Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
Afmæliskveðja:
Guðbjami Sigmunds
son frá Ivarshúsum
Guðbjami Sigmundsson frá
ívarshúsum á Akranesi er 90 ára
í dag. Af því tilefni vil ég senda
honum innilegustu ámaðaróskir og
þakka honum kynnin í þriðjung ald-
ar.
Það var á vordögum 1954 að
leiðir okkar lágu fyrst saman. Bæj-
arstjóm Akraness hafði samþykkt
1950 að gefa væntanlegri sements-
verksmiðju lóðir undir byggingar
og aðra starfsemi yrði verksmiðjan
byggð á Akranesi. Verksmiðjunni
var valinn staður í landi Ivarshúsa,
sem var eignaijörð Guðbjama.
Dregist hafði að ganga frá kaupum
á landinu og greiðslum, en bygging
verksmiðjunnar var að heflast. Guð-
bjami var því að vonum orðinn
órólegur út af málum sínum. Það
féll í hlut nýs bæjarstjóra að taka
upp viðræður við Guðbjama um
kaup á umræddu landi og greiðslu-
skilmála. Margir og strangir fundir
voru haldnir fram á haustið 1954,
en þá náðist fullt samkomulag, svo
ekki þurfti að fara í eignamám né
annan málarekstur. Guðbjami hafði
að vísu lögfræðing á bak við sig,
en sýndi hann aldrei. Hann sótti
málið sjálfur. Var fundvís á rök og
ódeigur í baráttunni fyrir málstað
sínum. Enginn lögfræðingur hefði
staðið sig betur en hann og oft
sagði ég honum það. Við höfðum
þama gagnstæðra hagsmuna að
gæta og því varð ekki hjá deilum
komist. Það sem mér er svo kannski
minnisstæðast frá þessum fyrstu
samskiptum okkar er hversu þessi
harðsnúni samningamaður var ætíð
drengilegur og heilsteyptur. Þegar
upp var staðið og samningar höfðu
tekist um þessi lóðakaup bæjarins
átti Guðbjami fulla virðingu mína
og tókst með okkur vinátta, sem
aldrei hefur fallið skuggi á. Fyrir
þetta hef ég ævinlega verið mjög
þakklátur, því svona mál eru ekki
líkleg til að tengja vináttubönd.
Ég yarð þess fljótlega var að
Guðbjami er skarpgreindur, fróður
og minnugur. Ég átti þess kost að
skrifa niður nokkrar endurminning-
ar hans frá fyrstu árum verkalýðs-
hreyfingarinnar á Akranesi fyrir
blaðið Magna hér í bæ. Ennfremur
ferðasögu hans til Detroit í Banda-
ríkjunum og þaðan á heimssýning-
una í Montreal í Kanada, en þá
ferð fór Guðbjami fyrir um 20
árum. Þá kynntist ég betur en áður
nákvæmri frásögn og góðri athygl-
isgáfu. Slíkur maður hefði átt
margra kosta völ hefði hann í æsku
notið þeirrar menntunar, sem nú
stendur öllum til boða. Slíkur maður
verður líka svo mörgum minnis-
stæður, þótt árin líði.
Guðbjami var einnig líkamlega
vel á sig kominn. Hann var hið
mesta hraustmenni fram eftir ævi.
Dugnaðarforkur að hveiju sem
hann gekk og sívinnandi. Auk bú-
skaparins stundaði hann sjó-
mennsku, fiskimat og verkamanna-
vinnu. A þessu fjölmenna heimili
var efnahagurinn betri, en almennt
gerðist á þeirrí tíð. Mér er sagt að
kreppan hafi nánast farið fram hjá
ívarshúsum. Hann lét sig ekki
muna um það í byijun kreppunnar,
eða 1930, að byggja stórt og vand-
að steinhús, sem þá var meðal hinna
veglegustu á Akranesi. Þannig sá
hann alltaf íjölskyldu sinni farborða
af miklum myndarskap, þótt stór
væri. Félagsmálastörfum sinnti
hann talsvert og var þar vel lið-
tækur, bæði í verkalýðshreyfíng-
unni og samvinnufélögum.
Guðbjami er fæddur í Amþórs-
holti í Lundarreykjadal 2. apríl
1897. Foreldrar hans voru hjónin
Vigdís Jónsdóttir og Sigmundur
Guðbjamason, sem um þær mundir
bjuggu í Lundarreykjadalnum, en
fluttu árið 1900 að Ivarshúsum á
Akranesi. Þar er Guðbjami því alinn
upp og varð snemma fyrirvinna
móður sinnar, því faðir hans andað-
ist 1914, mjög fyrir aldur fram.
