Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
77. tbl. 75. árg.
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Sjónvarpsstöð
bætir fyrir róg
London, AP.
BREZKA sjónvarpsstöðin Tham-
es Television féllst í gær á að
greiða kóreska flugfélaginu Kor-
ean Air Lines „verulegar"
miskabætur vegna sjónvarps-
þáttar, þar sem því var haldið
fram að þota félagsins hefði ver-
ið í njósnaflugr er hún var skotin
niður í sovézkri lofthelgi 1. sept-
ember 1983.
Sjónvarpsstöðin neitaði því í yfir-
Skotbar-
dagi við
réttarhöld
Liege, AP. Reuter.
SAKBORNINGUR og lögfræð-
ingur biðu bana í skotbardaga,
sem braust út í dómssal í borg-
inni Liege í Belgíu í gær. Þar
fóru fram réttarhöld yfir fjór-
um hættulegum síbrotamönn-
um.
Einn sakborninganna, Jose
Cokaiko, beið bana í skotbardag-
anum og lögfræðingur, Jacques
Henry, sem er 59 ára, lézt síðar
í sjúkrahúsi.
I miðju réttarhaldinu báðu
sakbomingamir um að fá að fara
á salemi en var neitað. Stóð þá
stúlka upp í áhorfendastúkunni
og fleygði byssu og hand-
sprengju til Cokaiko. Talið er að
hún hafi verið unnusta hans.
Cokaiko greip í lögregluþjón og
reyndi að skýla sér á bak við
hann í skothríðinni, en um síðir
hæfði annar lögrelumaður hann
og beið hann samstundis bana.
Gífurleg ringulreið varð í rétt-
arsalnum og var lengi óljóst hvað
raunvemlega gerðist. Heimildir
herma m.a. að handsprengja hafi
spmngið. Talsmaður sjúkrahúss
í Liege sagði að lögmaðurinn,
sem beið bana, hefði fengið
byssuskot í höfuðið.
lýsingu að það hefði verið vísvitandi
ætlan hennar að láta að því liggja
í þætti, sem sýndur var í júlí 1984,
að áhöfn þotunnar hefði verið beðin
að láta þotuna „reika“ inn í sovézka
lofthelgi til að kanna viðbrögð sov-
ézkra loftvama á Sakhalín-eyju.
KAL-flugfélagið stefndi stöðinni
fyrir rógburð og lauk málinu í gær
með því að stöðin féllst á að greiða
miskabætur.
Sovézk ormstuþota skaut kór-
esku þotuna niður og fómst allir
sem um borð vom, 269 manns.
Þotan villtist af leið og hafði flogið
í sovézkri lofthelgi í rúmar tvær
klukkustundir þegar hún var skotin
niður. Hún var í venjulegu áætlun-
arflugi frá Anchorage í Alaska til
Seoul í Suður-Kóreu.
Upphæð miskabótanna, sem
Thames Television féllst á að greiða
var ekki gefin upp en sögð vemlega
há. í nóvember 1984 vann flugfé-
lagið mál gegn brezku tímariti,
Defense Attache, sem dæmt var til
að greiða bætur fyrir að halda því
fram að þota félagsins hefði verið
í njósnaflugi fyrir Bandaríkjamenn.
Páfi í Uruguay
Jóhannes Páll páfi annar veifar til tugþúsunda I uðborg Uruguay, í gær. Sjá nánar ,
manna við upphaf útimessu í Montevideo, höf- I Chile láti mannréttindi til sín taka“
Keuter
.Kirkjan í
á bls. 35.
Þýzku rfldn tvö skipt-
ast á átta njósnurum
Frankfurt, AP.
ALRÆMDUR njósnari, sem
stal mjög viðkvæmum og
leynilegum NATO-skjölum
fyrir Austur-Þjóðverja meðan
hann starfaði í varnarmála-
ráðuneytinu í Bonn, var
afhentur austur-þýzkum yfir-
völdum í gær í fangaskiptum
Austurs og Vesturs.
Njósnarinn, Lothar-Erwin
Lutze, var dæmdur árið 1979 og
þótti sannað að hann hefði ásamt
konu sinni, Renötu, stolið hundr-
Thatcher snæddi
árbít með Beefim
London, AP, Reuter.
