Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 39
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
39
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö.
Frestur
á tólftu stundu
Hinn gamalreyndi verkalýðs-
og verkfallsforkólfur Guð-
mundur J. Guðmundsson dró upp
athyglisverða mynd í sjónvarpi
á þriðjudagskvöld, þegar hann
gagnrýndi ijölmiðla fyrir það,
hvernig þeir héldu á kjaradeilum.
Tók hann sem dæmi, að lokun
sjúkrahúsa stæði fyrir dyrum.
Þá væri gengið á milli sjúklinga
og spurt, hvort þeim þætti ekki
óttalegt að verða að yfirgefa rúm
sín á spítalanum. Síðan væri
bent á, að neyðarástand væri að
skapast og leitast við að kalla
stjómmálamenn til ábyrgðar fyr-
ir það. Næst gerðist það, að
deilan leystist. Sjúkrahúsin hæfu
starfsemi að nýju. Þar færu hlut-
ir í hversdagslegt far á nýjan
leik og hyrfu úr fjölmiðlaljósinu.
Þá snem fjölmiðlamenn sér að
stjómmálamönnunum og
spyrðu: Voruð þið ekki að semja
af ykkur og kalla yfír okkur öll
nýja verðbólguholskeflu með
þessum samningi? Enn á ný
væm stjómmálamennimir settir
upp að vegg. Að þessu sinni fyr-
ir að leysa vanda, sem fáeinum
sólarhringum áður var líkt við
neyðarástand.
Fjölmiðlar em gagnrýndir fyr-
ir margt á þessum síðustu
spennu- og upplausnartímum í
okkar litla þjóðfélagi. Þeir þurfa
að sjálfsögðu að axla sína ábyrgð
eins og aðrir. En lýsing Guð-
mundar J. Guðmundssonar hittir
ekki í mark vegna þess að hann
notar fjölmiðlana sem blóra-
böggul heldur vegna hins, að hún
segir allt sem segja þarf um það
ástand, sem hér hefur ríkt og
ríkir enn á ýmsum sviðum opin-
berrar þjónustu og starfsemi.
Ýmsir hópar opinberra starfs-
manna hafa notað nýfenginn
verkfallsrétt með þeim hætti, að
mörgum er misboðið. Hundmð
manna vom ekki flutt út af
sjúkrahúsum í Reykjavík vegna
þess að sjúkraliðar hafí verið að
fara í verkfall á þriðjudagskvöld-
ið heldur vom þá að koma til
framkvæmda uppsagnir sjúkra-
liðanna. Skömmu fyrir miðnætti
á þriðjudagskvöld fór Þorsteinn
Pálsson, fjármálaráðherra, til
fundar deiluaðila hjá sáttasemj-
ara. Niðurstaða þess fundar var
sú, að sjúkraliðar frestuðu upp-
sögnum um þijá daga.
Eins og fram kemur í frétt
Morgunblaðsins í gær um lausn
kennaradeilunnar er síður en svo
alfarið við annan samningsaðila
að sakast, ef kjaradeilur dragast
á langinn eða verkföll valda
tjóni. I kennaraverkfallinu vom
þeir háværastir út á við, sem
vildu skella skuldinni á samn-
inganefnd ríkisins út af því að
verkfall skall á og leystist ekki
strax. Til að árétta það viðhorf
settust nokkrir framhaldsskóla-
nemendur að í fjármálaráðu-
neytinu. Það liggur hins vegar
fyrir, að vegna innbyrðis deilna
meðal kennara sjálfra tók það
lengri tíma en nauðsynlega
þurfti að komast að endanlegri
niðurstöðu eftir að lausn var í
sjónmáli. Er augljóst að innan
kennarasamtakanna hefur verið
óeining, sem tafði fyrir lausn á
kjaradeilu þeirra. Þannig er það
vafalaust í fleiri félögum, þótt
ekki komi það upp á yfírborðið
í fjölmiðlum, enda gera þeir lítið
af því að skyggnast á bak við
tjöldin í stéttarfélögum. Stjóm-
málamennimir standa á hinn
bóginn í eldlínunni.
