Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Filippseyjar: - í afvopnunarviðræðum við Sovétmenn Washington, Reuter, AP. REAGAN Bandaríkjaforseti fullvissaði í gær Jacques Chirac, forsæt- isráðherra Frakklands um, að Bandarikjamenn myndu virða sjónar- mið Frakklands og annarra rikja Vestur-Evrópu i öllum samningavið- ræðum við Sovétmenn um afvopnun. Sagðist forsetinn eiga eftir að gera kröfu um, að Bandaríkjamenn fengju að koma fyrir skamm- drægum kjarnorkueldflaugum í Vestur-Evrópu til þess að vega upp á móti yfirburðum Sovétmanna á því sviði. Á fundi sínum í gær undirrituðu þeir Reagan og Chirac samning um lausn á deilu þeirri, sem verið hefur til staðar milli Bandaríkjamanna og Frakka um einkaleyfi á sérstakri blóðrannsóknaraðferð við leit að hinum banvæna sjúkdómi, alnæmi. Samkvæmt þessum samningi sam- þykkja Pasteurstofnunin í París og bandaríska heilbrigðisráðuneytið að veita mestu af því fé, sem fást sam- kvæmt þessu einkaleyfi, til nýrrar stofnunar, sem sérstaídega er ætlað að vinna gegn alnæmissjúkdómnum og útbreiðslu hans. Haft var eftir frönskum embætt- ismanni, að Reagan gerði sér fullkomlega grein fyrir þeim ugg hjá stjórnmálamönnum í Vestur- Evrópu, að skyndisamkomulag við Japönskum kaup- sýslumanni laus úr gíslingu Manilu, AP, Reuter. Reuter Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti ræða saman i Hvíta húsinu í gær. í miðið á milli þeirra stendur Bernadette, eiginkona Chiracs. Mynd þessi var tekin rétt eftir komu frönsku forsætisráðherrahjónana til Hvíta hússins í gær. Heimsókn Chiracs í Bandaríkjunum: Reagan segist virða sjónarmið Frakklands MANNRÆNINGJAR á Filippseyjum slepptu í gær japönsk- um kaupsýslumanni sem haldið hafði verið í gíslingu í fjóra mánuði. Er talið víst að þetta muni bæta sambúð Filipps- eyja og- Japans, sem hefur verið með stirðara móti frá því manninum var rænt. Teodoro Begnino, talsmaður Corazon Aquino forseta, sagði að manninum hefði verið sleppt við kirkju eina í Quezon-borg. Maður- inn heitir Nobuyki Wakaoji og gegnir stöðu forstjóra japanska verslunarfyrirtæksins Mitsui and co. á Filippseyjum. Honum var rænt þann 15. nóvember síðastlið- inn á golfvelli suður af Manilu. Wakaoji var við bestu heilsu og var hann fluttur til Manilu þar sem hann ræddi við Corazon Aqu- ino. „Þyngsta þrautin var að drepa tímann," sagði hann forsetanum. Sagði hann að ræningjamir, sem hann sagðist ekki geta borið kennsl á, hefðu haldið sér í vöm- skemmu en vissi ekki hvar. Kvaðst hann hafa nærst á fiski, hrísgijón- um og svínakjöti. „Ég borðaði allt sem að mér var rétt. Ég óttaðist mest hungrið,“ sagði Wakaoji. Eftir viðræðumar við forsetann var Wakaoji fluttur í sjúkrahús þar sem hann gekkst undir lækn- isrannsókn. í dag, fímmtudag, mun hann síðan halda til Japans. Stjómvöld í Japan tilkynntu í gær að þau myndu ekki lengur leggjast gegn ferðalögum japan- skra ríkisborgara til Filippseyja. Kváðust stjómvöld vænta bættra samskipta við Filippseyinga þar eð mál Wakaojis hefði fengið far- sælan endi. Sovétmenn á sviði afvopnunar gæti orðið til þess að veikja vamir Evró- puríkjanna. Fyrir heimsókn sína hafí Chirac gefið í skyn, að hann myndi ræða það sérstaklega við Reagan forseta, að Sovétmenn myndu hafa yfirburði á sviði skammdrægra eldflauga, ef Banda- ríkjamenn gerðu samkomulag við þá um útrýmingu allra meðal- drægra eldflauga í Evrópu. Þetta er fyrsta heimsókn Ghiracs til Bandaríkjanna, síðan hann varð forsætisráðherra Frakklands í marz á síðasta ári. Talið er, að auk vam- armála hafa hann rætt um við- skiptamál við Reagan forseta og varað við vaxandi vemdarstefnu á því sviði í Bandaríkjunum. Rússar gera tilraunir með geimorrustuþotu Washington, Reuter. SOVÉTMENN munu senn til- raunafljúga fyrstu orrustuþotu heimsins, sem smíðuð er til bar- daga í geimnum, að sögn bandaríska flugmálaritsins Aviation Week and Space Tec- hnology. Flugvélin er hugsuð til að veija geimstöðvar, til að granda gervi- hnöttum og til njósna ásamt því sem hægt verður að nota hana til að fljúga viðgerðarmönnum til að laga bilaða gervihnetti, að sögn blaðsins. Spánn: Mótmælaalda gegn efnahagsaðgerðum Madrid. Reuter. Tímaritið hefur eftir banda- rískum embættismönnum að Sovétmenn hafi þegar sent smækk- að líkan af flugvélinni fjórum sinnum á braut um jörðu. Jafnframt hafi tilraunir þeirra með burðar- flaug, SL-16, sem notuð verður til að skjóta flugvélinni upp, heppnast vel. Að sögn Aviation Week and Space Technology mun mönnuð flugvél í fullri stærð fara í sitt fyrsta tilraunaflug fljótlega og að gert væri ráð fyrir að flugvélin yrði tilbúin til notkunar árið 1990. Tímaritið sagði ennfremur að Sovétmenn myndu að öllum líkind- um senda stóra mannaða geimfeiju á loft í lok næsta árs, 1988, og að hún yrði einnig komin í gagnið árið 1990. Ef þau áform rættust myndu Sovétmenn líklega getað smíðað geimstöð um miðjan næsta áratug, sem hýst gæti allt að 100 geimfara. MÓTMÆLAALDA gekk yfir Spán á þriðjudag vegna efna- hagsaðgerða sósíalistastjórnar- innar þar. Flugþjónustufólk stöðvaði flugumferð, læknar fóru í mótmælagöngu í Madrid og bændur hindruðu umferð um vegi i norðvesturhluta landsins. Spænsk verkalýðsfélög hafa mótmælt aðhaldssamri launastefnu stjómarinnar og skellt skollaeyrum við vamaðarorðum Felipe Conzalez forsætisráðherra þess ' efnis, að frekari órói gæti skaðað efnahag landsins. Ríkisflugfélagið Iberia og dóttur- félag þess Aviaco hafa orðið að aflýsa yfir 300 áætlunarferðum vegna verkfallsaðgerða starfs- manna sinna, og hafa um 40.000 farþegar orðið strandaglópar af þeim sökum. Erlend flugfélög hafa einnig orð- ið að aflýsa ferðum til Madrid. Þúsundir lækna fóm í mótmæla- göngu í höfuðborginni og kröfðust vinnu sér til handa. Á undan göngunni fór líkvagn, sem fjórir svartir hestar drógu. Þá mótmæltu bændur í Galicíu niðurskurði Evrópubandalagsins á mjólkurframleiðslu og stöðvuðu umferð um vegi með því að leggja þar þúsundum dráttarvéla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.