Jónsmessudagurinn 1922 var
mikill hamingjudagur í lífí Guð-
bjama. Þá kvæntist hann Guðnýju
Magnúsdóttur frá Iðunnarstöðum í
Lundarrreykjadal. Þau eignuðust
11 böm. Tvö dóu í bernsku, en 9
em á lífí — 4 synir og 5 dætur —
sem öll hafa stofnað heimili. Böm-
um sínum komu þau vel til manns
og gegna þau hinum margvísleg-
ustu störfum í þjóðfélaginu.
Afkomendahópur þeirra hjóna er
orðinn stór og hið mannvænlegasta
fólk. Hér er um að ræða mikilsvert
framlag til þjóðfélagsins.
Guðný var myndarleg húsmóðir,
fróðleiksfús og félagslynd, auk þess
að vera mikil móðir bama sinna.
Hún andaðist 18. nóvember 1984
eftir nokkra vanheilsu og þá hafði
farsælt hjónaband þeirra staðið í
meira en 62 ár. Um Jónsmessuleyt-
ið 1982 héldu þau hjónin veglegan
fagnað í tilefni af 60 ára hjúskapar-
afmæli sínu. Guðbjami var þá
nýlega orðinn 85 ára og stutt í 80
ára afmæli Guðnýjar. Þetta. var
fagur hamingjudagur fyrir þau og
afkomendur þeirra, sem ýmsir aðrir
nutu.
Guðbjarni hefur hin síðustu ár
búið á Dvalarheimilinu Höfða á
Akranesi. Úr íbúð hans er útsýni
gott yfír höfnina og hina gömlu
jörð hans — ívarshús — þar sem
æskuheimili hans stóð, þar sem
lífsbaráttan var háð og margir sigr-
ar unnir á löngu æviskeiði. Hann
nýtur útsýnisins vel, því þrátt fyrir
háan aldur, heldur hann óskertri
sjón. Á hillu í stofu hans em mynd-
ir af bömunum 9. Þau eru stolt
hans og lífshamingja, sem hann
yljar sér við á ævikvöldinu, ásamt
endurminningum um lífsförunaut-
inn góða. Megi hann njóta þess sem
lengst.
Hjartanlegarhamingjuóskir.
Dan. Ágústínusson
Hann er 90 ára í dag, kempan
hann Guðbjarni í ívarshúsum. Hann
er ættarhöfðingi sem situr í önd-
vegi stórrar ættar, hún fagnar með
honum á þessum merku tímamót-
um.
Guðbjami fæddist í ívarshúsum,
einu elsta býli á Skaga. Það var
upphaflega byggt af Brynjólfí bisk-
upi Sveinssyni á miðri 17. öld. Hinn
hagsýni biskup sá þar góða aðstöðu
fyrir verbúðir sínar, fískimiðin vom
skammt undan landi og fremur góð
landtaka fyrir skip hans. Þannig
var lagður gmnnur að atvinnuhátt-
um og lífí þeirra sem næstu þijár
aldir byggðu Skagann, þar á meðal
Guðbjama tengdaföður míns.
Hann er af þeirri kynslóð sem
sá land sitt rísa úr fomeskju og
fátækt til velmegunar og hátækni.
Það em meiri breytingar en flest
okkar getum gert okkur grein fyr-
ir. Á þessu 90 ára tímabili hafa í
landinu orðið margar breytingar í
atvinnuháttum, en staða þeirra sem
við atvinnuvegina störfuðu breyttist
líka. Það varð hlutverk Guðbjama
og hans kynslóðar að beijast fyrir
gmndvallarrréttindum launþega í
dag.
Almenn réttindi eins og að semja
um laun sín sjálfír, að fá matar-
og kaffitíma og greiðslu fyrir hálfan
eða heilan unninn dag, em talin svo
sjálfsögð að flestum fínnst þau
hljóti alltaf að hafa verið svona, en
svo var ekki. Þessi réttindi sem
önnur kostuðu fómir og baráttu og
unnust aðeins í áföngum. Kynslóðir
í dag sem telja sig bera „þyngstu
hundrað pundin“ hafa aðeins fís-
bagga á herðum miðað við eldri
kynslóðir.
Guðbjami var einn af stofnend-
um Verkalýðsfélags Akraness árið
1924 og var lengi virkur félagi þess.
