Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
Þjóðsögnr Sig-
fúsar Sigfússonar
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Sigfús Sigfússon:
íslenskar þjóðsögur og sagnir
VI-VII. bindi, 362+294 bls.
Grímur M. Helgason og Helgi
Grimsson bjuggu til prentunar.
Reykjavík. Bókaútgáfan Þjóð-
saga. 1986.
Nýlega eru út komin tvö bindi,
hið sjötta og hið sjöunda, af hinni
prýðilegu útgáfu á Þjóðsögum og
sögnum Sigfúsar Sigfússonar frá
Eyvindará. Útgefendur hafa tjáð
mér að safnið allt fullprentað verði
að líkindum ellefu bindi alls, þrjú
bindi til viðbótar með sögnum og
eitt, hið ellefta og síðasta, lyklar
og skrár. Fer því ekki á milli mála
að safn þetta verður stærsta
íslenska þjóðsagnasafnið. Kemst
raunar einungis eitt safn annað
nálægt því að stærð til, Þjóðsögur
Jóns Amasonar. Þau sjö bindi sem
nú eru út komin eru rúmlega 2.600
bls. og er því líklegt að útgáfan öll
nálgist 4.000 bls.
Þjóðsagnasafn Sigfúsar Sigfús-
sonar hefur einu sinni áður verið
gefið út. Sú útgáfa hófst austur á
Seyðisfirði árið 1922 og lauk í
Reykjavík árið 1958. Tók hún því
36 ár og höfðu a.m.k. þrír útgefend-
ur glímt við stórvirkið. Sú útgáfa
fyllti 16 bindi. Hún var á ýmsa lund
ófullkomin og heldur höttótt útlits.
Fyrir löngu er sú útgáfa uppseld
og ófáanleg. Var því bæði af þeim
sökum og gallanna vegna ekki van-
þörf á nýrri útgáfu.
Hér hljóp hinn mikli velgerða-
maður þjóðlegra fræða, Hafsteinn
Guðmundsson, forstjóri Bókaútgáf-
unnar Þjóðsögu, undir bagga. Eftir
að hafa gefíð út á ný í fallegum
og vönduðum búningi Þjóðsögur
Jóns Ámasonar, Ólafs Davíðssonar,
Rauðskinnu, Gráskinnu og Grímu
réðst hann nú í þetta stórvirki. Til
þess að búa verkið til prentunar
fékk hann hinn ágæta fræðimann
Óskar Halldórsson. Komu fyrstu
fjögur bindin út samtímis árið 1982
og vom þau til fyrirmyndar að öllum
búnaði, eins og raunar vandinn
hefur verið um útgáfubækur Þjóð-
sögu. En Óskari Halldórssyni
auðnaðist ekki að búa fleiri bindi
af þessu safni til prentunar, því að
hann féll frá snemma árs 1983.
Að sjálfsögðu hafði Óskar mótað
ákveðna útgáfustefnu í þessum
§ómm fyrstu bindum. Svo var mál
vaxið að Sigfús Sigfússon hafði
gert tvö handrit að þjóðsögum
sínum, nefnd A- og B-gerð. A-
gerðin var hið uppmnalega handrit
Sigfúsar, sem hann hélt áfram að
bæta í, svo lengi sem honum entist
aldur. B-gerðin var endurrit fyrri
gerðarinnar. Breytti Sigfús þar
töluvert um frásagnarmáta og
stundum einnig um efnistök og í
einstökum tilvikum breyttist niður-
röðun efnis. Þessa endurritun hóf
Sigfús um 1914. Hann var þá kom-
inn um sextugt, hafði í meira en
áratug reynt árangurslaust að fá
safn sitt prentað. Var hann orðinn
úrkula vonar um að það fengist
prentað að honum lifandi. Vildi
hann nú tryggja betur varðveislu
þess með þessum hætti. Áttu hand-
ritin tvö að geymast í ömggri vörslu
hvort á sínum stað. — En árið 1922
hófst svo útgáfan á Þjóðsögunum.
Ákvað Sigfús að prentað skyldi eft-
ir B-gerð, enda leit hann á hana
sem hreinritun A-gerðar. En bæði
af því að A-gerðin var uppruna-
legri og endurspeglaði betur
tungutak heimildarmanna og
munnmælalegt eðli sagnanna og
eins af hinu að B-gerðin var þegar
prentuð, var ákveðið að prenta hina
nýju útgáfu að mestu eftir A-gerð-
inni.
