Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 61 t Móðir okkar, RAGNHEIÐUR HANSEN, Skólastig 7, Stykkishólmi, lést í Vífilsstaðaspítala 31. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurbjörg Hansa Jónsdóttir, Kristinn Ó. Jónsson, Emma Jónsdóttir, Eggert Ól. Jónsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR frá Hergilsey, sem lést í Landspítalanum 27. mars verður jarðsungin frá Stykkis- hólmskirkju laugardaginn 4. apríl kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni i Reykjavík kl. 8.00 sama dag. Valborg Þórðardóttir, Björg Þórðardóttir, Benjamin Þórðarson, Ari Þórðarson Guðbrandur Þórðarson, {ngunn Þórðardóttir, Dagbjört Þórðardóttir, Auður Þórðardóttir, Guðmundur Thorgrimsen, Jóhannes Þórðarson, Ásta S. Þórðardóttir, Sigurbjörg Þórðardóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför unnusta mins, föður okkar og sonar, ÓSKARS KRISTINS ÓSKARSSONAR, frá Firði, Efstahrauni 20, Grindavik. Sjöfn Agústsdóttir og synir. Kristín Þorsteinsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, RÓSU LÁRUSDÓTTUR, Dalbraut 25, Reykjavik. Þórarinn Arnason frá Stóra Hrauni, Kristin Þórarinsdóttir, Einar Nikulásson, Lára Þórarinsdóttir, Halldór Beck, Elísabet Þórarinsdóttir, Stefán Gíslason, Elín Þórarinsdóttir, Hans Gústafsson, Inga Þórarinsdóttir, Ólafur G. Eyjólfsson, Gyða Þórarinsdóttir, Hafliði Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Katrín Kristjáns- dóttir - Kveðjuorð Fædd 19. janúar 1935 Dáin 14. mars 1987 Víða er eldhúsið þungamiðja heimilisins og í skóla þar sem eld- húsið er í kennarastofunni fer ekki hjá því að matselja gegni þýðing- armiklu hlutverki í lífi kennaranna. Hún er þar þegar þeir fara í kennslustundir, hún er þar líka þeg- ar þeir koma aftur úr misjafnlega erfiðum eða ánægjulegum tímum og deilir með þeim áhyggjum og gleði. Hún seður hungur þeirra og svo er alltaf heitt á könnunni. Katrín Kristjánsdóttir var mat- móðir starfsfólks Gagnfræðaskól- ans í Mosfellssveit um árabil. Hún tók hikandi að sér starfið óráðin um framhalið, lét tilleiðast veturinn eftir og svo fór að hún haslaði sér völl við eldhúsbekkinn og hafði þar óskoruð völd. Starfsaðstaðan var í fyrstu ófull- komin og vettvangurinn ónæðis- samur en ekkert raskaði ró hennar við matseldina og í fyllingu tímans var matur á borðum fyrir á þriðja tug manna. Fyrir kom að henni mislíkaði og var þá sem þrumuský grúfði yfir pottunum og eldingum laust niður en sólin braust óðar fram úr skýjum og um andlitið lék kankvíst bros. Katrín var skaprík og skapheit en fádæma hreinskiptin og það var ekki af matarást einni að kostgöng- urum hennar þótti vænt um hana, þeir virtu hreinlyndi hennar og trú- mennsku. Upprunnin í uppsveitum Ames- sýslu var hún sveitakona í orðsins bestu merkingu, traust og raunsæ, búdrýgindakona hin mesta, það kom best í ljós er greiða skyldi fæðisreikninginn. Hún framreiddi kjammikinn hvunndagsmat en kunni líka að skreyta tertur og halda stórveislur og það megum við best vita sem nutum höfðingsskap- ar þeirra Árna á fimmtugsafmæli hennar. Heimilið var hennar helga í dag verður útför Eyjólfs R. Arnasonar gullsmiðs. Hann fæddist á ísafirði 20. janúar 1910 og ólst þar að mestu leyti upp. Nokkur ár í frumbemsku var hann þó í Reyk- hólasveit. Hann dvaldist mörg ár á Siglufirði, þar sem hann nam gull- vé, ijölskyldan hennar stolt. Hún rennir ekki framar á könn- una hjá okkur — en minningin um mæta konu fylgir þeim sem þekktu hana. smíði. Þar hygg ég að hann hafi kynnst eftirlifandi konu sinni, Guð- rúnu Guðvarðardóttur. Síðan var hann um hríð á Akureyri, en til Reykjavíkur fluttist hann 1961. Næstu árin vann hann hjá MIR og síðan við Þjóðviljann. Síðla árs 1974 réðst Eyjólfur að Gylfi Pálsson Kveðjuorð: • * Eyjólfur Arna- son gullsmiður t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og tengdasonar, JÓHANNESAR GUÐMUNDSSONAR, bónda, Jörfa, Kolbeinsstaðahreppi. Hanna Jónasdóttir, Anna Jóhannesdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Jónas Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir, Sigurður Kr. Sigurðsson, Guðbjörg Hannesdóttir. Lokað eftir hádegi í dag vegna útfarar SÖLVA INGÓLFSSONAR, sjómanns. íslensk matvæli hf., Hersir hf. Menntaskólanum við Hamrahlíð við tækjavörslu, fjölritun og ljósritun og var starfsmaður skólans til dauðadags. Öll sín störf leysti hann af hendi af vandvirkni og samvisku- semi. Mátti treysta því að hann skilaði öllum verkum á umsömdum tíma, oftast þó fyrr. Við stóran skóla eru ýmis tæki, sem eiga