Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 72
Veiö kr: 3100.- Tilboðiö gildir til 6. júlí 1987. Æl HfíNS PETERSEN HF UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! Innanhússmeistara- (fyrir 35mmfilmur) C-stigs * námskeid KSÍ * Munið að námskeiðið hefstföstudaginn 3. apríl íhúsakynnum íþróttasambands íslands í Laugardal kl. 18.30. Tækninefnd KSÍ. mótið í sundi '3K Innanhúsmeistaramót Islands í sundi verður haldift í Sundhöll Reykjavíkur nú um helgina. Mótiö hefst á föstudaginn og þvf Ifkur á sunnudaginn. Þetta er eitt af stærri sundmót- um sem hér eru haldin. Keppt verður í 20 einstaklingsgreinum og alls taka þátt 120 sundmenn frá 14 félögum. Mjög ströng lág- mörk voru sett fyrir þetta mót þannig að þar keppir okkar besta sundfólk. Mót þetta er haldiö í samvinnu Sundsambands Islands og Olíufé- lagsins sem gefur verðlaun til þeirra sem vinna bestu afrekin á mótinu. Mótið hefst klukkan 20 á föstu- Styrkir til þjálfara EINS og undanfarin ár mun íþróttasamband íslands veita styrki tii unglingaþjálfara sem hyggjast sækja námskeið erlend- ^js og verða veittir þrír styrkir að upphæð 25.000 hver. Umsóknir um styrki þessa þurfa að vera á sérstökum eyðublöðum sem send hafa verið héraös- og sérsamböndum og fást þau einnig á skrifstofu ISÍ. Umsóknarfrestur er til 1. maí. (Fróttatilkynning) daginn og verður síðan fram haldið klukkan 8.30 á laugardagsmorgun með undanrásum. Klukkan 16 á laugardaginn verður síðan setning og úrslitasund í þeim greinum sem keppt var í um morguninn og á sunnudaginn verður sami háttur hafður á. Körfubolti: Skólamót SKÓLAMÓT KKÍ f körfubolta verður haldið nú um helgina í Breiðholts- og Setjaskóla og verða leiknir um 70 leikir. Síðari leikur Vals og UMFN um íslandsmeistaratitilinn verður í Seljaskóla á laugardaginn klukkan 16 og verður gert hlé á skólamót- inu á meðan þeir leika og hefur KKÍ ákveðið að bjóða keppendum í skólamótinu á leikinn. Leiðrétting í frásögn okkar af íslandsmeist- aramótinu í júdó fyrir nokkru sögðum við að Birgir Björnsson úr KA hefði unnið í +37 kfló- gramma flokki pilta 9-10 ára. Þetta er ekki rótt því það var Steingrfmur Njálsson úr KA sem vann f þessum flokki. MorgunblaÖið/Einar Falur • Margir koma á skrifstofu Íslenskra getrauna á laugardögum og fylla út kerfi. Á myndinni fylgist Birna Einarsdóttir með áhugasömum tippurum. Getraunir: Verða þrjár milljónir í pottinum? SÍÐASTA sprengivikan hjá ís- lenskum getraunum á þessu leiktímabili stendur nú yfir. Miðað við sölu undanfarnar vikur er líklegt að potturinn á laugardag- inn verði að minnsta kosti 3 milljónir. Taki tipparar hins vegar hressilega við sér, verður pottur- inn að sjálfsögðu hærri, en hann var um fimm miiljónir f sprengi- vikunni í nóvember. ' 80daga gfmœlistilboð í tilefni af 80 ára afmœli Hans Petersenhf. bjóöum viö Kodak mvndavél á einstaklega hagstœöu veröi. 