðir innan Úrsmíðafélags
, íslands veita persónulega,
faglega og örugga þjónustu
og fulla ábyrgð á öllum
úrum og klukkum sem þeir selja.
En ef þú kaupir úr erlendis eða
í fríhöfnum er alls óvíst hvort
gild ábyrgð ogjijónusta er
fáanleg á fsíandi.
CITIZEN • ORIENT • SEIKO • TISSOT • CASIO
V
/ dag og á morgun
verður Kjötmarkaður SS í Austurveri.
Þar fœrð þú nýtt, fyrsta flokks svína- og
nautakjöt á hagstæðu tilboðsverði.