„Ástandið var algjörlega óviðunandi
á þeim ámm,“ svaraði hann er ég
ræddi eitt sinn við hann um stofnun
félagsins. „Atvinnurekendur
ákváðu kaupið að eigin geðþótta
og var það mun lægra en greitt var
í Reykjavík. Það kom að því að sjó-
menn kröfuðust þess að fá að semja
um kaup sitt og kjör sjálfír." Barátt-
an í verkalýðsmálum kostaði hann
atvinnuna eitt sinn er atvinnurek-
andinn setti þessum skelegga
baráttumanni tvo kosti er hann
sagði: „Ég hef ekki hugsað mér að
hafa starfandi hjá mér menn sem
em í verkalýðsfélagi.“ Guðbjami
kaus verkalýðsfélagið þó að önnur
vinna stæði honum þá ekki til boða
mánuðum saman. Ég spurði hann
eitt sinn hvers vegna hann hefði
tekið þessa ákvörðun. „Ég gat ekki
svikið félaga mína, það kom heldur
aldrei til mála,“ svaraði hann. Svar-
ið lýsir skapgerð hans best. Hann
hefur alltaf verið maður eigin skoð-
ana, rökfastur og fylginn sér.
Þeir fundu fyrir því ráðamenn,
þegar sú dæmalausa ákvörðun var
tekin að setja heila sementsverk-
smiðju niður í miðjan físki-
mannabæ. Sementsverksmiðjan var
byggð í landi ívarshúsa, á gömlum
uppsátmm Brynjólfs biskups og
ráðamenn ákváðu að taka landið
eignamámi og vildu greiða lítið fyr-
ir. Guðbjama var annt um landið,
hann hafði með mikilli fyrirhöfn
grætt upp bakkana sem lágu að
sjó. Hann sagði það ekki koma til
greina, greiða skyldu þeir fyrir
landið fullt verð. Það var gert, en
ekki baráttulaust. Ráðamenn átt-
uðu sig ekki á þessum röska
verkamanni frá Skaga, sem sá við
öllum brögðum þeirra og fylgdi
málum sínum í viðskiptum eftir af
festu og rökvísi — og hafði alltaf
betur. Hann sagði líka oft, að ef
hann hefði fengið tækifæri til náms
hefði hann viljað nema lög. Það
efar enginn sem hann þekkir að
hann hefði orðið mjög góður lög-
fræðingur.
En kjör hans vom fram eftir ævi
hin sömu og flestra þeirra sem
bjuggu við sjávarsíðuna, hörð bar-
átta fyrir brýnustu lífsnauðsynjum.
Sum árin vom gjöful en önnur rýr.
Frá Akranesi var farið í ver til
Sandgerðis á vetmm og til Siglu-
flarðar í síld á summm. Guðbjami
starfaði mörg sumur hjá Óskari
Halldórssyni frænda sínum sem
síldarmatsmaður og líkaði vel.
Hann viðurkenndi aðeins fagmann-
leg vinnubrögð við söltunina, enda
var íslenska síldin á þeim tíma eftir-
sótt gæðavara.
Þær sögur vom sagðar, að ef
slök vinnubrögð vom viðhöfð við
söltun á hans síldarplani, hafí hann
verið harður í hom að taka. Hann
hafí þá umsvifalaust tæmt illa salt-
aðar sfldartunnur upp í kassa aftur
og urðu stúlkumar að raða í þær
upp á nýtt. Hann brosti aðeins er
ég spurði hann eitt sinn um sann-
Fréttaflutningur Morgun-
blaðsins af skoðanakönnun
um kjarnorkufriðlýsing’u
Söngsveitin The Platters er væntanleg til íslands 21. apríl nk. og
mun skemmta í Broadway og Sjallanum.
Hljómsveitin the Platt-
ers koma til Islands
eftirSvavar
Sigmundsson
Á blaðamannafundi í Norræna
húsinu 20. mars sl. var kynnt niður-
staða skoðanakönnunar Félagsvís-
indastofnunar um afstöðu fólks til
samstarfs um að Norðurlönd verði
lýst kjarnorkuvopnalaust svæði.
Morgunblaðið gerði grein fyrir
þessum niöurstöðum inni í blaðinu
daginn eftir. I frásögn af niðurstöð-
um er blaðið ekki hlutlaust í frétta-
flutningi sínum og gerir minna úr
fylgi við hugmyndina en skoðana-
könnunin sýndi.
Þar sem spumingin, sem spurt
var í könnuninni, var ekki tilgreind
í frétt Morgunblaðsins er rétt að
hún komi fram hér. Hún var svo-
hljóðandi: Ertu hlynnt(ur) því eða
mótfallin(n) að Island gerist aðili
að norrænu samstarfi um að lýsa
Norðurlöndin kjarnorkuvopna-
laust svæði?
