Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 73
Mikill heiður
ef satt er
- segirGunnar Einarsson
um áhuga Lemgo
„ÉG er nú bara að heyra þetta f
fyrsta skipti núna og því á ég
dálítið erfitt með að tjá mig um
þetta,“ sagði Gunnar Einarsson
handknattleiksmaður og þjálfari
í gær. Morgunblaðið skýrði hon-
um þá frá áhuga þýska liðsins
Lemgo á að ræða við hann um
að þjálfa félagið.
„Ég klára skólann í vor og er á
leiðinni heim. Ég er búinn að vera
hér í þrjú ár og var ákveðinn í að
koma heim. Það að þýskt lið vill
ræða við mig um þjálfun er auðvit-
að mikill heiður fyrir mig ef satt er.
Ég hef verið mjög áhugasamur
um þýsk lið og þýskan handbolta
en hvort ég fer þangað núna eða
síðar á lífsleiðinni veit enginn.
Auðvitað ræði ég við mennina
ef þeir ná í mig en ég er lítið heima
um þessar mundir og erfitt að ná
i mig en þetta er mikill heiður fyrir
mig."
- Hefur eittvert lið á íslandi rætt
við þig um þjálfun?
„Já, ég get ekki neitað því. Það
hefur eitt félag rætt alvarlega við
mig en þær viöræður eru á algjöru
frumstigi og ekkert meira um það
að segja."
Engiand:
Mark Dennis
rekinn f rá
Southampton
MARK Dennis, varnarmaðurinn
sterki hjá Southampton, var
rekinn frá félaginu í gær, en
hann hefur verið upp á kant við
Chris Nicholl, framkvæmda-
stjóra félagsins.
Dennis hefur átt erfitt með að
hemja skap sitt og hefur tíu sinn-
um verið vikið af vellinum é
ferlinum. Hann byrjaði hjá Birm-
ingham 1978, en hefur verið hjá
Southampton síðan 1983. í vetur
hefur hann tvisvar verið kallaður
fyrir aganefnd enska Knatt-
spyrnusambandsins og á yfir
höfði sér leikbann.
Þrjú félög höfðu áhuga á að
fá Dennis í sínar raðir fyrir
skömmu, en hann hafnaði tilboð-
unum. Á dögunum gagnrýndi
hann Nicholl í blaðagrein, þá var
mælirinn fullur og hann var rek- « Mark Dennis var látinn taka
inn í gær. poka sinn hjá Southampton.
Simamynd/Reuter
• Frá leik Belga og Skota í Evrópukeppni landsliða í Brussel í gær-
kvöldi. George Grun og Jim Mclnally kljást hér um knöttinn og hefur
Grun betur eins og svo oft í leiknum.
• íslenska drengjalandsliðið í körfubolta ásamt þjálfurum
Körfubolti:
Drengjalandsliðið á
EM í Englandi
Fer fyrst til Portúgal í æfinga- og keppnisferð
ÍSLENSKA drengjalandsliðið i
körfubolta fer á sunnudaginn til
Portúgal í æfinga- og keppnisferð
og að henni lokinni tekur liðið
þátt í Evrópukeppni drengja-
landsliða, sem fram fer í Graves-
end í Englandi 21.-25. apríl.
Liðið fer fyrst til Faro í Portú-
gal, þar sem það tekur þátt í
fjögurra þjóða móti 7.-9. apríl. Auk
íslands taka þátt Portúgal,
Mósambique og Marokkó eða
Alsír. Síðan fer hópurinn í æfinga-
og keppnisbúðir í Lissabon og loks
til Englands.
Leikreynt lið
í islenska liðinu eru mjög leik-
reyndir strákar enda hefur verið
unnið markvisst að þátttöku í
þessu Evrópumóti í nokkur ár með
Í)ví að vera með í mótum erlendis.
sland er í riðli með Englandi,
Skotlandi, Frakklandi og Belgíu,
sem eru allt sterkar körfubolta-
þjóðir, en að sögn Jóns Sigurðs-
sonar, aðstoðarþjálfara íslenska
liðsins, ætti liðið aö standa sig
betur, en drengjalandslið fyrri ára.
„Sem fyrr vantar okkur hávaxna
leikmenn, en strákarnir hafa verið
• Herbert Svavar Arnarson, fyr-
irliði.
lengi saman og hópurinn er vel
samstilltur."
