Morgunblaðið - 02.04.1987, Page 4

Morgunblaðið - 02.04.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Innlend lyf: Lágt verð er / • engin nyjung- Siguijón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður og Grétar Hjart- arson, bíóstjóri Laugarásbíós. Laugarásbíó: Heimsfrumsýning BÍÓMYNDIN Einkarannsóknin, Private Investigations, verður frumsýnd í Laugarásbíói nk. Iaugardag og er um heims- frumsýningu að rœða. Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndagerðar- inaður í Bandaríkjunum, er annar framleiðenda myndarinn- ar og hefur hann ásamt félaga sínum, Steve Golin, undirritað samning við risafyrirtækið Polygram um framleiðslu þriggja annarra kvikmynda á næstu tveimur árum. Einkarannsóknin flallar um áhugasaman blaðamann, Charles Bradley, sem leggur allt í sölurnar fyrir góða frétt. Hann nær sam- bandi við uppljóstrara sem fræðir hann um það að innan lögreglunn- ar stundi ákveðnir lögreglumenn fíkniefnasölu í stórum stíl. Hann býður Bradley sönnunargögn gegn ákveðnu gjaldi. Þetta verður hon- um dýrkeyptara en hann hafði órað fyrir þar sem sonur hans flækist að ósekju í málið. Myndin verður að lokinni frum- sýningunni sýnd víða um lönd. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands: Rás 2 vinnur á í sam- keppninni við Bylgiuna Þorsteinn Ólafsson Framkvæmda- sljóri Samvinnu- sjóðsins ÞORSTEINN Ólafsson, fram- kvæmdastjóri þróunardeildar Samhands íslenskra samvinnufé- laga, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Samvinnusjóðs íslands hf. frá og með 1. júlí nk. Jafnframt lætur Þorsteinn Ólafs- son af stjórnarformennsku í Samvinnusjóðnum. Selfoss: 600 manns á fundi sjálf- stæðismanna Selfossi. MIKIÐ fjölmenni og gífurleg stemmning var á fundi sjálf- stæðismanna á Selfossi í gærkvöldi. Um 600 manns sóttu fundinn og er þetta einn fjölmennasti stjórnmálafund- ur sem haldinn hefur verið á staðnum. Efstu menn framboðslistans fluttu ávörp, kórar Fjölbrauta- skóla Suðurlands og Tónlistar- skóla Rangæinga sungu og einnig Olöf Kolbrún Harðardótt- ir og Garðar Cortes við undirleik Onnu Guðnýar Guðmundsdótt- ur. Fundarmenn voru víða að úr kjördæminu, allt austan úr Vestur Skaftafellssýslu. Sig. Jóns. eftirSmára Björg-vinsson Vegna þeirrar miklu umræðu, sem verið hefur í þjóðfélaginu um lyf og lyfjaverð, vill lyfjafyrirtækið Tóró hf. koma eftirfarandi á framfæri: Tóró hf. er með þá verðlagsstefnu að hafa þau lyf sem þeir framleiða á eins hagkvæmu verði og unnt er hverju sinni. í raun hefur þetta þýtt að lyf frá Tóró hafa verið og eru yfirleitt 20%—40% ódýrari en sam- svarandi erlent sérlyf, en ekki 5—15% ódýrari eins og landlæknir segir að innlend sérlyf séu almennt. (Morgunblaðið 14.3. 1987.) í dag eru aðallega þijú innlend lyQaframleiðslufyrirtæki, sem fram- leiða fyrir almennan markað, þ.e. Tóró hf., Delta hf. og Lyfjaverslun ríkisins. Þessi fyrirtæki eru að sjálfsögðu öll í mikilli samkeppni við erlenda lyfjaframleiðendur, en þar sem inn- lendu fyrirtækin eru oft með samsvarandi sérlyf hér á markaði, fer ekki hjá því að innbyrðis sam- keppni sé einnig fyrir hendi. Nú birtust í dagblöðunum fréttir AF FÖSTUM þáttum útvarps og sjónvarps að undanskildum frétt- um virðist Helgarskammtur Hermanns Gunnarssonar á Bylgjunni og sjónvarpsþátturinn Fyrirmyndarfaðir hjá RÚV njóta mestra vinsælda, ef marka má skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands, sem fór fram helgina 21.