Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 33 Sungið af innlifun. Þröngt mega sáttir sitja. Það þurfti gott skipulag, góðan aga og gott skap til að koma öllum fyrir. Sigríður Sigurðardóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga, með áletrað skinn að gjöf fyrir góðar mót- tökur. V, (A- heimsótt og fossinn skoðaður. Tilgangurinn með kóramótum af þessu tagi er að efla tónmennt í grunnskólum landsins og kórsöng sérstaklega. Tónmenntarkennara- félagið vill með þessu gefa skólun- um tækifæri til þess að hafa eitthvað að stefna að síðari hluta vetrar. Á mótinu söng hver kór eitt eða tvö lög og síðan söng allur hópurinn í lokin og er fullvíst að þar var á ferðinni fjölmennasti kór landsins. Þrír kórar, kór Garðabæj- ar, Kársnesskóla og Brekkubæjar- skóla á Akranesi, frumfluttu á mótinu verk eftir Báru Gunnars- dóttur sem samið var sérstaklega fyrir mótið. Auðheyrt var að kórarnir voru allir vel æfðir og agaðir og söng- gleði var í fyrirrúmi hjá öllum sem fram komu. Það þurfti sannarlega hlýðinn hóp til að unnt væri að koma öllum fyrir í húsinu þannig að skiptingar kóranna gengju tafar- laust fyrir sig. Það var einna líkast því sem skiptingarnar inn á söng- pallinn hefðu verið margæfðar svo vel fór þetta fram. Sennilega er óhætt að taka undir orð eins söng- stjórans þegar hann sagði: „Þetta gæti aldrei gengið nema með krökk- um sem syngja í kór.“ Skemmtilegast að syngja „Það er skemmtilegast að syngja og svo var ofsagaman á kvöldvök- unni,“ sögðu þær Björg Haralds- dóttir, Hildur Sævarsdóttir og Elva Hrund Ingvadóttir, sem allar eru 7 ára og syngja í kór Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Þær sögðust hafa sofið á Hvolsvelli. „Við vorum sold- ið lengi að sofna, sumir voru að masa,“ sögðu þær ennfremur og voru sammála um að lagið Komdu í dans væri skemmtilegasta lagið þeirra. Gaman að heyra góð lög Stúlkur gagnfræðaskólanna gnæfðu óneitanlega yfir aðra þátt- takendur, enda aldursmunur nokkur. I kór Gagnfræðaskóla Húsavíkur eru 19 stúlkur. Þær Herdís Hreiðarsdóttir, Kristín Björnsdóttir og Sigrún Kjartans- dóttir sögðust æfa einu sinni í viku og það væri góður andi í kórnum og gaman að syngja. „Við hefðum viljað vera á stærri stað en á Heima- landi þar sem meira er um að vera,“ sögðu þær. Þær kváðust vera búnar að vera á æfingum og syngja mikið og voru á einu máli um að gaman væri að heyra góð lög hjá hinum kórunum og svo að kynnast öðrum krökkum víða að. Strákarnir halda að þetta sé leiðinlegt Auður Margrét Coakley Mikaels- dóttir, Harpa Másdóttir og Hans Tómas Pétursson úr Hvassaleitis- skóla sögðust hafa gist á Gunnars- hólma og þar hefði mikið verið sagt af draugasögum fram á nótt. í kór Hvassaleitisskóla eru 44 krakkar en aðeins sex strákar og svipaða sögu er að segja af öðrum kórum. „Eg held að strákamir haldi bara að þetta sé leiðinlegt, en þeir vita ekki hvernig það er í raun og veru að vera í kór. Þeir sem byija halda áfram,“ sagði Hans Tómas Péturs- son. Alveg rosalega gaman að syngja „Það hefur verið alveg rosalega gaman að syngja og svo á kvöldvök- unni og diskótekinu," sögðu stöll- umar Margrét Árnadóttir, Harpa Sigríður Magnúsdóttir og Kolþrún Bjömsdóttir, sem eru í kór Ása-, Flúða- og Brautarholtsskóla. Þær voru sammála um að það væri gam- an að vera í kór og á mótinu sögðust þær hafa kynnst mörgum krökkum. Gaman að syngja fyrir fólkið Marit Káradóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir og Guðrún Hallgríms- dóttir hafa verið í kór Hólabrekku- skóla frá því hann var stofnaður fyrir þremur árum. í kórnum em 34 stelpur en enginn strákur. Þær stöllur héldu að strákum fyndist það stelpulegt að syngja þó það væri Allur hópurínn söng saman í lok- in. tveimur skólum, Brekkubæjarskóla og Grundarskóla. Eyrún Gunnars- dóttir, Lára Jóhannesdóttir, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, Jóhanna Þórisdóttir, Erla Ösp Lámsdóttir og Vigdís Þórisdóttir sögðu að sér hefði aldrei dottið í hug að það yrðu svona margir á kóramótinu en það væri alls ekki verra. „Það var skemmtilegast á ballinu og á æfing- unum og alveg æðislega gaman að æfa saman," sagði ein þeirra og hinar tóku undir það. Þær sögðust hafa æft ný lög og fengið nýjar raddæfingar á mótinu og ætluðu ömgglega að halda áfram að vera í kómum. „Það er góður félags- skapur í kómum og svo er bara svo gaman að syngja og læra ný lög,“ sögðu þær einum rómi um það hvers vegna þær.væm í kór. Sig. Jóns. Heimamenn og aðrir gestir fjölmenntu á kóramótið. það alls ekki. „Ætli stelpum finnist ekki bara meira gaman að syngja," sagði ein þeirra. Þær sögðu svipaða sögu og aðrir af diskótekinu og það hefði verið rosalega gaman þegar kennarinn sagði draugasögur í rút- unni á leiðinni heim. „Það er mjög gaman að syngja fyrir fólkið og heyra lögin hjá hinum og svo kynn- ist maður fullt af krökkum," vom lokaorð þeirra. Það er svo gaman að syngja Kórinn frá Akranesi kemur úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.