Að sögn Jóns eru miklar vonir
bundnar við Herbert Svavar Arnar-
son, fyrirliða liðsins, en hann
stundar nú nám í Bandaríkjunum
og hefur staðið sig frábærlega
með skólaliði sínu. „Þeir komust i
úrslitakeppni skólanna í Kentucky-
fylki, sem er mjög gott, því körfu-
boltinn þar er með því besta sem
gerist vestra. MiHi tuttugu Qiev.u
þrjátíu þúsund áhorfendur voru
ávallt a leikjum liðsins og því er
spáð einu af þremur efstu sæt-
unum næsta ár,“ sagði Jón. Því
má bæta við að Herbert Svavar
hefur tvisvar verið kosinn Scania-
kóngur í sínum aldursflokki á
Scania-mótinu í Svíþjóð, en það
er oft nefnt óopinbert heimsmeist-
aramót félagsliða.
Þess má geta að strákarnir fjár-
magna þessa löngu og dýru ferð
sjálfir á ýmsan hátt og hafa
vélvilja hjá mörgum fyrirtækjum
og einstaklingum í því efni.
Liðið er annars eftirfarandi:
Ari Gunnarsson, Val
Brynjar Harðarson, ÍBK
FriSrik Pétur Ragnarsson, UMFN
Gunnar Öm Örlygsson, UMFN
Herbert Svavar Arnarson, ÍR, fyrirliSi
HörSur Gauti Gunnarsson, KR
HörSur Lindberg Pétursson, Haukum
Jón Páll Haraldsson, UMFG
Ottó Davíð Tynes, ÍR
Skúli Skúlason, ÍBK
Sveinbjörn SigurSsson, UMFG
Þórir Viðar Þorgeirsson, ÍR
Björn Leósson, þjálfari
Dick Ross, aðstoöarþjálfari
Jón Sigurösson, aðstoöarþjálfari á EM
Guðmundur Gylfi Guðmundsson, farar-
stjóri á EM
Sigurður Valur Halldórsson, dómarl á _
EM
Evrópukeppnin íknattspyrnu:
Nico Claesen
skoraði þrennu
NICO Claesen skoraði þrennu,
þegar Belgía vann Skotland 4:1 á
Heyselleikvanginum í Brussel í
gærkvöldi. Þar með fóru heima-
menn á toppinn í 7. riðli Evrópu-
keppninnar, en vonir Skota um
að komast í úrslitakeppnina
brustu.
„Við lékum vel í fyrri hálfleik,"
sagði Andy Roxborough, þjálfari
Skota eftir leikinn, en skoskir
áhorfendur voru ekki á sama máli
og vildu að þjálfarinn yrði rekinn.
Belgar léku stífan sóknarleik
með þrjá menn frammi. Claesen
skoraði fyrsta markið á 9. mínútu
eftir sendingu frá Enzo Scifo, en
Paul McStay jafnaði með skalla
fjórum mínútum síöar eftir send-
ingu frá James Bett.
í seinni hálfleik var sókn Belga
mun þyngri, Claesen bætti tveimur
mörkum við og Frank Vercauteren
innsiglaði stórsigur á 72. mínútu.
Lið Belgfu: Pfaff, Grun, Van Der Elst,
Clijsters, Vervoort, Vercauteren, Demol,
Claesen, Vandenbergh, Scifo, Desmet.
STUTTGARTER Kicker vann Fort-
una Diisseldorf 3:0 í undanúrslit-
um vestur-þýsku bikarkeppninn-
ar í gær og leikur til úrslita gegn
HSV í Vestur-Berlín 20. júní.
Stuttgarter Kicker leikur í 2.
deild, en Dusseldorf í þeirri fyrstu
Lið Skotlands: Leighton, Gough, Malpas,
McStay, McLeish, Narey, Aitken, Mclna-
lly, McCoist, Bett, Sturrock.
og komu úrslit leiksins mjög á
óvart. Frank Elser, Kazimierz Kmi-
ecik og Dirk Kurtenbach skoruðu
mörkin. Eftir þriðja markið hlupu
margir stuðningsmenn Dusseldorf
inn á völlinn og varð að stöðva
leikinn í fimm mínútur.
Þýskaland:
Stuttgart er
í úrslit