Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Herrí’y Kræðurnír sem sigruðii Eurovtsion 1964. 9*, 10. og 11 apríÍT' BANDARISKI SONGVARINN CHICO DEBARGE í FYRSTA SKIPTI Á ÍSLANDI EVRÓPO hinn Chico songvari við bansett rokið og slagveðrið. Um helgar fara þeir því með skíðin sín og bakpokann upp til fjalla í kafsnjó og kulda og sumir dvelja þar jafn- vel yfír jólin með fjölskyldu sinni, því það er svo „koselig" eins og þeir segja. Það þýðir huggulegt eða notalegt. Kona sem ég kannast við sagðist hlakka svo til að fara á skíði um helgina, því það er svo „koselig" að vera á skíðum, sagði hún og lygndi augunum. Ég horfði þungt hugsi á hana, mundi eftir öllum byltunum í Bláfjöllum. Það eru skiptar skoðanir meðal íslendinga hér um ágæti fjallabú- staðanna. Við lítum á öll þægindi sem sjálfsagðan hlut, en flestir bú- staðanna hér hafa hvorki rafmagn né rennandi vatn og salernið er í litiu útihúsi, þ.e. kamar. (Þó eru margir bústaðir hér með öllum þess- um þægindum.) Vinkona mín íslensk sagði mér hroðalega sögu af einni fjallaferð sinni með Norð- mönnum, sérstaklega var nætur- kamarsferðin í stinningskulda átakanleg. Því var ég ekkert voða glöð þegar dóttur minni var boðið upp í „hytta“ með nokkrum norsk- um skólasystrum sínum í vetrarfrí- inu. En þar sem áreiðanlegt fólk stóð að ferðinni þá lét maður undan og útbjó dótturina með vetrarfatnað sem nægt hefði allri norsku ríkis- stjóminni, og bað svo alla dýrlinga bæði norska og íslenska um að fylgjast með henni. Hún var nú sjálf oggulítið kvíðin, enda aldrei verið á gönguskíðum í óbyggðum. Ég benti henni hughreystandi á hetj- urnar frá Þelamörk og svo hófst fimm daga bið í óvissu. Þegar hún renndi í hlaðið aftur að kvöldi fímmta dags var hún með tárin í augunum. Skólasystur hennar tví- stigu vandræðalega og sögðu að hún hefði ekki viljað koma með þeim í bæinn aftur. Þær hefðu þurft að færa hana með valdi. Ferðasag- an fékk svo á sig heildarmynd. Þær höfðu byijað á að kynda upp bú- staðinn, með viði að sjálfsögðu, náð sér í vatn í lækinn sem innihélt alla flóru Noregs og síðan sötrað te meðan þær voru að ná hitastiginu úr mínus tíu gráðum í plús tuttugu. Bústaðurinn var einstaklega skemmtilega innréttaður með furu og fíneríi, og engin orð átti hún til að lýsa aðdáun sinni á smekklegu útihúsi. Dagamir liðu á göngu- skíðum um fjöll og dali í sól og snjó, stundum þeyttust þær í snjó- inn, stungu tijágreinum gegnum pulsur og grilluðu þær yfír báli, eða brytjuðu niður epli og færðu dádýr- unum í skóginum. Þetta var svo „koselig", sagði hún dreymin. Mikið á sú þjóð gott sem getur unað sér svona vel í eigin landi jafnt að vetri sem sumri, þarf ekkert frekar að fara í rándýra utanlands- ferð til að hvíla sálartetrið. Og mikið á sú þjóð gott sem hefur vit á að halda í gamlar hefðir og kennir bömum sínum að meta land sitt og náttúru. Þrátt fyrir hraða og vel- megun olíuþjóðfélagsins munu þeir áfram halda til fjalla, Norðmennim- ir, eins og þeir hafa gert öldum saman. Á gönguskíðum og með þennan dularfulla bakpoka sinn sem þeir skilja aldrei við sig. Hvað er í þessum bakpoka hefur maður oft hugsað og legið andvaka. En það verður sjálfsagt leyndarmál eins og þetta með skotapilsin. Hann Arvid og hún Turid standa héma fyrir utan húsið sitt í snjónum og sólinni og em að bera nokkrar tegundir af áburði á skíðin sín. Þau em að fara upp í Þelamörk um helgina í bústaðinn sinn. Þau spurðu mig hvort ég vildi koma með, en ég sagði hetjunum frá Þelamörk að ég kæmi kannski seinna. Fyrst ætla ég að æfa skíða- göngu héma bak við húsið. Höfundur er húsmóðir, kennari ognemií Kristiansand. Hetjurnar frá Þelamörk eftir Kristínu Marju Baldursdóttur Þann 28. febrúar 1943 sprengdu níu norskir skemmdarverkamenn í loft upp þungavatnsverksmiðju Þjóðveija í Þelamörk. Allir komust þeir undan, þar af fímm þeirra á skíðum yfír til Svíþjóðar. Sú ferð, sem var 400 km, tók þá fjórtán "daga og fóm þeir ýfír fjöll og fím- indi án þess að tala við sálu á leiðinni. Löngu seinna var gerð kvikmynd um þessar hetjur frá Þelamörk og enn fæ ég fiðring þeg- ar ég minnist atriðsins þegar þeir bmnuðu á skíðunum sínum yfír snævi þakin fjöllin, aleinir með náttúmnni og skaparanum. Og þeg- ar myndinni lauk dæsti ég og hugsaði með mér: Skelfíng var það nú gott að þeir skyldu kunna svona vel á skíðum. Ég vissi það ekki þá að flestir Norðmenn fæðast með gönguskíðin undir iljunum og að þetta var ekk- ert James Bond-atriði, heldur