Blaðið tekur hvergi saman tölu
þeirra sem em mjög hlynntir og
frekar hlynntir í fréttinni, en hins
vegar þeirra sem eru mjög eða frek-
ar mótfallnir (6,2%). Þegar kemur
að því að skýra frá afstöðunni eftir
kynjum er einungis getið um þá sem
eru mjög hlynntir en ekki frekar
hlynntir, sem eru 13,3% kvenna og
heil 21,7% karla, svo að samtala
hlynntra er alls 94,9% meðal kvenna
og 84,2% karla.
Um skiptingu eftir aldri er sama
aðferðin notuð. Blaðið segir þannig
frá: „Þá er mun meiri stuðningur
við hugmyndina meðal yngstu kjós-
endanna en þeirra sem elstir eru.
77,8% kjósenda á aldrinum 18—24
ára er hlynntur samstarfínu en
59,4% kjósenda á aldrinum 61—75
ára.“ Hér er blaðið einungis að tala
um þá sem voru hlynntir, en séu
þeir sem voru frekar hlynntir líka
teknir með verður útkoman allt
önnur. Samtala hlynntra á aldrinum
18—24 ára er 92,7%, en á aldrinum
61—75 ára 84,4%, þar sem 25%
þessa eldri hóps er frekar hlynntur.
Frásögn blaðsins er því villandi að
þessu ieyti.
Þessum talnablekkingum heldur
Morgunblaðið svo áfram þegar far-
ið er að skýra frá niðurstöðum
skipingar „eftir því hvað viðkom-
andi ætlar að kjósa“ eins og það
er orðað í skýrslu Félagsvísinda-
stofnunar. Þá segir blaðið niður-
stöðuna á þennan veg:
„Stuðningsmenn norræns sam-
starfs um kjamorkuvopnalaus
Norðurland (svo!) eru flestir úr hópi
kjósenda Alþýðubandalags eða
91,2%, síðan Kvennalista 90,6%,
Alþýðuflokks 76,5%, Sjálfstæðis-
flokks 67,2%, en kjósendur Fram-
sóknarflokks reka lestina 67,2%
(svo!).“ (Á að vera 64,6%.)
Hér er látið líta svo út að þessar
tölur séu um þá sem hlynntir séu
samstarfínu, en hér eru teknar
lægri tölur, þ.e. aðeins þeir sem
voru mjög hlynntir. Séu þeir sem
svömðu að þeir væru frekar
hlynntir taldir með verður útkoman
auðvitað talsvert önnur. Þá verða
stuðningsmenn flestir hjá Kvenna-
lista, 96,3%, þá meðal kjósenda
Alþýðubandalags 95,6%, síðan Al-
þýðuflokks 91,7%, þar næst
Framsóknarflokks 88,8%, en kjós-
endur Sjálfstæðisflokksins reka
lestina eins og við mátti búast með
83,4%. Þannig er röðin rétt þegar
talað er um stuðningsmenn norræns
samstarfs um kjamorkuvopnalaus
Norðurlönd. Samtala þeirra var líka
89,6% en sú tala sést hvergi á síðum
Morgunblaðsins.
Þessar leiðréttingar og athuga-
semdir við frásögn Morgunblaðsins
af skoðanakönnuninni sýna að blað-
inu er ekki treystandi til að segja
rétt frá niðurstöðum af þessu tagi
þegar þær eru ekki að skapi rit-
stjómar. Meðferð blaðsins á niður-
stöðum fyrri kannana, sem
Félagsvísindastofnun hefur gert,
hefur yfírleitt verið óaðfínnanleg.
Það bendir ekki til sterkrar mál-
efnalegrar stöðu andstæðinga
hugmyndarinnar um kjamorku-
vopnalaus Norðurlönd að þeir skuli
telja sig þurfa að grípa til frétta-
mennsku af þessu tagi til þess að
vinna málstaðnum fylgi.
Htífundur á sæti / framkvæmda-
nefnd Samtaka um kjarnorku-
vopnalaust ísland.
THE PLATTERS koma hingað
til lands 21. apríl og skemmta í
veitingahúsinu Broadway og í
Sjallanum á Akureyri.
The Platters munu skemmta 22.,
23. og 26. apríl í Broadway og
helgina 24. og 25. apríl í veitinga-
húsinu Sjallanum.
Söngsveitina The Platters skipa
þau John Davis, Albert Statti, Ray-
mond Manson, Monroe Powell og
Marcia Robinson og koma þau með
eigin hljómsveit með sér.
Það verða lög eins og „Only
You“, „Great Pretender", „Smoke
Gets in Your Eyes", „Harbour
Lights“ og „Magic Touch", sem
munu hljóma í Broadway og Sjall-
anum í apríl, segir m.a. í fréttatil-
kynningu frá Broadway.