Þorsteinn Pálsson, fjármála-
ráðherra, hefur sýnt það oftar
en einu sinni á undafömum vik-
um og mánuðum, að hann hikar
ekki við að segja skoðun sína á
hinum erfíðustu málum og
standa við hana, hvað sem á
dynur. Með beinum afskiptum
af deilunni vegna uppsagna
sjúkraliða hefur hann afstýrt
neyðarástandi á sjúkrahúsunum.
Spyija má: Úr því að ráðherrann
treysti sér til að gera tilboð, sem
ekki var unnt að hafna, hvers
vegna gerði hann það ekki fyrr?
Svarið er í sjálfu sér einfalt: í
deilum eins og þessari rennur
upp sú stund, þegar báðir aðilar
eru jafnfegnir að losna undan
þeim þunga, sem á þeim hvílir.
Þegar báðir horfast í augu við
blákaldar staðreyndir og vita,
að þeir geta afstýrt vandræðum
með djörfum ákvörðunum. Þá
stund valdi Þorsteinn Pálsson í
deilunni við sjúkraliða.
Allir hljóta að vona, að sjúkra-
liðar noti þann þriggja daga
frest, sem þeir samþykktu, til
að afturkalla uppsagnir sínar og
he§a aftur störf í sjúkrahúsun-
um.
Síðan geta menn tekið til við
að velta fyrir sér hinum fjár-
hagslega ávinningi af barátt-
unni. A þeim vettvangi, þar sem
Guðmundur J. Guðmundsson
hefur barist fyrir launahækkun-
um, virðast allir aðilar hafa áttað
sig á því, að þeir samningar
skila mestu fyrir samningsaðila,
þar sem tekið er mið af efna-
hagslegum forsendum og því,
sem atvinnuvegimir geta borið.
Sé farið út fyrir þann ramma
tapa allir að lokum. Þetta ættu
opinberir starfsmenn einnig að
hafa í huga.
Fiskmetissýniiigin íBoston
í Bandaríkjunum eflist sífellt almenn eftir-
spum eftir sjávarafurðum, en hún beinist ekki
sjálfgefið að físki af íslandsmiðum. Margt bend-
ir til þess að fískneysla Bandaríkjamanna muni
aukist um þriðjung á næstu fíórum árum og
kannanir sýna að fiskætur prófa gjarnan nýstár-
lega rétti. En þótt neytendur í Bandaríkjunum
séu reiðubúnir að greiða hátt verð fyrir fisk-
rétti, halda þeir fráleitt tryggð við þorskinn hvað
sem á gengur.
Tekist hefur að koma á tryggum viðskiptasam-
böndum íslenskra aðila í Bandaríkjunum,
almenningur hefur tröllatrú á fiskmeti og af
íslenskum afurðum fer gott orð fyrir gæði og
örugga afgreiðslu. Það er ekki að ófyrirsynju að
talsmenn íslensku dótturfyrirtækjanna í Banda-
ríkjunum óttast að geta ekki staðið við sölusamn-
inga og tala um að of miklar verðhækkanir geti
dregið úr eftirspuminni. Fall dollarans veldur því
á hinn bóginn að íslenskir útflytjendur gera eðli-
lega kröfur um hærra dollaraverð fyrir fískinn.
Mike Smith frá kanadíska stórfyrirtækinu
National Sea Products segir að íslendingar og
Kanadamenn þurfí auk annarra fiskveiðiþjóða
að taka höndum saman um að viðhalda hinni
miklu eftirspum eftir þorski og öðmm físki frá
þessum þjóðum. Fréttaritari Morgunblaðsins
ræddi nýlega um sölumálin við nokkra sýnendur
á fískmetissýningunni í Boston, en hún er haldin
árlega í annarri viku marsmánaðar.
Fiskmetissýningin — hún er líka kölluð sjávar-
afurðasýning, en það heiti gefur ekki rétta mynd,
þar eð eldisfískur er þama áberandi - er sótt af
tugþúsundum gesta og sýnendur nálgast þúsund-
ið. Þetta er sýning þar sem menn sýna sig, sjá
aðra og koma sér upp fíöldanum öllum af sam-
böndum eða treysta þau. Menn stinga saman
nefjum í sýningarbásum, á göngum og ekki síst
á hótelunum þegar kvöldar. íslenskir gestir á
sýningunni nálguðust að þessu sinni hundraðið,
að frátöldum sýnendum.
