Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
41
Trilla sökk við Litla-Árskógssand:
Einum bjargað,
en annar fórst
SVAVAR Guðmundsson, 46 ára, fórst eftir að sex tonna trillu hans,
Reynir frá Litla-Arskógssandi, hvolfdi og hún sökk í fyrradag í
aftakaveðri, aðeins 100-200 metra fyrir utan höfnina á Litla-Ar-
skógssandi. Tveir menn voru um borð og bjargaðist hinn, Kristján
Rafn Sigurðsson, fljótlega eftir að slysið varð, en Svavar er talinn
af. Ekki var hægt að kafa niður að Reyni i gær vegna veðurs en
fjörur voru gengnar í alla fyrrinótt og í gær, en án árangurs. Reynt
verður að kafa niður að Reyni í dag.
Tveir 28 tonna bátar, Særún og
Naustavík, voru ásamt Reyni í höfn-
inni á Litla-Árskógssandi í fyrra-
dag, en vegna fárviðrisins ákvaðu
eigendur þeirra að færa báta sína
inn á Hauganes. Blaðamaður Morg-
unblaðsins ræddi við Sigurð
Konráðsson, skipstjóra á Særúnu,
og Konráð son hans á heimili þeirra
á Litla-Árskógssandi í gærdag, en
þeir voru báðir um borð í Særúnu
þegar slysið varð. Sigurður lýsti því
sem gerðist þannig: Við ætluðum
að færa bátana fyrir róki og ísingu
frá bryggjunni inn að Hauganesi.
Við töldum ekki óhætt að hafa þá
þarna lengur. Reynir var ystur og
fór því fyrstur frá bryggjunni. Við
vorum svo komnir um 100-200
metra út þegar Reynir ætlaði að
snúa undan vindi — vindurinn stóð
á bakborðshlið Reynis og það skipti
engum togum að báturinn lagðist
á hliðina og fór á hvolf. En stefnið
stóð upp úr.“
Sigurður hélt áfram: „Okkur
fannst líða heil eilífð þar til við
sáum Kristjáni skjóta upp. Hann
kom upp á milli Særúnar og Reyn-
is.“ Aldrei sást til Svavars, tengda-
föður Kristjáns, sem fórst. Það var
Konráð, sonur Sigurðar, sem náði
að bjarga Kristjáni Rafni um borð.
Konráð sagði svo fra: „Ég náði í
Markúsarnetið. Það var inni í skýli
og því engin ísing á því. Bjarg-
hringir voru hins vegar allir frosnir
fastir. Netið er í tösku. Ég hafði
aldrei áður litið ofan í hana en eft-
ir að ég kippti lokinu af henni var
kastlínan það fyrsta sem ég greip
í. Ég kastaði línunni til Kristjáns,
hann greip um og ég dró hann að
skipshlið. Svavar Sigurðsson og
Ólafur Ólafsson hjálpuðu mér við
þetta og þegar Kristján var alveg
kominn að síðunni köstuðum við
netinu til hans.“ Konráð sagði að
Sigurður Konráðsson og Konráð Sigurðsson
skipveijar hefðu háttað Kristján
strax og sett í koju og undir sæng.
Varð hann fljótlega hress og var
kominn út strax fyrir hádegi í gær
til að hjálpa til við leitina, gekk þá
fjörur ásamt öðrum.
Að sögn Sigurðar Konráðssonar
skipstjóra reyndu skipveijar á Sæ-
rúnu að ná Reyni upp í fyrradag.
„Við náðum að setja tóg í fangalínu
Reynis — ætluðum að reyna að
draga hann að bryggju — en réðum
ekki við neitt, veðurofsinn var svo
mikil’..“
• Þeir feðgar, Sigurður og Konráð,
tjáðu blaðamanni að ekki hefði
náðst í neina björgunarmenn þegar
slysið varð því síminn á Árskógs-
sandi hefði verið „alveg dauður"
eins og þeir sögðu, „en síminn dett-
ur yfirleitt út hér þegar vont er.
Það er yfirleitt alls ekki hægt að
fá són.“ Því var það einungis fólkið
í húsunum á Árskógssandi sem
gekk fjörur strax eftir slysið. „Ég
náði svo í formann björgunarsveit-
arinnar um áttaleytið um kvöldið i
farsímanum um borð þegar við vor-
um komnirtil Akureyrar, við vissum
að þá hafði hann enn ekki fengið
fréttir um slysið," sagði Sigurður.