Opinberri heimsókn Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands, tii Sovétrikjanna
lauk í gærkvöldi, en lokadegi heimsóknarinn-
ar varði hún í borginni Tíflis í Grúsíu.
Thatcher bytjaði gær-
daginn á því að snæða
morgunverð með sovézka
andófsmanninum Josef
Begun, sem barizt hefur
fyrir málstað sovézkra gyð-
inga. Begun sagði að
Thatcher hefði sagt sér að
sovézkir ráðamenn hefðu
orðið „óstyrkir" er hún
hvatti þá til að leyfa gyð-
ingum að fara frá Sov-
étríkjunum. Hefðu þeir
sagt það vera sovézk inn-
anríkismál.
Begun sagði að það væri
til marks um aukið frelsi
og jákvæða þróun í Sov-
étríkjunum að sér skyldi
leyft að snæða morgunverð
þó að staða sovézkra gyð-
inga væri verri nú en fyrir
nokkrum árum.
í Tíflis fögnuðu þúsundir
manna Thatcher og skaut
hún öryggisvörðum sínum
nokkrum sinnum skelk í
bringu með því að strunsa
af leið og fara inn í mann-
þröngina. Eitt sinn lét hún
stöðva bifreið sína og vipp-
aði sér út á meðal fólksins
og reyndu þá margir að
heilsa henni með handa-
bandi. Á einum stað tók
skeggjúði hönd hennar og
smellti kossi á handarbak-
ið.
Margaret Thatcher fylgist
með þjóðdansara í Tíflis.
uð leyniskjala úr vestur-þýzka
varnarmálaráðuneytinu á fjög-
urra ára tímabili á síðasta áratug
og afhent þau Austur-Þjóðverj-
um.
Upp komst um Lutze og konu
hans þegar Giinther Guillaumc,
ráðgjafí þáverandi kanzlara,
Willy Brandt, var afhjúpaður fyr-
ir njósnir í þágu Austur-Þjóð-
verja. Renata Lutze var
einkaritari starfsmannastjóra
varnarmálaráðuneytisins. Hún
sat tvö ár í fangelsi en var af-
hent austur-þýzkum yfírvöldum
í fangaskiptum árið 1981.
Skjölin, sem hjónin stálu,
höfðu m.a. að geyma upplýsingar
um eldsneytisleiðslur NATO í
Mið-Evrópu, mat Vestur-Þjóð-
veija á viðbragðsflýti heija
Varsjárbandalagsins, áætlanir
um orkunotkun NATO á hættu-
tíma og áætlanir um nýjan
skriðdreka, sem smíða átti á
tíunda áratug aldarinnar.
Asamt Lutze voru þrír menn
aðrir, sem njósnað höfðu í þágu
kommúnistaríkjanna, afhentir
austur-þýzkum yfirvöldum. Tveir
þeirra, Ott-Friedrich Schweik-
hardt og Alois Tomaschek, voru
nafngreindir en ekki sá þriðji.
Fangaskiptin fóru fram í Herles-
hausen-landamærastöðinni.
í fangaskiptunum létu Aust-
ur-Þjóðveijar lausa fjóra vestur-
þýzka leyniþjónustumenn, þijá
menn og eina konu, sem gripnir
voru í Austur-Þýzkalandi og af-
plánuðu langa fangelsisdóma.
Synjar
lausnar-
beiðni
Craxi
Rómaborg, AP. Rcuter.
FRANCESCO Cossiga, forseti
Italíu, sagðist í gær ekki
mundu taka lausnarbeiðni
Bettino Craxi, forsætisráð-
herra, til greina og sagði
honum að óska eftir trausts-
yfirlýsingu þingsins.
Craxi baðst lausnar fyrir sig
og ráðuneyti sitt fyrir mánuði
en tilraunir til að mynda nýja
stjóm hafa reynst árangurs-
lausar. Með því að neita að taka
lausnarbeiðnina til greina mun
Cossiga vera að gera tilraun til
að afstýra þingkosningum, sem
að öllu jöfnu eiga ekki að fara
fram fyrr en næsta vor.
Craxi baðst lausnar vegna
deilna sósíalista og kristilegra
demókrata, tveggja stærstu
stjómarflokkanna.