Texti og myndir: JÓN ÁSGEIR SIGURÐSSON
Ánægðir með
íslenska tækni
Á Nýfundnálandi rekur
kanadíska útgerðar- og vinns-
lusamsteypan National Sea
Products (NSP) tvær fískvinnslur.
Bruce Wareham stjómar söludeild
NSP á Nýfundnalandi og ræddi
fréttaritari Morgunblaðsins nýlega
við hann á Boston Seafood sýning-
unni. Annað fiskiðjuverið er ein-
vörðungu sfldarvinnsla en í hinu
sem er í Amolds Cove, er unnin
sfld, loðna og botnfiskur.
Bmce og félagar flytja til dæmis
út heilfrysta loðnu til Japan og
hafa fengið gott verð fyrir hana,
fengu síðast 1650 dollara fyrir ton-
nið eða um 66.000 krónur. Þetta
er stór loðna, innan við 40 fískar í
kflói. Samningaviðræður ekki hafn-
ar fyrir afurðir næstu loðnuvertíðar,
þær hefjast venjulega ekki fyrr en
í maí.
„Það er unnið allan ársins hring
í fiskvinnslunni í Amolds Cove , en
við höfum mest að gera frá nóvemb-
er fram í ágúst,“ sagði Bruce. Hjá
verksmiðjunni vinna 357 manns,
þar é'ru framleiddar um það bil 15
milljónir punda af söluvöru að and-
virði um það bil 500 milljónir króna.
Fiskurinn sem landað er í Amolds
Cove verksmiðjuna er að langmestu
leyti þorskur. Veiðiskipin em í eigu
NSP en ekki verksmiðjunnar og
landa því á ýmsum stöðum.
Verksmiðjan í Amolds Cove er
ein af þeim fullkomnustu í Kanada,
flökunin er til dæmis algjörlega
vélvædd, þarna vinna aðeins 8 flak-
arar sem verka stóra eða of litla
físka eða óvenjulegar tegundir.
Fiskurinn er plötufrystur en upp-
sjávarfiskur er blásarafrystur. Við
alla vigtun frá fískmóttöku til pökk-
unar em notaðar rafeindavogir frá
íslenska fyrirtækinu Marel h.f., sem
rekur söluskrifstofu í Kanada.
- Hversvegna keyptuð þið tæki
frá íslandi?
, „Við vomm á höttunum eftir
tækni til að vigta og skrá físk í
verksmiðjunni og kynntum okkur
ýmis vigtunarkerfí. Við völdum
íslenska kerfíð, af því að þið íslend-
ingar emð í sama bransa og þekkið
fiskiðnað og þær kröfur sem búnað-
urinn þarf að standast. Við emm
ánægðir með valið, því að það hafa
engar tmflanir orðið á rekstrinum.
Næstu tækninýjungar sem við
búumst við em vélar til að bein-
hreinsa físk, hjá Baader-fyrirtæk-
inu em að glíma við lausn á því
viðfangsefni með 184 vélinni. Enn-
fremur má búast við meiri vélvæð-
ingu á pökkuninni, mér skilst að
íslendingar séu iangt komnir með
lausn á þeim málurn," sagði Bmce
Wareham.
Hærra verð fyrir fiskinn, segir Eysteinn Helgason forstjóri Iceland
Seafood, dótturfyrirtækis Sambandsins.
okkar keppinautum hafa bætt
vömgæði vemlega, eins og til
dæmis Kanadamenn. Við megum
því til með að herða róðurinn."
- Hvemig horfír framtíðin við
ykkur?
„Næstu ár leggjast ágætlega í
okkur, hérlendis er mikill almenn-
ur áhugi á fiskneyslu. Við ætlum
að reyna að nýta okkur þennan
áhuga, verða okkur úti um sem
mest af fiski í sem bestu ástandi
og reyna að selja hann á sem bestu
verði. Við seldum fyrir 16 prósent
hærri upphæð árið 1986 miðað við
árið þar á undan. Magnaukningin
var minni. Veltan var 136 milljón-
ir dollara árið 1985 og 157 milljón-
ir í fyrra.
Við vonumst til að framleiðend-
ur heima sjái sér hag í að halda
þessum mikilvæga markaði, þrátt
fyrir óhagstæða gengisþróun.