—23. mars. 22% hlustenda á öllu Iandinu hlustuðu á þátt Hermanns, en 29% ef einungis er tekið mið af (Morgunblaðið og Þjóðviljinn 1.4. sl., og Tíminnn 28.3 sl.) byggðar á fréttatilkynningu frá einum þessara aðila um að viðkomandi hafi lækkað verð söluhæstu lyfjanna um 20%. Eru þá lyf viðkomandi fyrirtækis orðin 20% ódýrari en hinna innlendu fyrirtækjanna? Nei, sú er ekki raun- in, því lyfjaverð þessa fyrirtækis var um 30% hærra en verð samsvarandi lyfja hjá Tóró hf. áður en til verð- lækkunar kom. Það er því ljóst að læknar hafa haft og hafa enn kost á að ávísa innlendum lyfjum, sem eru mun ódýrari en samsvarandi erlend lyf, og því er hér ekkert nýtt á ferðinni. Aftur á móti er jákvætt að fleiri innlend lyfjaframleiðslufyrirtæki séu orðin sammála Tóró h.f. í því að möguleiki sé á að innlenda lyfja- framleiðslan sé umtalsvert ódýrari en samsvarandi erlend lyf. Flestir ættu því að geta verið sam- mála um að ávísun á innlend lyf sé hagkvæmt fyrir þjóðfélagið. Höfundur er lyfjafræðingur og forstöðumaður Tóró hf. hlustunarsvæði Byigjunnar og 69% horfðu á Fyrirmyndarföður á öllu landinu, en 68% á svæði því sem báðar sjónvarpsstöðv- amar ná til. Fréttir í Ríkisútvarpinu njóta mestra vinsælda útvarpsefnis. Um og yfir 40% hlustenda fylgdust með hádegis- og kvöldfréttatíma út- varpsins sunnudaginn 22. mars og yfír 50% á öllu landinu mánudaginn 23. mars, en á bilinu 45% til tæp 50%, þegar tekið er mið af því svæði sem Bylgjan nær til. Bylgjan hefur 5% meiri hlustun en rás 2 og rúm- lega það mánudaginn 24. mars, nema um kvöldið þegar undirbún- ingskeppni fyrir Eurovision-söngva- keppnina fór fram. Hlustunin var svipuð á sunnudeginum að undan- skildu því er þáttur Hermanns Gunnarssonar var sendur út og Vikuskammtur Einars Sigurðsson- ar, þó heldur meiri á Bylgjunni, þegar miðað er við það svæði sem allar útvarpsstöðvamar ná til. Samkvæmt þessum niðurstöðum hefur rás 2 unnið talsvert á í sam- keppninni við Bylgjuna miðað við niðurstöður skoðanakönnunar um hlustun 5. desember síðastliðinn. Þá var hlustun á rás 2 innan við 5% að meðaltali, frá 5 og upp í rúmlega 15% minni hlustun, en á Bylgjunni, á því svæði sem báðar stöðvamar ná til. Tæplega helmingi fleiri horfa á fréttir RÚV en Stöðvar 2 sam- kvæmt könnuninni, eða rúm 60% samanborið við rúm 30%, þegar tekið er mið af því svæði þar sem báðar sjónvarpsstöðvarnar nást. A auglýsingar eftir fréttir hjá RÚV horfðu 31% mánudagskvöldið 23. mars, samanborið við 8% á Stöð 2. Könnunin var framkvæmd fyrir Ríkisútvarpið, Samband íslenskra auglýsingastofa, Islenska sjón- varpsfélagið og íslenska útvarps- félagið. Úrtaksstærð var 900 manns og svömnin 72,3%. Garnapest heijar á kýr í Austur-Húnavatnssýslu: Kvíði fyrir því að fara í fjósið á morgnana - segirPáll Þórðarsoní Sauðanesi «ti'»i^nXngK^í'i Blönduósi. Sauðanesi. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði misst sex kýr á þessu ári og þar af þijár kýr á sama sólarhringnum. Stefán sagði ennfremur að frést hefði af svipuðum bráðadauðatilfellum í kúm í Danmörku, en þar var um faraldur var að ræða. Sigurður H. Pétursson, héraðs- dýralæknir í Austur-Húnavatns- sýslu, staðfesti þessar upplýsingar og sagði að fjórum sinnum hefdi það komið fyrir að fleiri en ein kýr dræpust á sama bænum sama sólar- hringinn. Sigurður sagði jafnframt að sömu krufningseinkenni og í kúnum á Sauðanesi og á Kagaðar- hóli hefðu komið fram á bráðadauð- um kúm annars staðar í héraðinu. Krufningseinkennin eru fyrst og fremst bráðar bólgur í meltingar- vegi og blæðingar í ýmsum líffær- um. Sigurður sagði að þessi garnapestarbaktería, sem greinst hefði fyrir