Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
5
Á von á að við stöndum upp
með samning eftir tvo daga
segir Einar Olafsson formaður Starfsmannafélags ríkisstofana
„ÉG á von á því að eftir þennan
dag og tvo í viðbót stöndum við
upp með samning sem við leggj-
um fyrir okkar félagsmenn,"
sagði Einar Ólafsson formaður
Starfsmannafélags ríkisstofnana
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Þá stóð yfir samningafundur fé-
lagsins við fjármálaráðuneytið
um heildarkjarasamning félags-
ins á þeim grundvelli sem
, Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra bauð á þriðjudagskvöldið
þar sem tekið var sérstaklega
tillit til mála sjúkraliða innan
félagsins.
Sjúkraliðar frestuðu uppsögnum
, sínum á ríkisspítulunum, sem tóku
gildi á miðnætti aðfaranótt mið-
vikudags, um 3 daga að tilmælum
Einars Ólafssonar og Haralds
Hannessonar formanns Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar en
starfsmannafélögin fara með samn-
1 ingsrétt Sjúkraliðafélagsins. Starfs-
mannafélag ríkistofnana samþykkti
f síðan að freista þess að gera heild-
arkjarasamning við ríkið á grund-
velli tilboðsins á þeim þremur
dögum sem frestur uppsagnanna
náði til.
Tilboð fjármálaráðherra gekk út
á að setja fram ramma um sam-
komulag við Starfsmannafélag
ríkisstofnana sem yrði til tveggja
ára og meðallaunahækkun til fé-
lagsmanna yrði í kringum 20% á
samningstímanum svipað og þau
félög sem ríkið hefur samið við
unanfarið hafa fengið. Innan þessa
ramma er síðan gert ráð fyrir ýms-
um úrbótum og meiri launahækkun
til sjúkraliða en annara félags-
manna SFR, meðal annars er þeim
boðin 34.250 króna lágmarkslaun
en krafa sjúkraliða var um 35.000
króna lágmarkslaun. Með því að
samþykkja viðræður á þessum nót-
um voru bæði SFR og ríkið að
viðurkenna sérstöðu sjúkraliða inn-
an félagsins. Verið að bera saman
bækur við Reykjavíkurborg og
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar um gerð svipaðs samnings
en formaður starfsmannafélagsins
fylgdist með viðræðunum á þriðju-
dagsnóttina.
Einar Ólafsson sagði að Starfs-
mannafélag ríkisstofnana sæi
auðvitað vissa agnúa á að taka
sjúkraliðana út úr á þennan hátt.
Hinsvegar heyrðist sér á sinni
samninganefnd að hún væri nokkuð
sátt við samkomulagið í heild og
því rétt að færa grunninn þannig
út að hægt sé að gera samning úr
honum og leggja hann svo í dóm
félagsmanna.
Einar sagði að heildartilboðið
væri mun hærra en áður hefði ve-
rið tekið í mál af ríkisins hálfu og
launataflan gæfi dágóða hækkun.
„Ég er ekki að segja að allir verði
ánægðir með hana en við gerum
okkur fyllilega grein fyrir því að
það er ekki hægt að gera samning
sem sprengir allt upp í þjóðfélag-
inu,“ sagði Einar Ólafsson formað-
ur Starfsmannafélags ríkisstofnana
að lokum.
Morgunblaflið/Júlíus
Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og Sigriður Kristinsdóttir fulltrúi sjúkraliða í samninganefnd SFR,
takast í hendur klukkan 3.15 aðfaranótt þriðjudagsins þegar sjúkraliðar höfðu fallist á að fresta upp-
sögnum sínum um 3 daga.
‘óW&m
FACITsmDl
\ y Ú’rr -'c • * ' :r 'r- •• > »•* .*•' .*.•' 'i' v-.'- ^ v-*..
\ \ V ' • 1, : cccc-:: 1 \
Já, það komast fáir í fótspor Facit.
Enn er Facit feti framar, nú með nýja ritvél. Sérfræðingar Facit
hafa hannað þessa afburða ritvél sem byggð er á langri hefö og
nýjustu tækni.
Líttu við því sjón er sögu ríkari. Við fullyrðum að verð og gæði
koma svo sannarlega á óvart.
Okkar þekking í þína þágu.
GISLI J. JOHNSEN SF.
Nýbýlavegi 16. Sími 641222
H 1
ERICSSON *
Information Systems