Miklar verðhækkanir á síðasta
misseri hafa rejmdar vegið upp á
móti lækkun dollarans. Matvæli
hafa almennt séð lítið sem ekkert
hækkað í Bandaríkjunum, en físk-
ur hefur hækkað í dollurum talið
um 20 til 30 prósent. Verðbólga
hér í Bandaríkjunum er innan við
3 prósent.
Þessi mikla heilsuumræða og
mikið umtal um það hversu hollt
það sé að borða físk hefur stórauk-
ið eftirspumina. Enn vílar fólk
ekki fyrir sér verðið, en ég óttast
að ef hækkanir verða miklar úr
þessu séum við komin á hálan ís.
Verðþróun er að sjálfsögðu mi-
sjöfn eftir tegundum og viðskipta-
vinum, en miklar verðhækkanir
gætu breytt okkar viðskipta-
mannahópi, núna seljum við
einkum til veitingahúsa og ýmis-
konar stofnana og mötuneyta.
Sumir af okkar viðskiptavinum
eiga í mikilli samkeppni á skyndi-
bitamarkaðnum og miða þá
gjaman við hamborgara, kjúkl-
inga og annan slíkan mat. Það er
mjög líklegt að þeir hætti með físk
eða leggi minni áherslu á hann
ef verðhækkanir verða fram úr
hófí. En svo eru aðrir viðskiptavin- ,
ir sem telja sig þola meiri
hækkanir og vilja selja físk sem
gæðavöm við háu verði.“
Sjá næstu síðu
Kegpum ekki
við Islendinga
Mike Smith, varaforseti söludeildar kanadiska útgerðar- og fiskvinns-
lusambandsins National Sea Products.
Bruce við sýningarstall National Sea Products.
Þurfum að
herða róðurinn
- segir Eysteinn Helgason, forstjóri Iceland
Seafood, dótturfyrirtækis Sambandsins
— rættviðMike
Smith hjá National
Sea Products
— Því er spáð að á næstu fjórum
árum auki Bandaríkjamenn físk-
neyslu um þriðjung, úr 15 pundum
í 20 pund á mann. Hvaða þýðingu
hefur það fyrir þorsksölu?
Það þyrfti 200.000 tonn af þorski
í viðbót við núverandi veiði, ef við
ættum að halda sama hlutfalli og
núna af fískneyslu í Bandaríkjun-
um. Á undanfömum átta ámm
hafa veiðst um 1.900.000 tonn ár
hvert. Núna hefur hámarksveiði
þegar verið náð, að sögn vísinda-
manna. Við gætum svo sem vel
veitt meira magn í eitt eða tVö ár,
en ofveiði gjöldum við dým verði
þegar upp er staðið.
En ef við reiknum með að ekki
verði hægt að anna þessari auknu
eftirspum með meiri þroskafla
skapast möguleikar fyrir aðrar físk-
tegundir. Ef þorskaflinn selst áfram
við háu verði, getum við hugsað
okkur að aðrar fisktegundir komi
einkum í stað þorskblokkarinnar.
Þá held ég að opnist miklir mögu-
leikar fyrir Alaska-ufsa.
— Er ekki líka hætta á að ufsinn
komi hreinlega í staðinn fyrir þorsk?
Vissulega. Við getum ekki gert
ráð fyrir því að neytandinn láti leika
á sig. Ef honum þykir verðið of
hátt kaupir hann vömna ekki —
alveg sama þótt hann langi í físk-
inn. Menn hafa áhyggjur af þessum
málum og em á varðbergi. Sjávar-
afurðasamtök Norður-Atlantshafs-
ins, sem bæði íslensku og kanadísku
fyrirtækin eiga aðild að, em núna
að reyna að fínna út hversu hátt
sé þorandi að fara með þorskverðið.
— Hvemig stendur samkeppnin
við íslendinga?
Við eigum ekki lengur í höggi
við íslendinga. Það sem við keppum
við em aðrar físktegundir eins og
Alaska-ufsinn, stærsti keppinaut-
urinn er þó kjúklingaiðnaðurinn.
Eg hef ekkert upp úr því að ræna
viðskiptum frá Islendingum eða
öfugt, því skyldum við eyða púðri
í það þegar eftirspumin er meira
en nægjadleg?
Hvemig á það að geta gengið
án samvinnu að auka fískneyslu hér
í Bandaríkjunum í 20 pund á mann?