Aðstæður voru það slæmar í
Hauganesi í fyrrakvöld að skipin
komust ekki að landi þar og fóru
því til Akureyrar.
Svavar Guðmundsson var 46 ára.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og
sex börn.
Aðalsteinn
kjörinn for-
maður Þórs
AÐALSTEINN Sigurgeirs-
son var kjörinn formaður
íþróttafélagsins Þórs á aðal-
fundi þess síðastliðinn
laugardag. Benedikt Guð-
mundsson, sem verið hefur
formaður í tvö ár, lét af því
embætti þar sem hann er nú
fluttur úr bænum.
Rúnar Gunnarsson var kjörinn
varaformaður félagsins, Ragnar
B. Ragnarsson gjaldkeri, Páll
Baldursson ritari, Gunnþór Há-
konarson meðstjórnandi og
Kristján Torfason spjaldskrárrit-
ari. Varamenn í stjórn voru
kjörnir Ámi Gunnarsson, Ævar
Jónsson og Reynir Karlsson.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hin nýkjörna stjórn Þórs, frá vinstri: Reynir Karlsson, Kristján Torfason, Ragnar B. Ragnarsson, Rúnar
Gunnarsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Páll Baldursson, Gunnþór Hákonarson, Arni Gunnarsson og
Ævar Jónsson.
Lokaátak
fjársöfnunar
vegna Sels 2
LOKAÁTAK söfnunar vegna
Sels 2 fer fram á laugardaginn,
4. apríl, á Akureyri og í þeim
sveitarfélögum er hjúkrunar-
deildin þjónar. Gengið verður í
hús frá kl. 13.00 til 17.00 og fé
safnað.
Framkvæmdir við Sel 2 eru nú
komnar vel á veg og er þess fast-
lega vænst, að nægilegt fjármagn
verði fyrir hendi, svo hægt verði
að ljúka byggingarframkvæmdum
og kaupa allan þann búnað, sem
þarf, þannig að þessi tíu rúma
hjúkrunardeild geti tekið til starfa
eins og fyrirhugað er hinn 1. júní nk.
(Fréttatilkynning)
Sjónvarp,Akureyri
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa og lagabreytinga var
mikið rætt um fyrirhugað félags-
heimili á svæði Þórs í Glerár-
hverfi. Allt bendir til þess að
framkvæmdir hefjist við það
snemma á næsta ári og hægt
verði að taka að minnsta kosti
hluta þess í notkun um haustið.
FIMMTUDAGUR
2. apríl
18.00 Knattspyrna. Umsjónarmaður
er Heimir Karlsson.
19.10 Hardy-gengiö. Teiknimynd.
19.25 Morðgáta(MurderSheWrote).
Ferð Jessicu til Palm Springs breyt-
ist óvænt þegar eiginmaður fyrrum
skólasystur hennar er myrtur þrátt
fyrir mjög stranga
öryggisgæslu.
20.20 í sjónmáli. i þessum þætti er
rætt við Gísla Jónsson og Ásdísi
Árnadóttur um ferðamál og Brynjar
Kvaran og Eriend Hermannsson um
handknattleik á Akureyri en þeir eru
þjálfarar KA og Þórs. Loks er rætt
viö séra Pálma Matthiasson um
fermingarnar sem nú eru framund-
an.
21.30 Af bæ í borg (Perfect Strangers)
Bandarískur gamanþáttur.
22.05 Eiturlyfjavandinn (Toma, the
Drug knot).
Ný sjónvarpsmynd byggð á sönnum
atburðum. David Toma er lögreglu-
maður sem hefur starfað mikið
óeinkennisklæddur. Mynd þessi er
byggö á atburðum úr lifi hans.
22.55 Árásin á Pearl Harbor (Toral
Toral Toral).
Bandarísk-japönsk bíómynd með
Martin Balsam og Soh Yamamura
í aðalhlutverkum. Mynd þessi segir
frá aðdraganda loftárásarinnar frá
sjónarhóli beggja aðila.
01.15 Dagskrárlok.