Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
31
Kvartett Síbelíusaraka-
demíunnar heldur tón-
leika í Norræna húsinu
SIBELIUS-Akademia kvartetti,
Kvartett Sibelíusarakademíunn-
ar í Helsinki, heldur tónleika í
Norræna húsinu á sunnudag kl.
16. A efnisskrá tónleikanna eru
verk eftir J. Haydn, L. van Beet-
hoven og J. Sibelius.
í fréttatilkynningu frá Norræna
húsinu segir:
„Kvartett Síbelíusarakademíunn-
ar, sem var stofnaður fyrir tíu árum,
hefur haldið fjölda tónleika í Finn-
landi, Svíþjóð, Danmörku, Vestur-
Þýskalandi, Ítalíu og Suður-
Ameríku og leikið með frægum
einleikurum á borð við Emil Gilels,
Philippe Entremont og Karl Leister.
Sellóleikari kvartettsins er Arto
Noras; heimsfrægur tónlistarmað-
ur, sem er sjálfsagt mörgum tón-
listarunnendum í fersku minni frá
því hann lék hér á landi ásamt Gísla
Magnússyni árið 1978. Kvartettinn
skipa að öðru leyti: Seppo Tukiain-
en, 1. fiðla, Erkki Kantola, 2. fiðla,
og Veikko Kosonen, lágfíðla, ogeru
allir listamennirnir kennarar við
Síbelíusarakademíuna.
Finnska útvarpið hefur tvisvar
veitt hljómplötu kvartettsins verð-
laun (1982 og 1985) sem bestu
klassísku plötu ársins."
Kvartett Síbelíusarakademíunnar.
Pjetur Hafstein Lárusson
Daggar-
dans og
darraðar
- Nýljóðabók
eftir Pjetur Haf-
stein Lárusson
Ljóðaklúbbur Almenna bóka-
félagsins hefur sent frá sér nýja
ljóðabók eftir Pjetur Hafstein
Lárusson. Nafn hennar er Dagg-
.ardans og darraðar.
í fréttatilkynningu segir, að nafn
bókarinnar segi trúlega nokkuð til
um innihald bókarinnar — „sum
ljóðin lýriskar og tærar náttúru-
stemmningar í ætt við morgun-
döggina, önnur harðneskjulegri
lýsingar á mannlífi og þjóðfélagi —
darraðardans.
Pjetur Hafstein hefur áður sent
frá sér nokkrar ljóðabækur, flestar
í eigin útgáfu, eins og títt er um
yngri skáld nú, og hefur auk þess
ritað um yngri ljóðlist og staðið
með öðrum að útgáfu Ljóðaorms-
ins. Um hann má segja að hann sé
í senn nýstárlegur og standi föstum
fótum í íslenskri fortíð. Yrkisefni
hans eru nútíminn og nútímalíf."
Daggardans og darraðr er 72
bls. og ljóðin alls 58. Síðasti hluti
bókarinnar nefnist Myndheimar og
er ortur undir hughrifum af mál-
verkasýningu Eyjólfs Einarssonar
1985 og fylgir litprentun af einu
af málverkum Eyjólfs.
Bókin er unnin í Prentsmiðju
Hafnaríjarðar.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
ölvuvæðing jafngildir giftingu.
Vandiö því valið.“
DAVlÐ SCHEVING THORSTEINSSON
Skúlagötu 51 105 Reykjavík
Sími 621163
íslenskt hugvit á heimsmælikvarða!
ISLENSKI PÝRAMlDtNN/Ljósm: Ragnar Th