Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Innlend lyf: Lágt verð er / • engin nyjung- Siguijón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður og Grétar Hjart- arson, bíóstjóri Laugarásbíós. Laugarásbíó: Heimsfrumsýning BÍÓMYNDIN Einkarannsóknin, Private Investigations, verður frumsýnd í Laugarásbíói nk. Iaugardag og er um heims- frumsýningu að rœða. Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndagerðar- inaður í Bandaríkjunum, er annar framleiðenda myndarinn- ar og hefur hann ásamt félaga sínum, Steve Golin, undirritað samning við risafyrirtækið Polygram um framleiðslu þriggja annarra kvikmynda á næstu tveimur árum. Einkarannsóknin flallar um áhugasaman blaðamann, Charles Bradley, sem leggur allt í sölurnar fyrir góða frétt. Hann nær sam- bandi við uppljóstrara sem fræðir hann um það að innan lögreglunn- ar stundi ákveðnir lögreglumenn fíkniefnasölu í stórum stíl. Hann býður Bradley sönnunargögn gegn ákveðnu gjaldi. Þetta verður hon- um dýrkeyptara en hann hafði órað fyrir þar sem sonur hans flækist að ósekju í málið. Myndin verður að lokinni frum- sýningunni sýnd víða um lönd. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands: Rás 2 vinnur á í sam- keppninni við Bylgiuna Þorsteinn Ólafsson Framkvæmda- sljóri Samvinnu- sjóðsins ÞORSTEINN Ólafsson, fram- kvæmdastjóri þróunardeildar Samhands íslenskra samvinnufé- laga, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Samvinnusjóðs íslands hf. frá og með 1. júlí nk. Jafnframt lætur Þorsteinn Ólafs- son af stjórnarformennsku í Samvinnusjóðnum. Selfoss: 600 manns á fundi sjálf- stæðismanna Selfossi. MIKIÐ fjölmenni og gífurleg stemmning var á fundi sjálf- stæðismanna á Selfossi í gærkvöldi. Um 600 manns sóttu fundinn og er þetta einn fjölmennasti stjórnmálafund- ur sem haldinn hefur verið á staðnum. Efstu menn framboðslistans fluttu ávörp, kórar Fjölbrauta- skóla Suðurlands og Tónlistar- skóla Rangæinga sungu og einnig Olöf Kolbrún Harðardótt- ir og Garðar Cortes við undirleik Onnu Guðnýar Guðmundsdótt- ur. Fundarmenn voru víða að úr kjördæminu, allt austan úr Vestur Skaftafellssýslu. Sig. Jóns. eftirSmára Björg-vinsson Vegna þeirrar miklu umræðu, sem verið hefur í þjóðfélaginu um lyf og lyfjaverð, vill lyfjafyrirtækið Tóró hf. koma eftirfarandi á framfæri: Tóró hf. er með þá verðlagsstefnu að hafa þau lyf sem þeir framleiða á eins hagkvæmu verði og unnt er hverju sinni. í raun hefur þetta þýtt að lyf frá Tóró hafa verið og eru yfirleitt 20%—40% ódýrari en sam- svarandi erlent sérlyf, en ekki 5—15% ódýrari eins og landlæknir segir að innlend sérlyf séu almennt. (Morgunblaðið 14.3. 1987.) í dag eru aðallega þijú innlend lyQaframleiðslufyrirtæki, sem fram- leiða fyrir almennan markað, þ.e. Tóró hf., Delta hf. og Lyfjaverslun ríkisins. Þessi fyrirtæki eru að sjálfsögðu öll í mikilli samkeppni við erlenda lyfjaframleiðendur, en þar sem inn- lendu fyrirtækin eru oft með samsvarandi sérlyf hér á markaði, fer ekki hjá því að innbyrðis sam- keppni sé einnig fyrir hendi. Nú birtust í dagblöðunum fréttir AF FÖSTUM þáttum útvarps og sjónvarps að undanskildum frétt- um virðist Helgarskammtur Hermanns Gunnarssonar á Bylgjunni og sjónvarpsþátturinn Fyrirmyndarfaðir hjá RÚV njóta mestra vinsælda, ef marka má skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands, sem fór fram helgina 21.