Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
21
Morgunblaðið/Þorkell
Stjórn Félags bókagerðarmanna fyrir utan hús félagsins við Hverfisgötu. Frá vinstri éru Svanur Jóhann-
esson, Þórir Guðjónsson, Sæmundur Árnason og Magnús Einar Sigurðsson.
Samtök bókagerðarmanna 90 ára:
Hátíðarsamkoma í
tilefni afmælisins
SAMTÖK bókagerðarmanna
eiga 90 ára afmæli laugardaginn
4. apríl næstkomandi og eru þau
elstu starfandi samtök verka-
fólks á íslandi. Af því tilefni
verður haldin hátíðarsamkoma í
Súlnasal Hótel Sögu sem hefst
klukkan 13. Á dagskrá hátíðar-
innar verður meðal annars
söguyfirlit félagsins í tali og tón-
um, byggt á samantekt Stefáns
Ögmundssonar, flutt af núver-
andi og fyrrverandi bókagerðar-
mönnum undir stjórn Baldvins
Halldórssonar leikara. Einnig
verður flutt minni stofnenda
samtakana, Lárus Sveinsson
trompetleikari spilar, Lúðrasveit
verkalýðsins leikur og flutt
verða ávörp gesta.
Hið íslenzka prentarafélag var
stofnað 4. apríl 1897 og mættu 12
manns á stofnfundinn sem var hald-
inn í Góðtemplarahúsinu í
Reykjavík. Bókbindarafélag íslands
var stofnað 11. febrúar 1906 og
árið 1972 var Grafíska sveinafélag-
ið stofnað. Áður höfðu starfað
önnur félög á offsetsviði, allt frá
1950 þegar Ljósprentarafélag ís-
lands var stofnað. 2. nóvember
1980 sameinuðust þessi félög í eitt
félag, Félag bókagerðarmanna. Fé-
lagsmenn eru nú rétt um 1000.
Fyrsti formaður Hins íslenzka
prentarafélags var Þorvarður Þor-
varðsson. Núverandi stjórn Félags
bókagerðarmanna skipa Magnús
Einar Sigurðsson formaður, Svanur
Jóhannesson varaformaður, Sæ-
mundur Árnason ritari, Þórir
Guðjónsson gjaldkeri, Ásdís Jó-
hannsesdóttir meðstjórnandi, Jón
Otti Jónsson meðstjórnandi og
Omar Franklínsson meðstjómandi.
__Núerkomiðað
ADALVINNINGI
ársins
huseian aöeigin wdi
akr. 3,5millj0nir
HAPPDRÆTTI DVAIARHEIMILIS ALDRAÐRA SIÓMANNA
VIDSJA