Kjötframleiðendur hafa tekið sam-
an höndum um áróðursherferð á
þessu ári og kosta til hennar 30
milljónum dollara. Frank Perdue og
aðrir kjúklingasalar koma daglega
fram í sjónvarpsauglýsingum: Étið
meiri kjúklinga. En fískiðnaðurinn
eyðir aðeins 500.000 dollumm í
áróður fyrir fískáti.
Við þurfum að taka saman hönd-
um um að sannfæra bandaríska
neytendur um að það sé hollt að
borða meiri físk. Núna fáum við
ókeypis áróður í lýsisauglýsingum,
en þeirri herferð lýkur innan
skamms og neytendur em fljótir
að gleyma.
Einhvem veginn þurfa fisksalar
að ná höndum saman, það hefur
því miður ekki tekist á liðnum tutt-
ugu ámm. Ef það tekst getum við
áfram reiknað með velgengni
síðustu tveggja ára. Samkvæmt
nýbirtum könnunum er fískur sú
fæðutegund, sem bandarískum
neytendum finnst þeir helst eiga
að borða meira af. En ef ekkert
væri sagt um ágæti fisks í fjölmiðl-
um næsta árið, og síðan spurt sömu
spumingar fengist ömgglega allt
önnur niðurstaða. Við lifum í
draumaheimi ef við höldum að
bandaríski neytandinn vakni á
hverjum morgni með ómótstæðilega
löngun í fisk.
— Hvað finnst þér um sýninguna
samanborið við síðasta ár?
Áherslan á súrímí (ufsahakk) og
lax hefur minnkað. En ef maður
gengur um sýninguna em rækjur
mjög áberandi. Það em eldisrækj-
ur, úthafsrækjur og rækjur af öllum
hugsanlegum gerðum. Áhrif þessa
„Mér fínnst ánægjulegt hversu
sýningarsvæðið hér í Boston minnir
mann rækilega á fíölbreytnina í
sjávarafurðum. Hugsum okkur að
hér sýndu kjúklingaframleiðendur
sína vöm, þá væri þetta bara kjúkl-
ingakjöt — matreitt á mismunandi
hátt. Fjölbreytnin er eitt af því sem
hefur aukið og eflt vinsældir sjávar-
afurða hér í Bandaríkjunum," segir
Magnús Gústavsson, forstjóri Cold-
waters, og bætir við:
„Yfírbragð Boston-sýningarinn-
ar gefur æ meir til kynna þá
megináherslu fiskseljenda, að físk-
ur sé gæðavara. Menn em sífellt
betur meðvitaðir um að físk þarf
að kynna og selja sem góðan mat
sem er auðvelt og þægilegt að
matreiða. Og það er óneitanlega
skemmtilegri stfll yfir fískmetissýn-
ingunni en oft áður."
mikla framboðs láta ekki á sér
standa, verð á rækju féll um heilan
dollara í síðustu viku. Næsta stóra
eldisuppskera er væntanleg í maí
og þá heldur verðfallið áfram.
Japanir vilja helst éta tígrisrækju
sem veiðist við Ástralíu, en sú veiði
hefur bmgðist að undanfömu og í
staðinn hefur komið eldisrækja frá
Formósu. Ef það veiðist vel við
Ástralíu í ár, munu Formósumenn
demba rækjunni inn á Bandaríkja-
markað og þá heldur verðfallið
áfram. Eldisrækjan veldur því að
þetta líkist æ meir kjúklingamark-
aðnum, en þar geta menn fljótt
mætt sveiflum í eftirspum.
— Hafa hugmyndir um ágæti
þorsksins breyst?
Á undanfömu ári hefur orðið
- Hvaða breytingar hafa orðið
í vömvali?
„í fyrra vom súrími-vömr og lax
alveg yfirþyrmandi. Núna er meiri
breidd í þessu — reyndar er rækja
talsvert áberandi. Margir hafa
áhuga á að selja rækju, en það
gengur kannski erfíðlega vegna
þess að verðið hefur hækkað mikið
að undanfömu. En almennt séð
virðist tilhneigingin vera að menn
hasli sér völl á ákveðnu sviði og
leggja áherslu á að vera góðir á
því sviði. Sumir í ferskum físki,
aðrir í flökum og menn takmarka
sig við nokkrar tegundir."
- Boston-sýningin er mikilvæg
fiskmetissýning?