—23. mars. 22% hlustenda á öllu Iandinu hlustuðu á þátt Hermanns, en 29% ef einungis er tekið mið af (Morgunblaðið og Þjóðviljinn 1.4. sl., og Tíminnn 28.3 sl.) byggðar á fréttatilkynningu frá einum þessara aðila um að viðkomandi hafi lækkað verð söluhæstu lyfjanna um 20%. Eru þá lyf viðkomandi fyrirtækis orðin 20% ódýrari en hinna innlendu fyrirtækjanna? Nei, sú er ekki raun- in, því lyfjaverð þessa fyrirtækis var um 30% hærra en verð samsvarandi lyfja hjá Tóró hf. áður en til verð- lækkunar kom. Það er því ljóst að læknar hafa haft og hafa enn kost á að ávísa innlendum lyfjum, sem eru mun ódýrari en samsvarandi erlend lyf, og því er hér ekkert nýtt á ferðinni. Aftur á móti er jákvætt að fleiri innlend lyfjaframleiðslufyrirtæki séu orðin sammála Tóró h.f. í því að möguleiki sé á að innlenda lyfja- framleiðslan sé umtalsvert ódýrari en samsvarandi erlend lyf. Flestir ættu því að geta verið sam- mála um að ávísun á innlend lyf sé hagkvæmt fyrir þjóðfélagið. Höfundur er lyfjafræðingur og forstöðumaður Tóró hf. hlustunarsvæði Byigjunnar og 69% horfðu á Fyrirmyndarföður á öllu landinu, en 68% á svæði því sem báðar sjónvarpsstöðv- amar ná til. Fréttir í Ríkisútvarpinu njóta mestra vinsælda útvarpsefnis. Um og yfir 40% hlustenda fylgdust með hádegis- og kvöldfréttatíma út- varpsins sunnudaginn 22. mars og yfír 50% á öllu landinu mánudaginn 23. mars, en á bilinu 45% til tæp 50%, þegar tekið er mið af því svæði sem Bylgjan nær til. Bylgjan hefur 5% meiri hlustun en rás 2 og rúm- lega það mánudaginn 24. mars, nema um kvöldið þegar undirbún- ingskeppni fyrir Eurovision-söngva- keppnina fór fram. Hlustunin var svipuð á sunnudeginum að undan- skildu því er þáttur Hermanns Gunnarssonar var sendur út og Vikuskammtur Einars Sigurðsson- ar, þó heldur meiri á Bylgjunni, þegar miðað er við það svæði sem allar útvarpsstöðvamar ná til. Samkvæmt þessum niðurstöðum hefur rás 2 unnið talsvert á í sam- keppninni við Bylgjuna miðað við niðurstöður skoðanakönnunar um hlustun 5. desember síðastliðinn. Þá var hlustun á rás 2 innan við 5% að meðaltali, frá 5 og upp í rúmlega 15% minni hlustun, en á Bylgjunni, á því svæði sem báðar stöðvamar ná til. Tæplega helmingi fleiri horfa á fréttir RÚV en Stöðvar 2 sam- kvæmt könnuninni, eða rúm 60% samanborið við rúm 30%, þegar tekið er mið af því svæði þar sem báðar sjónvarpsstöðvarnar nást. A auglýsingar eftir fréttir hjá RÚV horfðu 31% mánudagskvöldið 23. mars, samanborið við 8% á Stöð 2. Könnunin var framkvæmd fyrir Ríkisútvarpið, Samband íslenskra auglýsingastofa, Islenska sjón- varpsfélagið og íslenska útvarps- félagið. Úrtaksstærð var 900 manns og svömnin 72,3%. Garnapest heijar á kýr í Austur-Húnavatnssýslu: Kvíði fyrir því að fara í fjósið á morgnana - segirPáll Þórðarsoní Sauðanesi «ti'»i^nXngK^í'i Blönduósi. Sauðanesi. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði misst sex kýr á þessu ári og þar af þijár kýr á sama sólarhringnum. Stefán sagði ennfremur að frést hefði af svipuðum bráðadauðatilfellum í kúm í Danmörku, en þar var um faraldur var að ræða. Sigurður H. Pétursson, héraðs- dýralæknir í Austur-Húnavatns- sýslu, staðfesti þessar upplýsingar og sagði að fjórum sinnum hefdi það komið fyrir að fleiri en ein kýr dræpust á sama bænum sama sólar- hringinn. Sigurður sagði jafnframt að sömu krufningseinkenni og í kúnum á Sauðanesi og á Kagaðar- hóli hefðu komið fram á bráðadauð- um kúm annars staðar í héraðinu. Krufningseinkennin eru fyrst og fremst bráðar bólgur í meltingar- vegi og blæðingar í ýmsum líffær- um. Sigurður sagði að þessi garnapestarbaktería, sem greinst hefði fyrir rúmri viku, héti