til að bila, og brátt varð starfsmönnum skólans Ijóst að Eyjólfur var mikill. hagleiksmaður og kippti mörgu í lag sem annars hefði kostað taf- sama og oft dýra viðgerð. Eyjólfur Árnason var hlédrægur maður og hjartahlýr. Hann var víðlesinn um flest svið mannlegrar þekkingar, enda maður forvitinn að eðlisfari og vel greindur. Eyjólfur lést í Reykjavík 26. mars sl. Að leiðarlokum flyt ég Guðrúnu konu hans og öðrum ást- vinum einlægar samúðarkveðjur frá samstarfsmönnum hans í Mennta- skólanum vjð Hamrahlíð. Ornólfur Thorlacius smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar I.O.O.F. 11 = 168428 'h = I.O.O.F. 5 = 168428'/2 = Br. □ Helgafell 5987427 VI - 2 KR-konur Lokafundur KR-kvenna þennan vetur veröur haldinn 7. apríl nk., í félagsheimili KR við Frosta- skjól. Ýmislegt skemmtilegt verður á boðstólum, þar á með- al glæsilegar veitingar. Biðjum konur að skrá sig fyrir mánudag- inn 6. apríl hjá: Sigrúnu, s. 14957, Helgu, s. 51528, Gyðu, s. 74804, Mætum hressar. Stjórnin. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld fimmtudag 2. april. Verið öll velkomin. Fjölmennið. éf\ VEGURINN Kristið samfélag Þarabakki 3 Vakningasamkoma verður í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Vegurinn. Almenn samkoma í Grensás- kirkju i kvöld, fimmtudaginn 2. april kl. 20.30. Ræðumaður Friðrik Schram. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Frá Sálarrannsóknar- félaginu í Hafnarfirði Aðalfundur fimmtudaginn 9. apríl n.k. í Góðtemplarahúsinu og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Auk aðalfundarstarfa flytur Einar Eyjólfsson Frlkirkju- prestur ræðu. Tónlist. Stjórnin. 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag- inn 5. apríl 1) Kl. 10 Fljótshlfð — fossarnlr í klakaböndum. Ekið verður sem leið liggur um Suðurlandsveg og Fljótshlið. Skoðunarferð um fossa og gil í vetrarbúningi. Verð kr. 700. 2) Kl. 13 Bláfjöll — skfðaganga — góð æfing fyrir páskaferðirn- ar. Verð kr. 500. Ath. breyttan brottfarartíma. 3) Kl. 13 Sandfell - Selfjall — Lækjarbotnar. Ekið um Blá- fjallaveg eystri að Rauðuhnúk- um, en þar er fariö úr bilnum. Gengið er eftir Sandfellinu og komið niður hjá Selfjalll (269 m). Gengið á Selfjall og í Lækjar- botna. Létt gönguleið við allra hæfi. Verð kr. 500. Brottför frá Umferöarmiöstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Næsta myndakvöld verður mlö- vikudaginn 8. aprfl. Áhugi á páskaferðum Ferða- félagsins er mikill. Munið að tryggja ykkur farmiða timanlega. Ferðafélag (slands. ÚTIVISTARFERÐIR Árshátíð Útivistar laugardaginn 4. aprfl. I Fóstbræðrahelmilinu. Dagskrá hefst með fordrykk kl. 19.30, siðan verður borðhald. Útivistarfélagar sjá um góð og óvænt skemmtiatriöi. Dúndrandi danshljómsveit með gömlu og nýju dansanna. Árshátiðina ætti enginn að láta fram hjá sér fara. Pantið og nóið í mlða f sfðasta lagi fyrir hádegi á föstudag á skrifst., Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Aðalfundur Útivistar verður á Hótel Esju, mánudag 6. april kl. 20. Nánar auglýst í félagsblaði. Sjáumst! Útivist. Ad. KFUM Fundur í kvöld á Amtmannsstig 2b kl. 20.30. Eldurinn frá Mont Hermon, Ástráður Sigurstein- dórsson. Allir karlar velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Almenn samkoma kl. 20.30. í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þribúðum, Hverfisgötu 42. Fjöbreytt dagskrá með miklum söng, hljómsveitinni, Samhjálp- arkórnum og vitnisburðum Samhjálparvina. Orð hefur Óli Ágústsson. Allir eru hjartanlega velkomnir. Samhjálp. Tilkynning frá Skíðafélagi Reykjavíkur Innanfélagsmót (í skiðagöngu) verður haldið nk. laugardag, 4. apríl kl. 14.00, við gamla Borgar- skálann í Bláfjöllum. Skráning kl. 13.00. Allt skiðagöngufólk er velkomiö. Ef veður verður óhag- stætt kemur tilkynning um breytingu í Ríkisútvarpinu kl. 10.00 mótsdaginn. Mótsstjóri er Pálmi Guðmundsson. Upplýs- ingar i sima 12371. Skíðafélag Reykjavíkur. Frá Sálarrannsóknar- félagi íslands Félagsfundur verður haldinn i kvöld, fimmtudaginn 2. apríl kl. 20.30 i Hallveigarstöðum. Fundarefni: Guðleif Elísa Krist- insdóttir, form. SRFH minnist Einars Jónssonar, læknamiðils. Geir R. Tómasson ræðir um Sálarrannsóknarfélag islands, starf þess og markmið. Ath. breyttan fundardag og breyttan fundarstað. Stjórnin. kjlA—A Á á » - - ) Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. Aðstoða námsfólk í íslensku og erlendum málum. Sigurður Skúlason magister, Hrannarstfg 3, simi 12526.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.