Eftir að Óskar Halldórsson féll
frá tók Grímur M. Helgason við
starfí hans. Kom fimmta bindið út
undir umsjón hans árið 1984. Nú
hefur svo við útgáfu þessara
tveggja síðustu binda annar fræði-
maður bæst við, Helgi Gríinsson.
Virðist því vel séð fyrir framhaldi
útgáfunnar. Ber allur frágangur
þess skýr merki að verkið er í góð-
um höndum.
Þessi tvö bindi sem nú bætast
við innihalda níunda og tíunda efn-
isflokk safnsins. En efnisflokkar
em alls sextán eins og Sigfús gekk
frá þeim. Níundi flokkur nefnist
Ornefnasögur og er hann sýnu
minni en hinn eða rétt liðlega þriðj-
ungur sjötta bindis. Tíundi flokkur-
inn, sem ber heitið Afreksinanna-
sögur, nær yfir nálega tvo þriðju
hluta sjötta bindis og sjöunda bind-
ið allt.
Enda þótt örnefnasagnimar séu
allrar athygli verðar er því ekki að
neita að þær vekja að líkindum eink-
um áhuga þeirra sem em stað-
háttum kunnugir. Öðm máli gegnir
um Afreksmannasögur. Enda þótt
söguhetjurnar séu yfírleitt austf-
irskar, eins og raunar mest allt efni
þessa safns, hafa þær inni að halda
svo mikla mannfræði, mannlýsingar
og atvikalýsingar að allir sem á
annað borð hafa einhvem áhuga á
þess háttar efni hljóta að lesa jiær
sér til gleði. Hæst ber þátt af Ama
skáldi Gíslasyni og sonum hans,
Jóni og Hjörleifi, hinum nafnkunnu
Hafnarbræðmm. Sá þáttur er raun-
ar heil bók eða á þriðja hundrað
blaðsíður. í sjöunda bindinu em svo
sagnir af fjölmörgum aflrauna- og
íþróttamönnum og raunar oft einnig
stórfelldum drykkjumönnum. Er
þetta allt einkar fróðleg lesning og
þykir mér frásagnar- og ritleikni
Sigfúsar Sigfússonar njóta sín bet-
ur hér en víðast hvar annars staðar
í þeim bindum sem á undan fara.
Líklegt er að þetta stafí frá því að
efnið er nú nokkuð annars eðlis. I
raun er hvorki um þjóðsögur né
sagnir að ræða, heldur æviþætti,
stundum reyndar ættarþætti. Hefur
Sigfús leitað fanga hjá mörgum
heimildarmönnum og samið úr
þeirri vitneskju sjálfstæða frásö-
öguþætti. Fer hann víða á kostum
í frásögn sinni, enda hefur efnið
verið honum bersýnilega hugleikið.
Það er eiginlega fyrst nú í þessum
tveimur síðustu bindum, sem manni
verður Ijóst hversu góður rithöfund-
ur Sigfús Sigfússon var í raun og
veru. Mest þykir mér koma til hinn-
ar miklu sögu hans af þeim
Hafnarfeðgum.
Umsjónarmenn útgáfunnar hafa
augljóslega lagt mikla alúð við verk
sitt. Hafa þeir gert sér allt far um
að vísa til annarra rita þar sem
frekari vitneskju er að fá. Ættrakn-
ingar, tímasetningar og sitthvað
fleira er leiðrétt eftir því sem tilefni
gefst til.
„Að vísa hugsun-
arleysinu á bug“
Bókmenntir
Vigdís Grímsdóttir
Höfundur: Heimir Steinsson
Haustregn
Útgefandi: Almenna bókafélagið
Haustregn er fyrsta ljóðabók
Heimis Steinssonar og hefur að
geyma „samtíning frá tæpum þrem-
ur áratugum" eins og höfíindur
segir í formála vandaðrar útgáfu.
Hann bætir því við að lengi hafí
hann efast um rétt sinn að láta
„þessa dreif“ frá sér fara en ljóða-
unnendur hljóta að fagna því að
hann velkist ekki lengur í vafa held-
ur lét „skeika að sköpuðu".
