Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
59
Minning:
Sölvi Ingólfs-
son, sjómaður
Fæddur 24. apríl 1958
Dáinn 21. mars 1987
Sölvi skipsfélagi okkar og vinur
er nú horfinn okkur frá.
Það er erfitt að trúa því að svo
ungur og góður drengur sé allur,
en þeir deyja ungir sem guðirnir
elska og því verðum við að reyna
að trúa á svona stundu.
Sölvi var elstur af fjórum börnum
foreldra sinna, Ingólfs Ólafssonar
og Auðar Marisdóttur.
Við höfum verið mikið saman
áhöfnin á Hersi síðan hann var
keyptur til Hafnarfjarðar fyrir um
þremur árum og kom Sölvi til okk-
ar í mars ’85. Höfum við því staðið
saman félagarnir í misjöfnu veðri
og veiði á hafinu, sem oft getur
reynst erfitt er veður er vont og
ísing mikil, þótt við bryggju sé. Og
enn kemur sá hörmulegi atburður
fyrir að hafið tekur frá okkur kær-
an vin og sannar hversu við
mennimir emm lítils megnugir er
hafið á í hlut.
Skipið okkar er ekki stórt og því
mennimir ekki margir og kannski
er það þess vegna sem hópurinn
verður samheldinn og félagsskapur-
inn meiri. En eitt er víst að við
kveðjum í dag vin og vinnufélaga
og munum minnast góðs drengs
með hlýju í hjarta um ókomna
framtíð.
Guð blessi foreldra hans, systkini
og hans ástkæm systurdóttur á
þessum erfiðu tímamótun.
„Svo heyrði ég dauðadóminn,
enn dynja heyri’ ég óminn:
„Svo stutta, stutta töf.“
Ég geymi margt í minni
og mæni fyrsta sinni
með veika lund á vinargröf.“
(Einar Ben.)
Áhöfnin á Hersi
í dag kveðjum við góðan vin.
Við hjónin kynntumst Sölva er
hann réð sig á sama skip og Gunni
og höfum við verið vinir síðan.
Foreldrar Sölva em Ingólfur Ól-
afsson og Auður Marisdóttir. Hann
átti tvo bræður, Maris og Auðunn
og eina systur, Asdísi, sem bjó hjá
honum ásamt dóttur sinni, Ingu
Þóm, sem var augasteinn hans.
Þótti honum svo vænt um hana að
hver faðir mætti stoltur vera ef
hann bæri jafn innilega væntum-
þykju og umhyggju til eigin dóttur.
Það og svo margt annað sem renn-
ur í gegnum hugann á þessum
tímamótum lýsir best þeim góða
dreng sem við kveðjum nú hinstu
kveðju.
Þegar fregnin barst um þennan
hræðilega atburð varð maður harmi
sleginn og fannst lífið jafnvel til-
gangslaust, þar sem svo ungur
drengur er svo skyndilega frá okkur
tekinn. En við leitum á náðir drott-
ins og þar sem okkur hefur verið
kennt að allt hafí þetta tilgang og
þeir deyi ungir sem guðimir elska,
leitum við friðar í sálu okkar og
reynum að trúa því.
Slysin gera ekki boð á undan
sér. Það erum við eftirlifandi minnt
á og þykir sárt þegar um góðan
vin eða ástvin er að ræða.
Okkur fannst þessi ungi vinur
okkar rétt vera að hefja lífið og
hafði hann margt að stefna að og
allt var svo bjart framundan er svo
skyndilega var klippt á af okkur
æðri völdum.
Við hjónin munum minnast góðs
vinar með einlægni og hlýju allt til
enda vorra daga.
Eftirlifandi ástvinir, foreldrar,
systkini og litla Inga Þóra; Guð
varðveiti ykkur og styrki.
„Sú heimsvon glæst, sem hjarta manns er
næst,
er hugartál - og getur sjaldan ræst,
og þótt hún mettist eina örskotsstund,
hún aðeins kom - og hvarf í sama mund.“
(Omar Khayyám)
Gunni og Kalla
t
Útför móftur okkar, ömmu og langömmu,
ELÍNAR EIRÍKSDÓTTUR KULD SÖEBECH
frá Ökrum,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. apríl kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hinar látnu er bent á Krabbameinsfélag
íslands.
Sigríftur Söebech,
Kristjana Quinn,
Sunna Söebech,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Konan mín og móðir,
FREYJA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Þinghólsbraut 43,
lést í Landakotsspítala þann 1. apríl.
Reynir Einarsson.