„Það var metaðsókn núna f ár
og að mati þeirra sem vel þekkja
til svona sýninga er þetta langbesta
sýningin af þessu tagi í þessari
mikil breyting, þorskur er ekki leng-
ur ódýr fískur fyrir þá sem éta físk
og franskar. Þorskur stefnir æ
meir inn á betri veitingahús og
þarmeð fæst hærra verð fyrir hann.
Fiskvinnslan verður að stuðla að
þessari þróun, því að það er engin
hæfa að taka besta fiskinn og djúp-
steikja hann. Það er eins og að
taka nautamörbragð og hakka það
í hamborgara.
Ég held að dagar þorskbita í
brauðraspi séu senn taldir. Mótaðar
sneiðar sem em ætlaðar í einstakar
máltíðir eiga eftir að ná mun meiri
vinsældum. Vönduð framleiðsla og
áhersla á gæðin geta fært þorskinn
í annan og hærri verðflokk, og þá
fyrst getum við farið að tala um
vemlega hærra þorskverð.
heimsálfu. Sýningamar í Evrópu
standa henni vart á sporði. Boston-
sýningin minnir okkur á að við
þurfum að nýta tækifærin með
sameiginlegu átaki þeirra sem
veiða, framleiða og selja fískinn —
ásamt þeim sem annast þjónustu-
hliðina, það er að segja selja fískinn
á veitingahúsum hér í Bandaríkjun-
um.“
— Hvað viltu segja um sölu-
möguleikana í nánustu framtíð?
„Það em allir áhyggjufullir útaf
„Eins og sést á þessari sýningu
er mikið framboð af allskyns sjáv-
þessum miklu verðhækkunum á
físki á Bandaríkjamarkaði að und-
anfömu. Þær gætu dregið úr áhuga
manna og getu þeirra til að kaupa
sjávarafurðir. En á hinn bógipn er
enginn vafí á því að eftirspum rteyt-
enda eftir sjávarafurðum hefur
aukist. Ef við getum mætt þessari
eftirspum með góðri vöm án þess
að missa stjóm á verðþróuninni þá
efast ég ekki um að við höfum nóg
að gera við að metta bandaríska
neytendur á næstunni.“
arafurðum í Bandaríkjunum.
Þegar við tölum um 15 pund á
mann í fískneyslu á síðasta ári
megum við ekki gleyma því að við
emm að tala um allar tegundir
sjávarafurða. Það má vel vera að
20 pund á mann árið 1990 sé raun-
hæft markmið, en hlutur íslands
í þeirri aukningu verður ekki mik-
ill. Við búum að takmarkaðri
auðlind og hljótum á næstunni að
leggja áherslu á aukin vömverð-
mæti og hátt verð, fremur en aukið
magn. Menn mega ekki gleyma
því að ef neyslan eykst um eitt
pund á íbúa emm við að tala um
240 milljónir punda og það er
ekkert smámagn af físki,“ segir
Eysteinn Helgason, forstjóri Ice-
land Seafood.
- Hvemig höldum við háu
verði?
„Við íslendingar njótum mikils
álits fyrir að selja góðan físk og
vegna stöðugs, áreiðanlegs fram-
boðs á físki. Við eigum sífellt á
hættu að tapa þessu orðspori sem
áreiðanlegir viðskiptaaðilar. Við
megum ekki láta stundarhag eyði-
leggja þennan markað sem tekið
hefur langan tíma að byggja upp.
Þetta mikla úrval sjávarafurða hér
á Boston-sýningunni minnir okkur
á þann fjölda sem er tilbúinn að
fylla í skarðið, ef okkur verður það
á að forsóma þennan markað fyrir
stundarhagsmuni.
Við höfum byggt á gæðavöm á
undanfömum árum og haft á okk-
ur betra orð en aðrir fískseljendur.
Nú er svo komið að margir af
Langbesta sjávar-
afurðasýningin
- rætt við Magnús Gústavsson, for-
sljóra Coldwater, dótturfyrirtækis
Sölumiðstöðvarinnar í Bandaríkjunum
Guðfinnur Einarsson (til hægri), stjórnarmaður Coldwater sótti sýn-
inguna í Boston. Hann og Magnús Gústavsson sitja við einn vegginn
á sýningarsvæði Coldwater