hluti af þeirra daglega lífí sem lítið hefur -^breyst. Eg tók fljótlega eftir því að Norð- menn vom eitthvað öðmvísi í útliti en aðrar þjóðir sem ég kannast við. Fallegt og myndarlegt fólk eins og við Islendingarj en það var eitthvað sem vantaði. Ég áttaði mig á því eftir nokkrar vikur; þá vantaði spik- ið. Það telst til viðburðar að sjá feitan Norðmann. Auðvitað kenndi ég matnum um, því ég var ekkert sérlega hrifin af honum, en það var röng ályktun því auðvitað er hægt áð éta á sig gat hér eins og annars staðar. Hið rétta er að Norðmenn eta minna og hreyfa sig meira. Voðalega geta mennimir hlaupið, hugsaði ég þegar ég fékk mér spássitúr um hverfíð og þurfti hvað eftir annað að stökkva út í mnna til að vera ekki fyrir þeim. Alls stað- ar var fólk á öllum aldri að trimma, á gangstéttum, á hlaupabrautum og á fáfömum skógarstígum. Mér brá oft ónotalega þegar ég var á rölti í skóginum og heyrði skyndi- lega þungan dýrslegan andardrátt að baki mér. Hélt í fyrstu að þetta væri norskur skógarbjörn og var í þann veginn að fleygja mér niður og þykjast vera dauð, þegar ég sá að þar var á bara á ferðinni bull- sveittur Norðmaður á stuttbuxum. En það fór að verða þreytandi að vera sífellt að flækjast svona fyrir, svo ég keypti mér hlaupaskó og hljóp svo másandi eins og hinir. Þó mnnu oft á mig tvær grímur þegar ég var að mæta mönnum á ein- hvers konar hjólaskíðum um mitt sumarið, slíkt apparat hafði ég aldr- ei séð áður og áleit þetta því einhveija skrýtna dellukarla. Svona leið þetta fram að jólum, maður var orðinn horaður og lystar- laus af öllum þessum hlaupum og fagnaði því innilega fyrsta snjónum. Nú myndi færast friður og ró yfír bæinn og maður gæti farið að ganga í hægðum sínum um götum- ar eins og almennilegt fólk, því varla fæm þeir bansettir að hlaupa í kafsnjó. Ojú, þeir hlupu sko í kafsnjó, og létu þar að auki fímbuÞ veturinn engin áhrif á sig hafa. í 30 stiga gaddi komu þeir hlaupandi með klakann í andlitinu og veifuðu mér glaðlega þegar ég var að skríða „Ég vissi það ekki þá að flestir Norðmenn fæðast með gönguskíðin undir iljunum." út með mslið í þremur lopapeysum. Svo linnti frostinu, sólin fór að skína og þá loksins sá maður tilganginn með öllum hlaupunum. Þetta hafði einungis verið undirbúningur undir þjóðaríþróttina, skíðagönguna. Annálar herma, að Norðmenn hafi verið á skíðum allt frá árinu 1206 þegar nokkrir kappar renndu sér um 50 km leið, sennilega á mjög fmmstæðum skíðum. Síðan hefur látunum ekki linnt. Ekki bara að þeir renni sér til skemmtunar eða fari á þessu til vinnunnar eins og sumir sem búa hérna í næsta húsi, heldur em þeir alla vertíðina að keppa í skíðagöngu, skíðastökki og svigi, og öllu mögulegu sem ég hef ekki hundsvit á. Þeir byija á skíðum um leið og þeir læra að ganga og hætta ekki fyrr en drott- inn kallar þá til sín. Öllu þessu fylgir svo mikið stúss og spekúl- eringar, því það þarf að hugsa vel um skíðin, nota réttan áburð sem fer eftir hitastiginu úti skilst mér, og svo þarf auðvitað að fjarlægja gamla áburðinn. Þetta dútla þeir við niðrí geymslu eftir vinnutíma, stela straujáminu til að hita upp gamla áburðinn, skafa hann svo af og bera á nýjan. Auðvitað em kom- in ný skíði á markaðinn sem þarf ekki að smyija, en þeir fussa alveg hroðalega þegar minnst er á þau. Dútlið er nefnilega helmingurinn af ánægjunni. En ekki er öll sagan sögð. Það nægir þeim ekki að vera á skíðum í bænum eða í skóginum, þeir þurfa að komast upp til fjalla. „Á dra pá hytta“ eða að fara upp í bústað er lykilorð á flestum heimilum. Fjórða hver fjölskylda í Noregi á eða hefur aðgang að „hytta“, sem er bústaður annað hvort upp til §alla eða niður við strendur. Þessir bústaðir em notaðir allt árið, ekki síður að vetri til, því þeir em blessunarlega lausir í kvöld skemmtir frábæri bandaríski DeBárge. Chico DeBarge er þekktastur fyrir veru sína í hljómsveitinni ”DeBarge”, sem hann skipar ásamt systkinum sínum. Hljómsveitin hefur notið gífurlegra vinsælda víða um heim. sérstaklega í Bandarikjúnum. Þekkiustu lög liennar eru ”Rhythm Of the NÍghf” pg ”Who’s Holding Donna Now” sem bæði komust mjög hátt á vinsældalista Rásar 2. Chico DeBarge hefur verið á hljómleikaferðalagi um Evrópu síðustu vikur. Það ferðalag endar hann hér á landí með skemrntun sintii í EVRÓPU í kvöld, atuiað kvöld og á laugardags- kvöldið. Og það dregur enginn í efa að það verður allt vitlaust... NOREGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.