clostrid- ium perfringenes og væri af d-stofni. Sigurður H. Pétursson sagði að lokum að fyrst tekist hefði að greina þessa bakteríu og eitur- áhrif hennar þá væri von um að takast mætti að fækka verulega með bólusetningu bráðadauðatil- fellum í kúm. _ jón Sig ALLMARGAR kýr af nokkrum bæjum í Austur-Húnavatnssýslu hafa drepist skyndilega undan- farna mánuði svo segja má að um faraldur sé að ræða og engin skýring hefur fengist fyrr en núna nýlega. Talið er að bráða- dauða kúnna valdi garnapestar- baktería, sem fjölgar sér skyndilega af ókunnum ástæðum og veldur eitrun sem leiðir til bráðadauða kúnna. Þessi bakt- eríueitrun hefur valdið mestu tjóni í Sauðanesi og á Kagaðar- hóli í Torfalækjarhreppi, en á þessum bæjum hafa drepist átta kýr það sem af er þessu ári. Þessarar veiki hefur ennfremur orðið vart á a.m.k. fimm öðrum bæjum í sýslunni. Þessi veiki er þekkt í sauðfé, en hefur ekki fyrr verið staðfest í mjólkurkúm í heiminum svo vitað sé. Páll Þórðarson, bóndi í Sauða- nesi, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði misst sextán kýr á síðastliðnum tveimur árum. Sex kýr drápust árið 1985, átta kýr 1986 og tvær kýr það sem af er þessu ári. Páll sagði: „Það undar- lega við þetta er að ekki er hægt að finna neina ákveðna reglu um hvar og hvenær gamapestarbakt- erían reiðir til höggs í fjósinu. Einn daginn getur drepist kýr á fyrsta kálfí á enduðu mjaltaskeiði og næst drepist eldri kýr, sem er á miðju mjaltaskeiði, og svo framvegis." Páll sagði að það væri orðið fyrir- kvíðanlegt að fara í ijósið á morgnana og eiga von á að fínna einhveija kúna dauða. „Hér áður vissi maður ekkert hvað var á ferð- inni þannig að von um að uppræta veikina var lítil, en núna er þó búið að greina veikina og skýra dauða kúnna og í því leynist von um lausn vandans," sagði Páll. Tilraunastöð Háskólans í meinafræði: Reynt að fram leiða bóluefni Keimlík eitrunareinkenni á kúm sem drepisthafa í Borgarfirði og Eyjafirði A TILRAUNASTOÐ Háskólans í meinafræði á Keldum er verið að rækta clostridia-sýkla í þeim tilgangi að reyna að framleiða bóiuefni gegn garnapest i kúm sem vart hefur orðið á nokkrum bæjum í Austur-Húnavatnssýlu og víðar. „Við vitum ekki nógu mikið um þessi bráðadauðatilfelli ennþá, en sýnist að kýmar hafi drepist úr eitrun, sem líkist garnapest í sauðfé, sem þekkt er,“ sagði Sigurður Sigurðarson dýralæknir á Keldum. Sigurður sagði að það væru fyrst og fremst mjólkurkýr sem féllu fyr- ir þessari eitrun, en þó ekki ein- göngu. Hann sagði að dýralæknar hefðu lengi haft grun um að garna- pest væri ástæðan fyrir bráðadauða margra kúa, en þeir hefðu fá dæmi fundið um slíkt í erlendum ritum. Þó væri þetta vandamál þekkt í holdagripum erlendis. Sigurður sagði að clostridum perfringenssýkillinn væri víða í umhverfínu og fínndist meðal ann- ars í líffærum heilbrigðra dýra. En við viss skilyrði, sem ekki væri vit- að nógu mikið um hver væru, myndaðist eitrun í meltingarfærun- um sem sogaðist upp í blóð skepn- unnar og væri bráðdrepandi. Gamapestin væri því ekki smitandi og ekki hægt að tala um plágu í sambandi við hana. Fyrir nokkmm ámm drápust margar kýr á bæ einum í Borgar- firði og vom einkennin keimlík. Styttra er síðan bar á bráðadauða nautgripa á bæ einum í Eyjafírði, en þar var yfírleitt um yngri gripi að ræða en í Austur-Húnavatns- sýslu og Borgarfírði. Sigurður sagði að ekkert væri hægt að fullyrða um hvort gamapest hafí verið á ferðinni í þeim tilvikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.