rúmri viku, héti clostrid- ium perfringenes og væri af d-stofni. Sigurður H. Pétursson sagði að lokum að fyrst tekist hefði að greina þessa bakteríu og eitur- áhrif hennar þá væri von um að takast mætti að fækka verulega með bólusetningu bráðadauðatil- fellum í kúm. _ jón Sig ALLMARGAR kýr af nokkrum bæjum í Austur-Húnavatnssýslu hafa drepist skyndilega undan- farna mánuði svo segja má að um faraldur sé að ræða og engin skýring hefur fengist fyrr en núna nýlega. Talið er að bráða- dauða kúnna valdi garnapestar- baktería, sem fjölgar sér skyndilega af ókunnum ástæðum og veldur eitrun sem leiðir til bráðadauða kúnna. Þessi bakt- eríueitrun hefur valdið mestu tjóni í Sauðanesi og á Kagaðar- hóli í Torfalækjarhreppi, en á þessum bæjum hafa drepist átta kýr það sem af er þessu ári. Þessarar veiki hefur ennfremur orðið vart á a.m.k. fimm öðrum bæjum í sýslunni. Þessi veiki er þekkt í sauðfé, en hefur ekki fyrr verið staðfest í mjólkurkúm í heiminum svo vitað sé. Páll Þórðarson, bóndi í Sauða- nesi, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði misst sextán kýr á síðastliðnum tveimur árum. Sex kýr drápust árið 1985, átta kýr 1986 og tvær kýr það sem af er þessu ári. Páll sagði: „Það undar- lega við þetta er að ekki er hægt að finna neina ákveðna reglu um hvar og hvenær gamapestarbakt- erían reiðir til höggs í fjósinu. Einn daginn getur drepist kýr á fyrsta kálfí á enduðu mjaltaskeiði og næst drepist eldri kýr, sem er á miðju mjaltaskeiði, og svo framvegis." Páll sagði að það væri orðið fyrir- kvíðanlegt að fara í ijósið á morgnana og eiga von á að fínna einhveija kúna dauða. „Hér áður vissi maður ekkert hvað var á ferð- inni þannig að von um að uppræta veikina var lítil, en núna er þó búið að greina veikina og skýra dauða kúnna og í því leynist von um lausn vandans," sagði Páll. Tilraunastöð Háskólans í meinafræði: Reynt að fram leiða bóluefni Keimlík eitrunareinkenni á kúm sem drepisthafa í Borgarfirði og Eyjafirði A TILRAUNASTOÐ Háskólans í meinafræði á Keldum er verið að rækta clostridia-sýkla í þeim tilgangi að reyna að framleiða bóiuefni gegn garnapest i kúm sem vart hefur orðið á nokkrum bæjum í Austur-Húnavatnssýlu og víðar. „Við vitum ekki nógu mikið um þessi bráðadauðatilfelli ennþá, en sýnist að kýmar hafi drepist úr eitrun, sem líkist garnapest í sauðfé, sem þekkt er,“ sagði Sigurður Sigurðarson dýralæknir á Keldum. Sigurður sagði að það væru fyrst og fremst mjólkurkýr sem féllu fyr- ir þessari eitrun, en þó ekki ein- göngu. Hann sagði að dýralæknar hefðu lengi haft grun um að garna- pest væri ástæðan fyrir bráðadauða margra kúa, en þeir hefðu fá dæmi fundið um slíkt í erlendum ritum. Þó væri þetta vandamál þekkt í holdagripum erlendis. Sigurður sagði að clostridum perfringenssýkillinn væri víða í umhverfínu og fínndist meðal ann- ars í líffærum heilbrigðra dýra. En við viss skilyrði, sem ekki væri vit- að nógu mikið um hver væru, myndaðist eitrun í meltingarfærun- um sem sogaðist upp í blóð skepn- unnar og væri bráðdrepandi. Gamapestin væri því ekki smitandi og ekki hægt að tala um plágu í sambandi við hana. Fyrir nokkmm ámm drápust margar kýr á bæ einum í Borgar- firði og vom einkennin keimlík. Styttra er síðan bar á bráðadauða nautgripa á bæ einum í Eyjafírði, en þar var yfírleitt um yngri gripi að ræða en í Austur-Húnavatns- sýslu og Borgarfírði. Sigurður sagði að ekkert væri hægt að fullyrða um hvort gamapest hafí verið á ferðinni í þeim tilvikum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.