Morgunblaðið - 02.04.1987, Page 36

Morgunblaðið - 02.04.1987, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Filippseyjar: - í afvopnunarviðræðum við Sovétmenn Washington, Reuter, AP. REAGAN Bandaríkjaforseti fullvissaði í gær Jacques Chirac, forsæt- isráðherra Frakklands um, að Bandarikjamenn myndu virða sjónar- mið Frakklands og annarra rikja Vestur-Evrópu i öllum samningavið- ræðum við Sovétmenn um afvopnun. Sagðist forsetinn eiga eftir að gera kröfu um, að Bandaríkjamenn fengju að koma fyrir skamm- drægum kjarnorkueldflaugum í Vestur-Evrópu til þess að vega upp á móti yfirburðum Sovétmanna á því sviði. Á fundi sínum í gær undirrituðu þeir Reagan og Chirac samning um lausn á deilu þeirri, sem verið hefur til staðar milli Bandaríkjamanna og Frakka um einkaleyfi á sérstakri blóðrannsóknaraðferð við leit að hinum banvæna sjúkdómi, alnæmi. Samkvæmt þessum samningi sam- þykkja Pasteurstofnunin í París og bandaríska heilbrigðisráðuneytið að veita mestu af því fé, sem fást sam- kvæmt þessu einkaleyfi, til nýrrar stofnunar, sem sérstaídega er ætlað að vinna gegn alnæmissjúkdómnum og útbreiðslu hans. Haft var eftir frönskum embætt- ismanni, að Reagan gerði sér fullkomlega grein fyrir þeim ugg hjá stjórnmálamönnum í Vestur- Evrópu, að skyndisamkomulag við Japönskum kaup- sýslumanni laus úr gíslingu Manilu, AP, Reuter. Reuter Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti ræða saman i Hvíta húsinu í gær. í miðið á milli þeirra stendur Bernadette, eiginkona Chiracs. Mynd þessi var tekin rétt eftir komu frönsku forsætisráðherrahjónana til Hvíta hússins í gær. Heimsókn Chiracs í Bandaríkjunum: Reagan segist virða sjónarmið Frakklands MANNRÆNINGJAR á Filippseyjum slepptu í gær japönsk- um kaupsýslumanni sem haldið hafði verið í gíslingu í fjóra mánuði. Er talið víst að þetta muni bæta sambúð Filipps- eyja og- Japans, sem hefur verið með stirðara móti frá því manninum var rænt. Teodoro Begnino, talsmaður Corazon Aquino forseta, sagði að manninum hefði verið sleppt við kirkju eina í Quezon-borg. Maður- inn heitir Nobuyki Wakaoji og gegnir stöðu forstjóra japanska verslunarfyrirtæksins Mitsui and co. á Filippseyjum. Honum var rænt þann 15. nóvember síðastlið- inn á golfvelli suður af Manilu. Wakaoji var við bestu heilsu og var hann fluttur til Manilu þar sem hann ræddi við Corazon Aqu- ino. „Þyngsta þrautin var að drepa tímann," sagði hann forsetanum. Sagði hann að ræningjamir, sem hann sagðist ekki geta borið kennsl á, hefðu haldið sér í vöm- skemmu en vissi ekki hvar. Kvaðst hann hafa nærst á fiski, hrísgijón- um og svínakjöti. „Ég borðaði allt sem að mér var rétt. Ég óttaðist mest hungrið,“ sagði Wakaoji. Eftir viðræðumar við forsetann var Wakaoji fluttur í sjúkrahús þar sem hann gekkst undir lækn- isrannsókn. í dag, fímmtudag, mun hann síðan halda til Japans. Stjómvöld í Japan tilkynntu í gær að þau myndu ekki lengur leggjast gegn ferðalögum japan- skra ríkisborgara til Filippseyja. Kváðust stjómvöld vænta bættra samskipta við Filippseyinga þar eð mál Wakaojis hefði fengið far- sælan endi. Sovétmenn á sviði afvopnunar gæti orðið til þess að veikja vamir Evró- puríkjanna. Fyrir heimsókn sína hafí Chirac gefið í skyn, að hann myndi ræða það sérstaklega við Reagan forseta, að Sovétmenn myndu hafa yfirburði á sviði skammdrægra eldflauga, ef Banda- ríkjamenn gerðu samkomulag við þá um útrýmingu allra meðal- drægra eldflauga í Evrópu. Þetta er fyrsta heimsókn Ghiracs til Bandaríkjanna, síðan hann varð forsætisráðherra Frakklands í marz á síðasta ári. Talið er, að auk vam- armála hafa hann rætt um við- skiptamál við Reagan forseta og varað við vaxandi vemdarstefnu á því sviði í Bandaríkjunum. Rússar gera tilraunir með geimorrustuþotu Washington, Reuter. SOVÉTMENN munu senn til- raunafljúga fyrstu orrustuþotu heimsins, sem smíðuð er til bar- daga í geimnum, að sögn bandaríska flugmálaritsins Aviation Week and Space Tec- hnology. Flugvélin er hugsuð til að veija geimstöðvar, til að granda gervi- hnöttum og til njósna ásamt því sem hægt verður að nota hana til að fljúga viðgerðarmönnum til að laga bilaða gervihnetti, að sögn blaðsins. Spánn: Mótmælaalda gegn efnahagsaðgerðum Madrid. Reuter. Tímaritið hefur eftir banda- rískum embættismönnum að Sovétmenn hafi þegar sent smækk- að líkan af flugvélinni fjórum sinnum á braut um jörðu. Jafnframt hafi tilraunir þeirra með burðar- flaug, SL-16, sem notuð verður til að skjóta flugvélinni upp, heppnast vel. Að sögn Aviation Week and Space Technology mun mönnuð flugvél í fullri stærð fara í sitt fyrsta tilraunaflug fljótlega og að gert væri ráð fyrir að flugvélin yrði tilbúin til notkunar árið 1990. Tímaritið sagði ennfremur að Sovétmenn myndu að öllum líkind- um senda stóra mannaða geimfeiju á loft í lok næsta árs, 1988, og að hún yrði einnig komin í gagnið árið 1990. Ef þau áform rættust myndu Sovétmenn líklega getað smíðað geimstöð um miðjan næsta áratug, sem hýst gæti allt að 100 geimfara. MÓTMÆLAALDA gekk yfir Spán á þriðjudag vegna efna- hagsaðgerða sósíalistastjórnar- innar þar. Flugþjónustufólk stöðvaði flugumferð, læknar fóru í mótmælagöngu í Madrid og bændur hindruðu umferð um vegi i norðvesturhluta landsins. Spænsk verkalýðsfélög hafa mótmælt aðhaldssamri launastefnu stjómarinnar og skellt skollaeyrum við vamaðarorðum Felipe Conzalez forsætisráðherra þess ' efnis, að frekari órói gæti skaðað efnahag landsins. Ríkisflugfélagið Iberia og dóttur- félag þess Aviaco hafa orðið að aflýsa yfir 300 áætlunarferðum vegna verkfallsaðgerða starfs- manna sinna, og hafa um 40.000 farþegar orðið strandaglópar af þeim sökum. Erlend flugfélög hafa einnig orð- ið að aflýsa ferðum til Madrid. Þúsundir lækna fóm í mótmæla- göngu í höfuðborginni og kröfðust vinnu sér til handa. Á undan göngunni fór líkvagn, sem fjórir svartir hestar drógu. Þá mótmæltu bændur í Galicíu niðurskurði Evrópubandalagsins á mjólkurframleiðslu og stöðvuðu umferð um vegi með því að leggja þar þúsundum dráttarvéla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.