Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
47
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
í okkar ágætu „íslensku orðskvið-
um“ segir:
„Flestir girnast friðargötu troða,
en hergötu til heljar.“
— forsjálnisregla —
Hafið hugfast í hita kosningabar-
áttunnar: Reglunni er fylgt úr hlaði
með fyrirtaks málsverði að sjálf-
sögðu.
Spjót fiski-
mannsins með
karrý-
grjónum
Fróöleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
Kaupmaunahöfn:
Gallerí Tiro sýnir
verk Hauks Dór
Morgunblaðið/Torben J. Christensen
Haukur Dór Sturluson ásamt Astrúnu Jónsdóttur, Tönju og Tinnu
Hauksdætrum.
Jónshúsi, Kaupmannahöfn.
NU ER aftur sýning á málverk-
um Hauks Dór Sturlusonar í
Gallerí Tiro, en það var opnað
sl. haust með sýningu hans. Gall-
eríið er í Store Strandstræde,
beint á móti byggingu Norrænu
ráðherranefndarinnar, ör-
skammt frá Kóngsins nýjatorgi.
Bjartur salur og góður staður
og var sýningin opnuð þar við
fjölmenni 14. marz sl.
Haukur Dór hefur um skeið al-
farið verið við listmálun. Hann hélt
málverkasýningu hjá Mariusi 1985
og fékk glæsilega dóma í blöðum
fyrir kraftmikla drætti og svart-
hvíta liti sína. Eftir það átti lista-
maðurinn dvöl á Spáni ásamt
fjölskyldu sinni um hálfs árs skeið
og keypti Gallerí Tiro alla vinnu
hans þaðan. Eftir Spánardvölina
kom mjög jákvæð umfjöllun í blöð-
um, er galleríið sýndi nokkur verka
hans á samsýningu í október sl.
Sagði framkvæmdastjórinn, Jens
Faurschou, að þar hefði mátt lesa
i’.m ævintýramyndir af íbúum fjalla
og gilja, kraftmikil andlit, sem
raunar væru árennileg.
25. apríl nk. verður stór mál-
verkasýning Hauks Dór opnuð í
austursal Kjarvalsstaða í Reykja-
vík. Segist listamaðurinn hlakka til
að koma heim með þá sýningu og
binda vonir við hana. Síðast sýndi;
Haukur á íslandi 1985 og þá í
Gallerí Borg. Hann vinnur nú af
kappi að undirbúningi sýningarinn-
ar á Kjarvalsstöðum og verður
óefað vel tekið heima.
— G.L. Ásg.
600 g roðflett fiskflök (ýsa, lúða,
karfi)
safi úr einni sítrónu
10 sýrðir perlulaukar
eða 2 meðalstórir laukar
100 g beikon
10 dvergtómatar
eða 2 meðalstórir tómatar
salt og pipar
5—6 grillpinnar
1. Fiskurinn er skorinn í stóra
bita og er sítrónusafinn settur yfir
fiskinn til að hann verði fastari í sér.
2. Ef ekki eru notaðir sýrðir perlu-
laukar (kokteil) þá eru laukamir
skornir í 8 hluta eða fyrst í fjóra
báta sem aftur eru skomir í tvennt.
A sama hátt eru tómatamir skornir
í sundur ef ekki eru notaðir dverg-
tómatar, en þeir eru aðeins skomir
í tvennt. Beikonsneiðar eru skomar
í þrjá hluta.
3. Síðan em fiskbitamir dregnir
upp á grillpinna og laukur, beikon
og tómatar sett á milli bitanna á
víxl. Stráið yfir salti og pipar.
4. Pinnunum er síðan raðað á ál-
bakka, fiskurinn og grænmetið er
penslað með matarolíu. Grillið í 6—7
mínútur á hvorri hlið og penslið öðru
hvoru á grilltímanum.
Með þessum fiskimannaspjótum
er frábært að bera fram
Karrýgrjón
1 bolli gijón
1 epli (afhýtt, hreinsað og skorið
í teninga)
3 matsk. smjörlíki
1 stór laukur (saxaður)
1 hvítlauksrif (pressað)
1 '/2 tsk. karrý
2 ten. kjúklingakraftur
2 bollar vatn
1. Smjörlíkið er brætt í potti og
eru laukurinn og hvítlaukurinn látn-
ir krauma í feitinni þar til laukurinn
er orðinn mjúkur.
2. Því næst er eplabitunum og
karrýinu bætt út í vatnið og blandað
vel, því næst gijónunum og lárbetja-
blaði og að síðustu vatni með
uppleystum kjúklingakrafti. Lok er
sett á pottinn og gijónin soðin í 15
mín.
Gijónin eru sett á matarfat eða
disk og fiskspjótunum raðað á gijón-
in. Þama er kominn réttur vikunnar.
Verði ykkur hann að góðu.
.
- . .. >■ g
VEX ÞER I AUGUM AD
kaupa inn fyrir fyrirtœkiö?
• • •
Líttu þá inn til okkar í Griffli. Viö
höfum allt til aö koma skipulagi
á skrifstofuhaldiö, og fyrir utan
eru nœg bílastœöi.
Skrifstofuvörur
Meöal annars höfum viö möppur
í mörgum geröum, milliblöö,
eyöublöö, Ijósritunarpappír,
diskettur, diskettugeymslur, tölvu-
möppur, bréfabakka, penna,
fallblýanta og öll almenn ritföng.
Jímarit og bœkur
íslensk, ensk, dönsk, þýsk og
amerísk tímarit og vasabrots-
bœkur. Úrval af íslenskumbókum.
Unibind
Gangiö frá skjölum skrifstofunnar
í Unibind plastkápu. Unibind
kápan er úr níösterku plasti, svo
skjölin varöveitast vel og rifna
ekki úr kápunni.
Unibind — Einfaldur og fallegur
frágangur skjala.
—
Síðumúla 35