Dröfn Hjaltalin.
t
Eiginkona mín, dóttir okkar, móðir, tengdamóðir og amma,
HRAFNHILDUR MARGRÉT VIGGÓSDÓTTIR,
Álfhólsvegi 27,
Kópavogi,
andaðist í Landakotsspítala sunnudaginn 29. mars.
Útförin veröur gerð frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 7. apríl kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir eins
og hugur þeirra stendur til.
Bogi Þórir Guðjónsson,
Viggó Guðjónsson,
Guðjón Bogason,
Aðalheiður Bogadóttir lckes,
Sólveig Bogadóttir,
Þórunn Bogadóttir Moyer,
Heba Bogadóttir,
Linda Lea Bogadóttir,
Aðalheiður Gestsdóttir,
Elín Björk Einarsdóttir,
Robert lckes,
Páll Einarsson,
Sidney C. Moyer,
og barnabörn.
t
Bróðir okkar,
OTTÓ KRISTINN BJÖRNSSON,
Sólvallagötu 40,
Reykjavfk,
lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 29. mars.
Friðjón Sigurbjörnsson,
Þorvaldur Sigurbjörnsson,
Gunnar Björnsson,
Erlingur Björnsson.
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
ÓLAFUR I. ÁRNASON
frá Hurðarbaki,
fyrrv. yfirfiskmatsmaður,
andaðist 31. mars.
Börn og tengdabörn.
sem stuólar aó auknum námsárangri
og eflingu íslenskrar tungu
Samin fyrir skólafólk
Þessi orðabók kom út ó sl. hausti.
Hún er unnin at sjö manna
starfsliði orðabókadeildar Arnar og
Örlygs með aðstoð fjölda laus-
róðinna sérfrœðinga, enda er hún
allstór, 760 síður, og ftarleg en
jafnframt mjög handhœg. Allt
kapp var ó það lagt að gera
bókina sem best úr garði, og var
hún m.a. unnin í samstarfi við
flokk enskukennara. Bókln er
sérstaklega samin með þarfir
skólafólks í huga, og mun það í
fyrsta sinn sem róðist er í slikt hér
ó landl.
ifiiKuvæg
„Mikil þörf hefur verið ó
ensk-fslenskri skólaorðabók í
grunnskólanum þor sem lögð er
óhersla ó að byggja upp
nókvoeman orðskilning og virkan
orðaforða. Það er mikilvœgt að
hafa slíka bók jafnan við
höndina í daglegu starfi.'
(Jacqueline Friðriksdóltir
nómsstjóri I ensku)
Lykill að þekkingu
Þar sem bókinni er œtlað að vera
kennslutoeki í enskunómi, f
notkun enskra orðabóka sem og í
notkun orðabóka almennt, voru
útbúnar kennsluleiðbelningar með
bókinni ósamt œfingahefli, og
önnuðust enskukennarar það verk
í samróði við starfsfólk orðabóko-
deildarinnar.
Það er höfuðatriði að sú orðabók
sem skólafólk notar sé samtíma-
bók þar sem leitast er við að gera
tœkni- og vísinddmóli góð skil.
Lifandi tungumól eins og íslenska
og enska taka sífelldum þreyting-
um. Með auklnni þekkingu verða
til ný orð og með breyttum
lífshdltum ný orðatiltœki. Það er
nauðsynlegra nú en nokkru sinni
fyrr að nómslólk ó Islandi eignist
orðabók sem hœfir samtíð þess.
Traustur grunnur
Höfundar orðabókarinnar hala
kappkostað að veifa sem beslar
ORNogORLYGUR
mólfrœðilegar upplýsingar um
beygingar, fieirtölumyndanlr,
framburð, orðaskiptingar milli lína
o.s.liv.
Af þvf sem að framan er sagt mó
Ijóst vera að þessi nýja ensk-
íslenska orðabók leggur grunn að
nókvœmum skilningi og vali réttra
orða og orðalags við þýðingu
ensks fexta.
Efttr ísEenska tungu
Orðabókin styrklr þó ekki nemend-
ur aðeins í enskunómi heldur
einnig og ekki síður f fslensku-
nómi. Þetta er sem sagf bók „til
eflingar íslenskri tungu ó vólegum
tímum þegar dð móllnu er vegið
úr öllum óttum.'‘ (Guðni Olgeirs-
son, nómsstjóri i íslensku).
Stö
im voro
um tunguna
Stuðlið að því að nómsfólk
noti bœkur sem auka og auðgo
orðaforðann og styrkja mdl-
tilfinninguna.
Síðumúla 11, sími 84866