í bókinni eru ljóð af ýmsum gerð-
um, hefðbundin og óhefðbundin, og
einnig ljóð þar sem höfundur tvinn-
ur saman foma hætti og nýja. En
hversu óiík sem ljóð bókarinnar eru
að formi og oft að efni eiga þau
það sammerkt að vera góður skáld-
skapur, myndríkur, kröftugur og
vekjandi og gildir þá einu hvort ort
er 1956 eða 83. Heimir skiptir bók-
inni í fímm þætti sem allir eiga
sameiginleg áðumefnd einkenni.
Efnislega eru fyrstu tveir þættimir
Merlín í Hliðskjálfinni og Mund-
ang tengdir. Hinir þrír þættimir
eru sér um efni þótt óbeinn tengill
allra þáttanna sé efínn um tilgang
manneskjunnar í sundurlausri ver-
öldinni. Höfundur sýnir okkur líka
hverfulleika lífsins og fáfengileik
nútímamannsins andspænis grund-
vallarspumingum um heiðarleika
og einlæga lífsafstöðu sem vísar
hugsunarleysinu á bug en krefst
íhygli. Og með myndvísi, háði og
markvissum endurtekningum tekur
höfundur oft fast í hnakkadramb
lesanda síns því ljóðin kafa ekki
einungis djúpt heldur hvetja til end-
urmats á viðteknum gildum með
áleitnum spumingum og fullyrðing-
um. Efasemdir og lífsháski birtast
hvað áhrifaríkast í þeirri trúarbar-
áttu sem „hefst þráfaldlega í
myrkri, en leitar sér að jafnaði stað-
ar í ljósi“ svo enn sé vitnað í formála
bókarinnar og mér er næst að halda
að jafn ásæknar spumingar um til-
vist og nálægð æðri máttar hafi
heyrst í íslenskum ljóðum um langa
hríð. Um þessar staðhæfíngu bera
mörg ljóð vitni en mér nægir að
benda á hið sterka og kjamyrta Ijóð
Kveðja sem einkar vel lýsir átökum
myrkurs og ljóss. Ljóðið skiptist í
þrjá hluta og segir langa sögu. I
fyrsta hlutanum ávarpar lotningar-
fullur ljóðmælandinn guð sinn, hann
er hamingjusamur því hugur hans
tilheyrir guði, er allur hans. í öðmm
hlutanum rignir og þann dag vill
mælandi ekki muna, þann dag sem
hann kvaddi guð og fór burt, kom
að vísu í heimsókn einu sinni en
þá var náivst guðs ekki sú sama
og áður. Samt er honum þakklæti
efst í huga fyrir „dýrustu perluna"
sem er minningin um guð enda mun
skuggi hans fylgja honum hvar-
vetna. Ef fyrstu tveir hlutar ljóðsins
em þátíð en sá síðasti nútíð þá lýsa
orð skáldsins þeirri nútíð best sem
þrátt fyrir allar efasemdir og van-
mátt gefur ljósinu von:
En hver veit nema þú takir á móti mér
þegar ég dey?
guð minn! guð minn!
Hver veit?
Eins og við saman
tókum á móti gömlu mönnunum
og litlu bömunum
í húsinu þínu heima
undir íjallinu þínu heima
§allinu okkar heima.
Tengsl guðdóms og náttúm em
sterk í þessu ljóði eins og svo mörg-
um öðrum ljóðum bókarinnar.
Lotning höfundar, ást hans og
kraftur orða hans sameinast feikn-
arvel í náttúmnni og æðri mætti
sem ef til vill em hið eina eilífa. I
ljóðinu Messudagar á hausti getur
lesandi meira að segja verið við-
staddur messu þar sem náttúran
sjálf gengur í hús guðs og um leið
kynnumst við lífssátt bókarinnar
og akiljum þá togstreitu sem birtist
skýrt í þessu ljóði og ljóðinu Cura
animarum. í landinu og náttúmnni
leynist það sem er ofar fólki og
orðum. Og af því að barátta efa-
semdarmannsins er mikil lýtur hann
engu nema ef vera skyldi þeim
guði sem náttúran ein varðveitir.
í fyrsta þætti bókarinnar em sex
tengd ljóð. Þau em öll geysi mynd-
ræn og sterk og höfundur grípur
til stefja úr Völuspá um leið og
hann notar oftar en ekki endurtekn-
inguna sem styrkir boðskap hans.
