Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 37 Reuter Hjónin Elizabeth og William Stern á fundi með fréttamönnum í New Jersey, eftir að úrskurðað hafði verið, að þeim bæri yfirráðarétturinn yfir stúlkubarninu „Baby M“. Dómur í málinu um „Baby M“: Föðumum dæmd óskor- uð yf irráð yfir barninu Móðurinni meinaður umgengnisréttur New Jersev, Bandaríkjunum. AP. Reuter. LEIGUMOÐIRIN, sem gekk með „Baby M“ og vildi síðan ekki standa við samning, sem kvað á um afhendingu barnsins eftir fæðingu, á nú ekkert tilkall til þess samkvæmt dómi, sem kveð- inn var upp fyrir fjölskyldurétti í New Jersey á þriðjudag. Var samningur hennar við barnsföðurinn úrskurðaður gildur og föð- urnum dæmd óskoruð yfirráð yfir barninu. Mary Beth Wbitehead, 29 ára gömul húsmóðir, sem eignaðist stúlkubam þetta fyrir um ári, var ekki viðstödd uppkvaðningu dómsins, en hún hafði haft við orð, að hún mundi áfrýja dómn- um, ef hann gengi henni í óhag. Rétturinn úrskurðaði, að föð- umum, William Stem, bæri yfirráðaréttur yfir baminu, og eiginkona hans, Elizabeth Stem, var úrskurðuð kjörmóðir þess. Móðurinni, Mary Beth White- head, var synjað um yfirráðarétt yfír baminu og meinaður um- gengnisréttur við það samkvæmt dómnum. Stem-hjónin leituðu upphaf- lega til leigumóðurinnar, vegna þess að óttast var, að þungun gæti orðið til þess, að heila- og mænusiggsjúkdómur (MS) eigin- konunnar gæti færst í aukana. Hjónin gerðu samning við Mary Beth Whitehead um að greiða henni 10.000 dollara fyrir að gangast undir gervifrjóvgun með sæði Williams Stem og eftirláta hjónunum svo barnið. En þegar fæðing var yfirstaðin fannst frú Whitehead, að hún gæti ekki gef- ið frá sér bamið. Og hún neitaði að taka við greiðslunni. Fundum fjölskyldnanna tveggja bar saman fyrir milli- göngu stofnunar, sem sér um að finna leigumæður fyrir bamlaus hjón. Stofnunin mælti með frú Whitehead. Hún var tveggja barna móðir og viss um, að hana langaði ekki til að eignast fleiri böm. Eiginmaður hennar hafði gengist undir óftjósemisaðgerð, eftir að þau eignuðust seinna bam sitt. Hún lofaði, að binda engin tengsl við bamið, hafa það ekki á bijósti og fá Stem-hjónunum það í hendur fljótlega eftir fæð- ingu. I umfjöllun um málið fyrir rétti var forsaga aðalpersónanna könn- uð rækilega, og dómarinn, Harvey Sorkow, gerði mismunandi lífsmáta þeirra að aðalatriði í dómsorðum sínum. Þar kom m.a. fram, að erfið- leikar höfðu verið í hjónabandi Whitehead-hjónanna vegna drykkjuvandamáls eiginmanns- ins, og honum hafði haldist illa á vinnu. Auk þessa áttu hjónin við fjárhagsvandræði að etja. Þá sagði Sorkow dómari, að frú Whitehead væri „gjöm á að rásk- ast með fólk“, hún væri „hvatvís og eigingjöm ... og ekki samúðar- full manneskja." Um Stem-hjónin sagði dómar- inn, að þau væm vel menntuð, lifðu kyrrlátu og hófsömu lífi og gætu búið baminu öruggt og gott heimili. „Framkoma þeirra hefur verið trúverðug og yfírveguð í þessu erfiða máli,“ sagði dómarinn. Harold Cassidy, lögfræðingur frú Whitehead, sagði eftir að úr- skurðurinn hafði verið kveðinn upp, að dómarinn hefði algerlega sneitt hjá siðferðilegum atriðum málsins, og það ylli honum „mikl- um vonbrigðum". Þó að dómsúrskurður þessi gildi aðeins í New Jersey, er sennilegt, að hann hafi fordæmisáhrif í öðr- um ríkjum. Frá því að fyrsti leigumóðursamningurinn var und- irritaður í Bandaríkjunum 1976, hafa um 500 böm fæðst undir svipuðum kringumstæðum og „Baby M“, en ekkert ríki hefur sett reglur þar að lútandi. Hann er venjulegur ofn, grillofn og örbylgjuofn, allt í senn. Kjörinn í mötuneyti, kaffistofur, sumarhús og svo vitaskuld á venjuleg heimili. íslenskur leiðarvísir. öuö03(r®[MJ@UIJ@ SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 wúpféiágáma BAKPOKI kr. 1.250 TASKA kr.1.520 SVEFNPOKI kr. 5.270 FERÐASETT DOMUS KAUPFÉIÖGIN I LANDINU að þegar við kaupum leðursófasett veljum við alltaf gegnum- litað leður og alltaf anilínsútað (krómsútað) leður og leðurhúðir af dýrum ífá norðlægum slóðum eða fjallalöndum — og yfir- leitt óslípaðar húðir(sem em endingarbestar). Ef þú ert í einhveijum vafa um hvort þú ert að kaupa góða vöm eða ekki, skaltu bara biðja okkur um 5 ára ábyrgð. Tegund Manila er stórglæsilegt sófasett sem fæst 3+2+1 og 3+1+1. Manila fæst í brúnu og svörtu úrvalsleðri með afborgunum í 12 mánuði ef óskað er. húsgagiuriiöllin REYKJAVÍK M0BLER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.