5áia ábyrgö ===== í mörg undanfarin ár hefur sala getraunaseðla verið ein helsta tekjulind íþróttahreyfingarinnar. Síðan lottóið byrjaði hefur salan aftur á móti dregist saman, en að sögn Birnu Einarsdóttur, fram- kvæmdastjóra íslenskra getrauna, er engin uppgjöf hjá fyrirtækinu. „Sölukerfið er í endurskoðun og vonandi líður ekki á löngu, þar til allir landsmenn geti tekið þátt í getraununum aila vikuna. Eins og ástandið er í dag, verða margir úti á landi að skila útfylltum seðlum á fimmtudegi til að öruggt sé að þeir berist okkur áður en leikirnir hefjast á laugardögum. Þetta er of snemmt, því flestir byrja ekki að hugsa um leiki helgarinnar fyrr en nær dregur." 50% ívinninga Hlutfall vinninga í getraununum er 50%, en íþróttafélögin fá 25% í sölulaun. 2% fara í sjóð, sem bætist við pottinn í næstu sprengi- viku. Að þessu sinni er um hálf milljón í sjóðnum og ef milljón rað- ir seljast, verða þrjár milljónir í pottinum. „Við seldum tæplega tvær milljón raðir í sprengivikunni í nóvember, en ég þori ekki að spá svo mikilli sölu núna, þó ég voni allra vegna að tipparar taki vel við sér,“ sagði Birna. Ný getraunabók Getraunakerfi eru mjög vinsæl hjá tippurum og nú hafa islenskar getraunir gefið út bók með kerfum til að auka enn þjónustuna. Eiríkur Jónsson tók efnið saman. Bókin kostar 100 krónur og fæst hjá öll- um umboösmönnum íslenskra getrauna og auk þess hjá fyrirtæk- inu sjálfu í Laugardalnum. Hola í höggi Uppskeruhátíð Einherja á laugardaginn Á SÍÐASTA ári unnu alls 32 íslenskir kyifingar það afrek að fara holu f höggi á golfvöllum hér á landi eða erlendis. Sumir náði „draumahögginu" f fyrsta sinn á æfinni en aðrir hafa lagt þetta f vana sinn undanfarin ár. Þorbjörn Kjærbo frá Golfklúbbi Suðurnesja fór til dæmis holu f höggi í sjötta sinn á síðasta ári. Þeir sem fara holu i höggi verða sjálfkrafa meðlimir í Einherjaklúbb- num sem stækkar stöðugt. Yngsti meðlimur klúbbsins er nú Þórir Örn Þórisson úr GR, en hann sló draumahögg sitt á golfvellinum að Korpúlfsstöðum í fyrra þá aðeins 9 ára að aldri. Á laugardaginn verður upp- skeruhátíð Eiherja og býður þá Johnie Walker umboðið á Islandi, Vang hf., til samkvæmis þar sem Einherjar síðasta árs verða heiðr- aðir og teknir í félagið. Samkvæmi þetta er í Húsi Verslunarinnar á laugardaginn frá 17-19. Hér á eftir fer listi yfir Einherja ársins 1986: Ásgerður Sverrisdóttir, GR Guðmundur Einarsson, NK Sigurður Friðriksson, GS Þorbjörn Kjærbo, GS Skúli Skúlason, GEE Alda Sigurðardóttlr, GK Ólafur Einarsson, GV Margeir Margeirsson, GS Guðmundur Orn Guðjónsson, GHH Árni Jónsson, GA Þórir Örn Þórisson, GR Hjalti Pálmason, GV Gísli Hall, NK Henning Bjarnason, GK Eyjólfur Bergþórsson, GR Davið Helgason, G. Kjölur Hreinn Jónsson, GH Stefán Kristjánsson, GR Þórður Orri Pétursson, NK Þórður Ólafsson, GL Leifur Ársælsson, GV Guðrún Eiríksdóttir, GR Sævar Gunnarsson, GA Bragi Ingvason, GG Sverrir Einarsson, NK Stefán B. Pedersen, GSS Hlynur Sigurdórsson, GL Hannes Hall. NK Gunnar Jakobsson, GA Haraldur Sumarliöason, GK Ólafur B. Jónasson, GR Jón Ásgeir Eyjólfsson, NK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.