í ljóðinu er Merlín spámaður úr
Bretasögum sestur í sæti Óðins, hið
fræga Hliðskjálf, en úr því sér „um
alla heima og hvers manns athæfí"
einsog segir í Snorra Eddu. Þetta
ljóð á afar vel við nútímann og seg-
ir okkur margt bæði um okkur sjálf
og þá sem stjóma ferðinni. Völvu-
klæddur ljóðmælandinn leggur
áherslu á að goðspekin sé komin í
brengl og biður þess að menn hlífi
Merlín við rökum. Og á þann hátt
byrgir höfundur kunnáttusamlega
alla bmnna. Daginn sem Merlín sit-
ur í Hliðskjálfínni, en sá dagur er
í raun dagur allra daga, verða land-
skjálftar og það hriktir í áhrifa-
miklum myndum höfundar:
Þakhellumar
sem fyrr meir höfðu stungizt ofan
bærðust í troðinni gólfskáninni
líkt og mosavaxnir uggar
Heimir Steinsson
yfir ótryggu djúpi.
Veggbrotin
er um sinn höfðu gróið þekkilega
nötruðu í hægu falli
leystust utan af splundraðri veröld
og hurfu til dunandi jarðskorpunnar
Merlín
minnist tumþaksins og veggjanna fáðu
sem löngu skýldu honum
og skelfdist loksins til fulls.
Meðan hann skelfdist hrandi §allið
fyrirvaralítið
og lét hann eftir í köldu lofti.
Þann dag sat Merlín 1 Hliðskjálfinni og sá
of heima alla.
Þar situr hann enn
og vart er honum rótt
nema hvað?
Og af þvf að Merlín situr enn í
sætinu góða verður honum enginn
einn tími yfírsterkari því einungis
tákn tímanna breytast annars er
allt við það sama. En Merlín þegir
yfir því sem hann sér því orð hans
hljóta að slokkna á skari hrópand-
ans. Engu að síður er okkur lesend-
um hollt að huga að eilífðar
spumingum hans:
Hversu lengi á ég að stíga
þennan grimudans
við alfaraveg?
Hversu lengi að hnuðlast gegnum
víkivakann
frá hönd til handar
með duluna fyrir andlitinu?
Hversu lengi að láta sem mér sé hugað
um leikfóngin mörgu,
er tifa eftir færibandinu
daglangt fram úr eldholi vélarinnar,
áleiðis til hægfara uppslits
[ óvitahöndum?
Og myrkrið tekur völdin og fæð-
ir af sér óttann og nóttin felur
óttanum að koma þeim boðum til
Merlíns að guð sé dauður rétt eins-
og Zaraþústra uppgötvaði þótt í dag
sé það gömul saga sem skipti engan
máli því nú munu fæstir hafa hug-
mynd um uppgötvun Zaraþústru.
Það segir ekki lítið. En Merlín „ríður
hvarvetna/ með hugstola fát í aug-
um/ Merlín leitar athvarfs/ og guð
býður Merlín velkominn . . .en:
Andlit guðs era
eru vaxbleik,
munnar hans stirðnaðir
1 frostglæru brosi.
Velkominn liggur Merlín á grúfu á gólfi
athvarfsins
frammi fyrir afturgöngu guðs
draugi guðs.
Merlín mun ekki boða Guð að baki
Guð, sem Er
daginn sem þú loksins skynjar til fulls,
að guð er ekki
og þú ert ekki,
Guð, sem Er
en þekkir þó ekki sjálfan sig
heldur hrópar í ofboði á krossi
við hlið Merlíns
í myrkrinu.
í öðrum þætti bókarinnar fylgj-
umst við enn með úr Hliðskjálfinni
og nú er okkur gefíð Hliðskjálfar-
auga einsog höfundi ef við viljum
ganga veg hans. Við sjáum hina
stóru Ameríkana og Sovétmenn eig-
ast við um sannleikann og fyllumst
fyrirlitningu á slíkri sannleiksleit.
En við verðum líka óæskileg og orð
okkar „smjör“, samt er enginn
hætta á að við sleppum. Og við
vegum að guði, þó er baráttan eilífa
„borin uppi af einni von“ og fengi
sú að ráða yrði sannleiksleit stór-
veld.a og sannleiksleit mannsins
sjálfs vafalítið með öðrum og ein-
lægari hætti: „Menn ættu að hætta